Leita í fréttum mbl.is

Jón Viktor skákmeistari Reykjavíkur í sjötta sinn.

Jón ViktorAndrúmsloftiđ í skákhöllinni í Faxfeni var rafmagnađ er keppendur settust viđ taflborđin klukkan 14 í dag. Hörđ barátta var framundan um sigur í Skákţingi Reykjavíkur. Á kaffistofunni sátu spekingarnir og spáđu í spilin, og sýndist sitt hverjum. 

Flestra augu beindust ađ efstu tveimur borđunum. Á 1.borđi hafđi nýkrýndur Frikkinn, Jón Viktor Gunnarsson (2433), hvítt gegn Birni Ţorfinnssyni (2373) og lögđu ţeir félagar allt í sölurnar til ađ tryggja sér sigur í mótinu. Á međan stýrđi stórmeistarinn Stefán Kristjánsson (2492) svörtu mönnunum gegn Norđangarpinum Mikael Jóhanni Karlssyni (2077) og blésu ţeir fljótlega í herlúđra. Er leiđ á tafliđ mátti glöggt sjá ađ Jón Viktor var ađ ná yfirhöndinni gegn Birni enda átti peđastađa Björns nokkuđ undir högg ađ sćkja. Á sama tíma varđ Stefáni fótaskortur gegn Mikael sem kostađi hann peđ. Til ađ gera langa sögu stutta ađ ţá vann Jón Viktor góđan sigur á Birni, og Mikael gerđi sér lítiđ fyrir og vann Stefán. Ţar međ lá fyrir ađ Jón Viktor hafđi variđ titilinn frá ţví á síđasta ári. Einnig var ljóst ađ Mikael hafđi tryggt sér 2.sćtiđ, öllum ađ óvörum, ţví úrslitin á 3.borđi voru honum hagstćđ. 

Á 3.borđi mćttust Grafarvogsguttarnir Dagur Ragnarsson (2059) og Jón Trausti Harđarson (2067). Báđir höfđu átt sterkt mót fram ađ ţessu og svo virđist sem ţeir hafi veriđ orđnir nokkuđ saddir. Ţrátt fyrir ađ eygja sigur í mótinu sömdu ţeir jafntefli í svo til ótefldri skák. 

Titilhafarnir Dagur Arngrímsson og Guđmundur Gíslason réttu sinn hlut eilítiđ í ţessari síđustu umferđ og lögđu andstćđinga sína ađ velli međ svörtu mönnunum. Ţeir komust báđir nokkuđ óskaddađir frá ţessu móti og enduđu međ 6,5 vinning, ţó öllum megi vera ljóst ađ ţeir hafi ćtlađ sér stćrri hluti. 

Lokastađa efstu manna í mótinu: 

1. Jón Viktor Gunnarsson 7,5 vinningar.

2. Mikael Jóhann Karlsson 7 vinningar.

3-8. Stefán Kristjánsson, Dagur Arngrímsson, Guđmundur Gíslason, Dagur Ragnarsson, Björn Ţorfinnsson og Jón Trausti Harđarson, allir međ 6,5 vinning.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 131
  • Frá upphafi: 8778743

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 88
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband