Leita í fréttum mbl.is

Bolvískir frændur sterkir á fjölskyldumóti TR

Bolvískir frændurSkemmtileg frétt kom á vef Víkara fyrir skemmstu.
 
Þar segir:

 

Á hverju ári heldur Taflfélag Reykjavíkur fjölskyldujólaskákmót þar sem keppt er í tveggja manna liðum sem skipuð eru annars vegar félagsmönnum, þ.e. krökkum, og hinsvegar öðrum aðila úr fjölskyldunni sem má vera foreldri, systkini eða annar ættingi. 

Fyrr í desember fór fjölskyldujólaskákmót þessa árs fram og tóku hvorki alls 32 lið þátt en tefldar voru 5 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma. Skemmst er frá því að segja að bolvískir skákmenn tefldu til sigurs í mótinu en tvö lið urðu efst og jöfn með 8 vinninga en bæði liðin voru rammbolvísk og auk þess sem allir fjórir keppendurnir eru náskyldir. 

Þetta voru liðin "Kóngarnir" sem skipað var bræðrunum Birni Hólm og Bárði Erni Birkissonum en faðir þeirra er Birkir Bárðarson, sonur Bárðar Guðmundssonar frá Hóli, og liðið "Balotelli" sem skipað var feðgunum Benedikt Erni Magnússyni og Magnúsi Pálma Örnólfssyni en Magnús Pálmi er einmitt sonur Örnólfs Guðmundssonar frá Hóli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 18
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 158
  • Frá upphafi: 8778675

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 93
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband