Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Davíđ Kjartansson sigrađi á Haustmóti TR

Davíđ Kjartansson (mbl)Haustmót Taflfélags Reykjkavíkur hefur löngum veriđ eitt af best skipuđu reglulegu mótum hérlendis og er ţá átt viđ mót međ fullum umhugsunartíma en minna frambođ er af slíkum mótum nú en oft áđur. Gamla góđa kappskákin stendur alltaf fyrir sínu og vonandi heldur TR áfram ađ halda haustmótiđ og Skákţing Reykjavíkur međ hefđbundnum hćtti. Haustmóti TR lauk ekki alls fyrir löngu međ öruggum sigri Davíđ Kjartanssonarsem hlaut 7 vinninga af níu mögulegum í vel skipuđum A-flokki mótsins. Ţar sem Davíđ er ekki félagsmađur í TR gengur sćmdarheitiđ „Skákmeistari TR 2014“ til Ţorvarđar Ólafssonar sem varđ í 2. – 3. sćti ásamt Ţorsteini Ţorsteinssyni, gömlum TR-ingi sem undanfariđ hefur teflt fyrir Taflfélag Vestmannaeyja. Ţeir hlutu báđir 6 vinninga af níu mögulegum.

Í B-flokki sigrađi Spánverjinn Damia Benet Menet međ 7 vinninga af níu mögulegum og í C-riđli var Bárđur Örn Birkisson hlutskarpastur međ 8 vinninga af níu mögulegum. Í D-riđli gerđi Ólafur Evert Úlfsson sér lítiđ fyrir og vann allar skákir sínar níu talsins og varđ langefstur.

Davíđ Kjartansson hefur lengi veriđ í fremstu röđ íslenskra skákmanna. Hann vann Skákţing Reykjavíkur 2009 fyrir ofan Henrik Danielssen og aftur ţetta sama mót 2013 og hefur vart tölu á sigrum sínum á haustmóti TR eđa á meistaramóti Hellis ţar sem hann var lengstum félagi. Hann varđ tvisvar Norđurlandameistari unglinga í sínum aldursflokki og Íslandsmeistari skáksveita međ Víkingasveitinni og Helli. Ţá hefur Davíđ getiđ sér gott orđ sem skákkennari en starfar nú sem hótelstjóri á ION luxury Adventury hotel ađ Nesjavöllum. Hann hefur býsna frumlega skákstíl og er ekki mikiđ fyrir ađ fara trođnar slóđir.

Um helstu keppinautar hans ţá Ţorvarđ Ólafsson og Ţorstein Ţorsteinsson er ţađ segja áttu báđir gott mót en ţó var sigur Davíđs einhvern veginn aldrei í hćttu. Í einni ađ lokaumferđunum mćtti hann reynsluboltanum Sćvari Bjarnasyni og hafđi betur:

Haustmóti TR 2014; 7. umferđ:

Sćvar Bjarnason – Davíđ Kjartansson

Kóngsindversk vörn

1. d4 d6 2. e4 Rf6 3. f3 g6 4. c4 Bg7 5. Rc3 O-O 6. Be3 a5!?

Frekar óvenjulegur leikur, svartur byggir tafliđ oftar upp međ 6. .. a6, – Hb8 o.s.frv.

7. Dd2 Rc6 8. Rge2 e5 9. d5 Rb4 10. Rc1 Rd7 11. a3 Ra6 12. b4 f5 13. Bd3 Rf6 14. exf5?!

Ekkert lá á ţessum uppskiptun. Eftir 14. Rb3, sem hótar 15. b5, á hvítur góđa stöđu.

14. ... gxf5 15. Hb1 axb4 16. axb4 e4!

Setur af stađ hrinu snarpra peđsleikja sem tryggja frumkvćđi svarts.

17. Be2 exf3 18. gxf3 f4!19. Bf2 Bf5 20. Hb3 Rd7 21. Rb5 Re5 22. Rd4 Bd7 23. Re6?

Ótímabćr innrás riddarans. Hvítur gat leikiđ 23. O-O en hefr sennilega óttast 23. ... Bh3 sem má svara međ 24. Kh1 Bxf1 25. Bxf1 og ţó hvítur sé skiptamun undir er stađan býsna vćnleg, öflugur riddari á leiđ til e6.

23. ... Bxe6 24. dxe6 De7 25. O-O Kh8 26. Kh1 Dxe6 27. Dc2 Rb8 28. De4 c6 29. Bd3 Dh3 30. Bd4 Rbd7 31. De2 Hae8 32. Hg1 Rf6 33. Bb1 Rh5 34. Bf2 Bf6

Bćtir sífellt viđ sóknarmáttinn kóngsmegin.

35. Dc2 Hf7 36. Hg2 Hg8 37. Hxg8 Kxg8 38. De2 Hg7 39. Be1

Ţessi biskup reynir ađ fremsta megni ađ verja kógsstyđuna en međ nćsta leik sínum ryđur svartur honum úr vegi.

Stöđumynd 2014-11-2939. ... Bh4! 40. Hb2 Bxe1

- og Sćvar gafst upp enda stađan hrunin.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 29. nóvember 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 13
  • Sl. sólarhring: 39
  • Sl. viku: 138
  • Frá upphafi: 8778717

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 88
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband