Leita í fréttum mbl.is

Fyrsta nafnkunna skákkona Íslands og ţó víđar vćri leitađ: Ingunn Arnórsdóttir á Hólum 1102

ingunn_arnorsdottir_-fyrsta_menntakona_slands_og_skakkona_7_12_2013_14.jpgÍ síđustu viku áttu ţeir félagar Einar S. Einarsson, forseti Skáksögufélagsins og Páll G. Jónsson, forstjóri, erindi viđ Illuga Gunnarsson, menntamálaráđherra út af málefnum sem ţeir bera fyrir brjósti tengdum skáklistinni. Viđ ţađ tćkifćri fćrđi Einar menntamálaráđuneytinu ađ gjöf teikningu af Ingunni Arnórsdóttur, fyrstu menntakonu og skákkonu Íslands í byrjun 12. aldar, eftir eiginkonu sína.

Portrett listakonan og skákekkjan Svala Sóleyg
hefur teiknađ fjölmargar myndir af okkar fremstu skákmeisturum, erlendum meisturum og öđrum. Henni lćtur líka einkar vel ađ gera tilgátuteikningar af ţekktu sögupersónum og gefa ţeim ţannig ásjónu. Frćg er teikning hennar af Margréti hinni högu, prestfrú í Skálholti og fyrstu nafnkunnu listakonu Íslands, ţeirri sem talin Guđmundur G. Ţórarinsson telur hafa skoriđ út hina er hafa gert sögualdartaflmennina frćgu frá Ljóđhúsum „The Lewis Chessmen.“

Tilefni ţess ađ ímyndarteikning af Ingunni Arnórssdóttur var gerđ var ađ eftir ađ forn taflmađur úr beini „Siglunes berserkurinn“ nánast tvífari Lewis berserksins/hróksins, fannst á Siglunesi sumariđ 2011. Guđmundur vildi draga fram ţá stađreynd teflt hefđi veriđ ađ Hólum í Hjaltadal ţar ekki langt ţar frá á 12 öld og hafa mynd af Ingunni í riti sínu „The Enigma of the Lewis Chessmen – The Icelandic Theory“ sem út kom í ţriđja sinn sl. vor í aukinni og endurbćttri útgáfu á ensku í ritstjórn Einars.  

Ingunn Arnórsdóttir var fyrsta lćrđa konan hér á landi og kennari á fyrri hluta 12. menntamalara_herra_faer_myndin_af_ingunni_arnorsdottur_6_11_2014_15-23-2.jpgaldar. Hún var ţekkt handyrđakona og fyrsta nafnkunna skákkona Íslands - ef ekki í heimi.   Hún var skagfirsk, af ćtt Ásbirninga, dóttir Arnórs Ásbjarnarsonar og systir Kolbeins Arnórssonar, föđur ţeirra Arnórs og Tuma Kolbeinssona. Ingunn var á Hólum hjá Jóni biskupi Ögmundssyni og er fyrsta íslenska konan sem sögur fara af sem var menntuđ í latínu og öđrum frćđum til jafns viđ pilta og kenndi ţeim líka.

svala_soleyg_-_portrettlistakona_11_11_2014_23-19-20.jpgFrá henni segir í sögu Jóns biskups, ţegar taldir hafa veriđ upp nokkrir vel menntađir skólapiltar, ţar á međal tveir sem síđar urđu biskupar. Ţar er sérstaklega tekiđ fram ađ hún tefldi skák. Ásamt ţví ađ kenna prestsefnum latínu, stundađi Ingunn útsaum og er taliđ ađ hún hafi međal annars saumađ altarisklćđi um heilaga Maríu og ćvi St. Marteins. Bćđi ţessi klćđi eru nú á erlendum söfnum. Ingunn Arnórsdóttir hefur einnig veriđ nefnd međal heimildarmanna Odds Snorrasonar munks á Ţingeyrum ađ Ólafs sögu Tryggvasonar Noregkonungs.

Ingunnarskóli í Grafarholti í Reykjavík er kenndur viđ Ingunni Arnórsdóttur.

Teikningar Svölu Sóleygar má sjá hér:

https://sites.google.com/site/svalasoleygjonsdottir/skakmenn-portrait

Frétt Menntamálaráđuneytisins má sjá hér: http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/forsidugreinar/nr/8161


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 142
  • Frá upphafi: 8778676

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 80
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband