Leita í fréttum mbl.is

Afmćlismót Einars Ben: Helgi sigrađi - Skáksögufélag stofnađ

Helgi Ólafsson sigrađi á Afmćlismóti Einars Benediktssonar sem haldiđ var á veitingahúsinu Einari Ben viđ Ingólfstorg, laugardaginn 1. nóvember. Helgi hlaut 6 vinninga af 7 mögulegum. Í 2.-3. sćti urđu Jóhann Hjartarson og Hjörvar Steinn Grétarsson, en alls voru keppendur 39. Í mótslok var Söguskákfélagiđ stofnađ, en ţví er ćtlađ ađ stuđla ađ rannsóknum og skráningu á íslenskri skáksögu, sem spannar heilt árţúsund.

Afmćlismót Einars Benediktssonar var haldiđ í tilefni af ţví ađ föstudaginn 31. október voru 150 ár frá fćđingu skáldsins, sem setti svo sterkan svip á samtíđ sína. Guđmundur Andri Thorsson rithöfundur, sem flutti ávarp viđ setningu mótsins sagđi ađ Einar hefđi veriđ ,,hiđ síđasta í röđ  stórskálda 19. aldar, Hann var líka fyrsta ţjóđskáld 20. aldarinnar en um leiđ hiđ síđasta. Hann orti ljóđ sem rúmuđu allt."

Einar var einn af stofnendum Taflfélags Reykjavíkur um aldamótin 1900 og skák var ein hans helsta skemmtun, eins og fram kemur í endurminningum konu hans, Valgerđar Benediktsson. Einar tefldi ađ stađaldri viđ bestu skákmenn Íslands, og notađi einatt líkingamál úr skákinni í skáldskap sínum.

Einar Benediktsson sendiherra, sonarsonur ţjóđskáldsins, lék fyrsta leikinn fyrir Friđrik Ólafsson sem hafđi hvítt gegn hinum 11 ára gamla Mykhaylo Kravchuk, sem er afar efnilegur.Katrín Einarsdóttir, langafabarn skáldsins, lék fyrsta leikinn fyrir Mykhaylo.

Jóhann Hjartarson byrjađi af miklum krafti og lagđi Vigni Vatnar Stefánsson, Róbert LagermanDavíđ Kjartansson og Hjörvar Stein Grétarsson í fyrstu fjórum umferđunum. Í 5. umferđ gerđi Jóhann jafntefli viđ Björn Ţorfinnsson og tapađi fyrir Braga bróđur hans í nćstsíđustu umferđ. Bragi var í toppbaráttunni allan tímann en tapađi fyrir Helga í magnađri úrslitaskák í síđustu umferđ.

Helgi Ólafsson hóf mótiđ međ sigri á hinum efnilega Gauta Páli Jónssyni, en tapađi í 2. umferđ fyrir Lenku Ptacnikova, bestu skákkonu Íslands. Helgi beit í skjaldarrendur, vann 5 síđustu skákirnar og sigrađi á mótinu.

Verđlaunahafar fengu m.a. gjafabréf frá veitingahúsinu Einar Ben, sem stóđ ađ mótinu ásamt Taflfélagi Reykjavíkur og Hróknum.

Viđ lokaathöfn mótsins var tilkynnt um stofnun Skáksögufélagsins, en ţví er haldađ ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu, sem varđa skáksögu Íslands ađ fornu og nýju. Ţá mun félagiđ beita sér fyrir varđveislju hverskonar skákminja og ađ saga mestu skákmeistara Íslands verđi skráđ. Skáksögufélagiđ mun ennfremur gangast fyrir og styđja útgáfu, málţing og sýningar.

 Einar S. Einarsson fv.  forstjóri, sem gegnt hefur ótal mikilvćgum trúnađarstörfum fyrir skákhreyfinguna, var kjörinn fyrsti forseti Skáksögufélagsins. Ađrir í stjórn eru Jón Ţ. Ţórsagnfrćđingur, Róbert Lagerman forseti Vinaskákfélagsins og stjórnarmađur í SÍ, Guđmundur G. Ţórarinsson verkfrćđingur og fv. forseti SÍ og  Jón Torfason íslenskufrćđingur og skjalavörđur.

Chess-Results

Myndir má finna á heimasíđu Hróksins.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 8
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 149
  • Frá upphafi: 8778683

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 86
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband