Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Batumi-bragđiđ

Símon kátur eftir sigurinn í dagŢađ er kunnara en frá ţurfi ađ segja ađ skákbyrjanir draga oft nöfn sín af ţjóđríkjum, borgum eđa jafnvel bćjum: spćnski leikurinn, ítalski leikurinn, frönsk vörn og íslenski gambíturinn. Og borgarnöfnin: Gautaborgar-afbrigđiđ, Sevilla-afbrigđiđ, Berlínarvörn og svo mćtti lengi telja. Ég veit ekki til ţess ađ nokkur skábyrjun sé nefnd eftir strandbćnum Batumi í Georgíu sem liggur viđ landamćri Tyrklands en tilheyrđi áđur Óttóman-veldinu en ţessa dagana fer ţar fram Evrópumót ungmenna.

„Batumi-bragđiđ" mćtti kannski kalla ţađ háttalag mótshaldarans, sem er ţví miđur ekki međ öllu óţekkt í skákheiminum, ađ rukka fyrirfram fyrir fjögurra eđa fimm stjörnu hótel en senda síđan keppendur á óupphitađ gistiheimili ađ kljást ţar viđ sagga, flóabit og kaldar kjötbollur. Helstu međmćlin međ vistarverum íslenska hópsins voru ţau, ađ hinn nýi forseti evrópska skáksambandsins, Georgíumađurinn Zurab Azmaparashvili, hefđi dvalist ţar í nokkra daga fyrir fáeinum árum og líkađ vel. Ţeir eru svolítiđ ađ kenna hvor öđrum um hvernig ţetta gat fariđ svona, framkvćmdastjórar mótsins, en svo dćmi sé tekiđ um mismununina ţá rúlluđu rússnesku keppendurnir sem koma hingađ í stórum hópum beint inn á bestu hótelin og mér er til efs ađ nokkur ţeirra hafi greitt eitthvađ svipađ ţví sem íslensku keppendurnir ţurftu ađ reiđa fram. Ráfandi um í lobbíi Sheraton eru „utangarđsmennirnir" stöđugt minntir á ađ ţarna hafi nú aldeilis gist höfđingjar á borđ viđ Hillary Clinton, Sting og Pavarotti og fleiri stórlaxar.

Stundum er eins og ekkert hafi breyst hér í Georgíu ţó ađ liđinn sé nćstum aldarfjórđungur frá ţví ađ Sovétríkin leystust upp; ţvergirđingsháttur, „njet" og margefld dyravarsla er gamalkunnur veruleiki. En hver veit nema Eyjólfur hressist.

Aftur ađ mótinu; eftir fjórar umferđir er Akureyringurinn Símon Ţórhallsson sá keppandi sem mest hefur bćtt sig miđađ viđ ćtlađan árangur. Ađrir fulltrúar Íslands eru Dagur Ragnarsson, Oliver Aron Jóhannesson og Gauti Páll Jónsson. Í afbrigđi hollenskrar varnar sem kennt er viđ Leningrad sló hann andstćđinginn út af laginu međ leik sem ekki er minnst á í nýútkominni bók sem fjallar um refilstigu hollensku varnarinnar:

EM Batumi 2014; 4. umferđ:

Símon Ţórhallsson - Egor Filipets (Hvíta- Rússland)

Hollensk vörn

1.d4 Rf6 2. g3 Rf6 3. Bg2 g6 4. Rf3 Bg7 5. O-O O-O 6. c4 d6 7. Rc3 De8 8. e4!?

Óvćntur leikur sem Símon hafđi áđur beitt á Skákţingi Norđlendinga.

8. ... Rxe4?!

Sennilega er 8. ... fxe4 betra - til ađ eiga leiđ fyrir biskupinn niđur á g4.

9. Rxe4 fxe4 10. Rg5 e5 11. Bxe4 h6 12. Rf3 Rc6

Eftir 12. ... exd4 13. He1! er svartur í vanda.

13. dxe5 Bg4?

Hyggst notfćra sér leppun riddarans en hugmyndin gengur ekki upp. Betra var 13. ... dxe5.

14. Dd5+! Be6 15. Db5!

Snarplega leikiđ og hótar 16. Dxb7.

giet4uqg.jpg15. ... Rxe5 16. Rxe5 Dxb5 17. cxb5 dxe5 18. Be3!

Fer sér ađ engu óđslega. Svartur getur ekki variđ peđin á drottningarvćng.

18. ... Bc4 19. Hfc1 Bxb5 20. Bxb7 Had8 21. Hxc7 Hf7 22. Hac1 Hdd7 23. Hxd7 Hxd7 24. Bc6!

Uppskipti treysta oft yfirburđi ţess sem meiri hefur liđsafla.

24. ... Bxc6 25. Hxc6 Hd1+ 26. Kg2 Hb1 27. Hxg6 Kh7 28. Ha6 Hxb2 29. Hxa7

- og svartur gafst upp. Brátt brunar a2-peđiđ af stađ.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is


----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 25. október 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 142
  • Frá upphafi: 8778676

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 80
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband