Leita í fréttum mbl.is

Minningarmót Ragnheiðar Jónu Ármannsdóttur haldið á morgun

Ragnheiður JónaMinningarmót um Ragnheiði Jónu Ármannsdóttur verður haldið á morgun, laugardaginn, 6. september í húsnæði Hjálpræðishersins í Mjódd. Það er Eyjólfur Ármannsson, bróðir hennar, sem stendur fyrir mótinu í minningu systur sinnar.

Ragnheiður hefði orðið 45 ára í sumar hefði hún lifað en hún lést 2011. Hún var foringi í Hjálpræðishernum. 

Mótið er ægisterkt en meðal keppenda eru 4 alþjóðlegir meistarar og 5 FIDE-meistarar. Keppendalistinn er sem hér segir:

  1. AM Guðmundur Kjartansson (2439)
  2. AM Bragi Þorfinnsson (2437)
  3. AM Jón Viktor Gunnarsson (2426)
  4. AM Björn Þorfinnsson (2389)
  5. FM Magnús Örn Úlfarsson (2380)
  6. FM Einar Hjalti Jensson (2349)
  7. FM Davíð Kjartansson (2331)
  8. FM Guðmundur Gíslason (2309)
  9. FM Þorsteinn Þorsteinsson (2242)
  10. Kristján Eðvarðsson (2167)

Keppendur tefla allir við alla og umhugsunartíminn verður 10 mínútur + 5 sekúndur í viðbótartíma á hvern leik.

Fyrstu verðlaun verða 30.000 kr., önnur verðlaun 20.000 kr. og þriðju verðlaun 10.000 kr. Hjálpræðishernum verður auk þessu veittur 60.000 kr. styrkur.  

Mótið hefst kl. 14 og stendur til um að vera kl. 18. Áhorfendur velkomnir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 169
  • Frá upphafi: 8779107

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 105
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband