Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Heimsmeistaraeinvígi í uppnámi

Helstu niđurstöđur ólympíumótsins í Tromsö eru ţćr ađ Kínverjar verđa stórveldi skákarinnar á 21. öld og Rússar, sem ekki hafa unniđ ólympíugull síđan 2002, eru hćttir ađ geta stillt upp sigurstranglegu liđi. Ţeim verđur hins vegar betur ágengt í baktjaldamakki og ósvífnum vinnubrögđum sem kristölluđust í kosningunni til forseta FIDE ţegar Kasparov var bókstaflega málađur eins og skrattinn á vegginn í plöggum sem gefin voru út af Kirsan FIDE-forseta og kónum hans. Á heimasíđu FIDE var strax birt heillaóskaskeyti frá Pútín Rússlandsforseta en sendiráđ Rússa í ađildarlöndum FIDE voru fengin til ađ beita sér í ţágu Kirsans. Norski mótshaldarinn mátti starfa undir hótunum Rússa og sum ţau mál verđa síđar útkljáđ fyrir dómstólum. Nýjustu fréttir herma ađ heimsmeistaraeinvígi Magnúsar Carlsen viđ Anand, sem á ađ hefjast í Sotchi viđ Svartahaf eftir tíu vikur, sé komiđ í uppnám. Magnús hefur enn ekki undirritađ einvígisskilmálana en frestur til ţess rennur út sunnudaginn 31. ágúst. Hann hefur fariđ fram á ađ einvíginu verđi frestađ og hyggst einbeita sér ađ skákmóti sem hófst á miđvikudaginn í Saint Louis í Bandaríkjunum. Tregđa hans á sér m.a. ţá skýringu ađ hiđ eldfima ástand eystra gerir Rússland ekki fýsilegt til heimsókna en meira býr undir: sá sem fjármagnar einvígiđ mun vera Alexander Tkachev, einn af leiđtogum ađskilnađarsinna í Donetsk-hérađi í Úkraínu, sem er á valdi uppreisnarmanna. Magnús hefur engan áhuga á ađ vera spyrtur viđ stríđiđ sem ţar geisar. Pútín Rússlandsforseti var viđstaddur athöfn ţar sem tilkynnt var um einvígisstađinn.

Aftur ađ hinni skáklegu hnignun Rússanna. Hafi ţeir einhvern tíma gert sér vonir um ađ Kramnik myndi ná ađ leysa Kasparov af hólmi sem leiđtogi innan liđsins hafa ţćr vonir algerlega brugđist. Kramnik, sem tefldi á 1. borđi, tapađi tveimur skákum í Tromsö og báđum á fremur niđurlćgjandi hátt. Í sögulegu samhengi má rifja upp ţá stađreynd ađ fyrstaborđsmađur Sovétmanna tapađi yfirleitt ekki skák á ólympíumóti og fyrir kom ađ liđiđ ţeirra tapađi ekki einni einustu skák á ţeim vettvangi. FIDE-heimsmeistarinn frá 2004 leikur Kramnik grátt í 6. umferđ:

Rustam Kazimdzanov - Vladimir Kramnik

Drottningarbragđ

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 Rbd7 5. Bf4 dxc4 6. e3 Bd6

Linkulegur leikur. Hvassara er 6.... Rd5 sbr. skák Portisch og Roberts Byrnes frá millisvćđamótinu í Biel 1976.

7. Bxd6 cxd6 8. Bxc4 a6 9. a4 d5 10. Bd3 b6 11. 0-0 0-0 12. Db3 De7 13. Hac1 Bb7 14. Hc2 Hfc8 15. Hfc1 Dd6 16. Re5!

Snarplega leikiđ og svartur gerir best í ţví ađ láta riddarann standa á e5.

16.... Rxe5 17. dxe5 Dxe5 18. Dxb6 Hcb8 19. Re2 Rd7 20. Dd4 Dd6 21. f4 e5 22. fxe5 Rxe5 23. Df4 De7?

Tapleikurinn. Hann gat jafnađ tafliđ međ 23.... Hc8 en varla áttađ sig á ađ eftir 24. Df5 kemur 24.... g6! 25. Hxc8+ Bxc8 26. Hxc8+ Kg7! og má ţá vel viđ una.

24. Hc7! De8 25. Bf5 Rc4 26. Bd7 Df8

26.... Dxe3 stođar lítt: 27. Dxe3 Rxe3 28. Rd4! og vinnur.

27. b3 Rb6 28. Bf5 d4

Reynir ađ losa um sig en nú kemur ţrumuleikur.

g9hsse1s.jpg29. Hxf7! Kxf7

Eđa 29.... Dxf7 30. Bxh7+ Kf8 31. Dd6+ De7 32. Hf1+ o.s.frv.

30. Bxh7+

- og Kramnik gafst upp. Framhaldiđ gćti orđiđ 30.... Ke7 31. De5+ Kd8 32. Dc7+ Ke8 33. Bg6+ og mát í nćsta leik.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 30. ágúst 2014.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 168
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 104
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband