Leita í fréttum mbl.is

Ţröstur, Gunnar og Heimir Páll unnu í gćr

Ţröstur Ţórhallsson (2425), Gunnar Björnsson (2063) og Heimir Páll Ragnarsson (1423) unnu sínar skákir í sjöundu umferđ Portu Mannu-mótsins í Sardiníu sem fram fór í gćr. Stefán Bergsson (2077) tapađi fyrir ítalska stórmeistaranum Axel Rombaldonini (2501).

Ţröstur er efstur Íslendinganna međ 4,5 vinning, Stefán og Gunnar hafa 4 vinninga og Heimir Páll hefur 3,5 vinning.  Ni Hua (2653) er efstur međ 6,5 vinning en Lars Schandorff (2524) er kominn í annađ sćti međ 5,5 vinning eftir mikinn sprett í síđustu umferđum.

Ţröstur mćtir Ţjóđverjanum Andreas Hoenick (2133) í dag. Sú skák verđur beinni en umferđin hefst kl. 13.

Í gćr stóđu Gunnar og Stefán fyrir afar vel heppnađri skákspurningakeppni á skákstađ sem var ađ mestu leyti byggđ á eldri spurningum Sigurbjörns Björnssonar úr Reykjavík Open Pub Quiz en ţó ađlöguđ ađ ţörfum heimamanna og höfđ eitthvađ léttari.

Sigurvegarar eftir harđa baráttu voru Axel Rombaldoni og Íslandsvinurinn Luca Barillaro sem mćtti á skákstađ í gćr klćddur Hellisbúningi! Spurningar og svör gćrdagsins fylgja međ sem viđhengi.

113 skákmenn taka ţátt frá 16 löndum. Ţröstur er sjötti í stigaröđ keppenda.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 11
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 141
  • Frá upphafi: 8778753

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 96
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband