Leita í fréttum mbl.is

Guðmundur með vinningsforskot á Íslandsmótinu í skák

P1010689Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson hefur vinningsforskot á Íslandsmótinu í skák eftir sigur á Braga Þorfinnssyni í sjöundu umferð  sem fram fór í kvöld. Guðmundur hefur 5½ vinning. Stórmeistararnir Héðinn Steingrímsson, Henrik Danielsen og Hannes Hlífar Stefánsson eru í 2.-4. sæti. Héðinn vann sína þriðju skák í P1010687röð er hann vann Guðmund Gíslason, Hannes vann sigur á Einar Hjalta Jensson í stuttri skák en Henrik gerði jafntefli við Þröst Þórhallsson. Jafntefli varð í skák Helga Áss og Hjörvar Steins Grétarssona.

Í áttundu umferð, sem fram fer á morgun, mætast Guðmundur og Hannes, Héðinn teflir við Helga Áss og Henrik mætir Einari Hjalta.

Staðan:

1. Guðmundur Kjartansson 5½ v.
2.-4. Héðinn Steingrímsson, Henrik Danielsen, Hannes Hlífar Stefánsson 4½ v.
5.-6. Þröstur Þórhallsson og Bragi Þorfinnsson 3½ v.
7. Hjörvar Steinn Grétarsson 3 v.
8. Helgi Áss Grétarsson 2½ v.
9. Guðmundur Gíslason 2 v.
10. Einar Hjalti Jensson 1½ v.


Áskorendaflokkur:

P1010700Sigurður Daði Sigfússon hefur náð forystunni í áskorendaflokki með sigri á Gylfa Þórhallssyni en hann hefur 6 vinninga. Magnús Teitsson, Davíð Kjartansson og Lenka Ptácníková eru í 2.-4. sæti með 5½. Davíð vann Magnús en Lenka hafði betur gegn Degi Ragnarssyni. Tvö efstu sætin gefa sæti í landsliðsflokki að ári svo hart er barist. Séu menn jafnir að vinningum gildir stigaútreikningur og þar stendur Magnús best að vígi.

Loftur Baldvinsson og Vignir Vatnar Stefánsson eru í 5.-6. P1010697sæti með 5 vinninga. Loftur vann Kristján Eðvarðsson og Vignir vann landsliðskonuna Jóhönnu Björg Jóhannsdóttur. Óvænt úrslit urðu þegar Björn Hólm Birkisson gerði jafntefli við alþjóðlega meistarann Sævar Bjarnason

Í áttundu og næstsíðustu umferð, sem fram fer á morgun mætast meðal annars: Lenka - Sigurður Daði, Loftur - Davíð og Magnús - Vignir Vatnar.

Íslandsmót kvenna

P1010704Íslandsmót kvenna er hluti af áskorendaflokki. Þar er Lenka efst með 5½ vinning. Elsa María Kristínardóttir og Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir eru í 2.-3. sæti með 4½ vinning. Elsa vann Ragnar Árnason en Hallgerður lagði Óskar Long Einarsson að velli.

Lenka teflir við Sigurð Daða Sigfússon á morgun, Elsa við Gylfa Þórhallsson og Hallgerður við Dag Ragnarsson.

Meðfylgjandi er skákir sjöundu umferðar, innslegnar af Kjartani Maack.



Rewind to the beginningOne move backFlip the boardShow moves paneShow commentsPlay one moveFast-forward to the end
Thorfinnsson, Bragi - Kjartansson, Gudmundur
2459 - 2439
Icelandic Chess Championship - Masters Section, 2014.05.30

Thorfinnsson, Bragi - Kjartansson, Gudmundur (PGN)

1. Nf3 f5 2. d3 Nc6 3. e4 e5 4. exf5 Nf6 5. d4 exd4 6. Nxd4 Nxd4 7. Qxd4 d5 8. Nc3 Bxf5 9. Bg5 Bxc2 10. Kd2 Bg6 11. Re1+ Kf7 12. Kc1 c6 13. g4 Qb6 14. Qf4 Bb4 15. Bxf6 gxf6 16. Re3 Rae8 17. Bd3 Rxe3 18. Bxg6+ hxg6 19. fxe3 Qc5 20. Kc2 Qd6 21. h4 Qxf4 22. exf4 Re8 23. Kd3 Bd6 24. Ne2 Re4 25. Rf1 c5 26. b3 b5 27. Nc3 Rd4+ 28. Kc2 a6 29. Ne2 Re4 30. Nc3 Rxf4 31. Rxf4 Bxf4 32. Nxd5 Be5 33. Kd3 Ke6 34. Ne3 f5 35. gxf5+ gxf5 36. a4 f4 37. Ng4 c4+ 38. bxc4 bxa4 39. Kc2 f3 40. h5 Bd4 41. h6 f2 42. Nxf2 Bxf2 43. Kb2 Kf7 44. Ka3 Kg6 45. Kxa4 Bb6 46. c5 Bd8 47. Kb4 Kxh6 48. Kc4 Kg6 49. Kd5 a5 50. c6 Bc7 0-1
Rewind to the beginningOne move backFlip the boardShow moves paneShow commentsPlay one moveFast-forward to the end
Teitsson, Magnus - Kjartansson, David
2184 - 2342
Icelandic Chess Championship 2014 - Candidate Section, 2014.05.30

Teitsson, Magnus - Kjartansson, David (PGN)

1. d4 d6 2. Nf3 Nf6 3. c4 g6 4. Nc3 Bg7 5. e4 O-O 6. Be2 Bg4 7. Be3 Nfd7 8. Ng1 Bxe2 9. Ngxe2 c5 10. O-O Nc6 11. b3 a6 12. a4 Re8 13. h3 cxd4 14. Nxd4 Qa5 15. Nd5 Qd8 16. Nc3 Rb8 17. Qd2 Qa5 18. Rfd1 Nc5 19. Rab1 Ne6 20. Nde2 Nc5 21. f3 Nd7 22. Nd5 Qxd2 23. Rxd2 f5 24. exf5 gxf5 25. Nc7 Rec8 26. Ne6 Bf6 27. c5 Kf7 28. N2f4 Nxc5 29. Nxc5 dxc5 30. Bxc5 b6 31. Be3 b5 32. axb5 Rxb5 33. Rc2 e5 34. Nh5 Ne7 35. Rxc8 Nxc8 36. Nxf6 Kxf6 37. Ra1 a5 38. Bd2 Rxb3 39. Bxa5 Nd6 40. Bd8+ Ke6 41. Rc1 Nb5 42. Re1 Rb2 43. f4 e4 44. Bh4 Nd4 45. Bf2 Ne2+ 46. Kf1 Nxf4 47. Ra1 Nd5 48. Bd4 Rd2 49. Ra6+ Kf7 50. Ra7+ Ke6 51. Ra6+ Kd7 52. Bc5 Kc7 53. Rh6 f4 54. Rxh7+ Kc6 55. Bf2 Rd1+ 56. Be1 Rb1 57. Rg7 Nb4 58. Re7 Kd5 59. Rd7+ Kc6 60. Re7 e3 61. Ke2 Nc2 62. Bc3 Rg1 63. Rg7 Kd5 64. Rg5+ Kc4 65. Be5 Re1+ 66. Kf3 Rf1+ 0-1

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 14
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 140
  • Frá upphafi: 8779020

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 111
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband