Leita í fréttum mbl.is

Guðmundur Ingvi og Magnús skákmeistarar Fljótdalshéraðs

Skákþingi Fljótsdalshéraðs lauk fyrir skemmstu. Þátttakendur voru 5 og var teflt tvöfalt mót, alls 10 umferðir. Tími var 75 mín. á mann og bónus 15 sek. á leikinn leik. Efstir og jafnir urðu Magnús Valgeirsson og Guðmundur Ingvi Jóhannsson með 6 vinninga. Þeir voru einnig jafnir að stigum og innbyrðis viðureignir jafnar, svo að ákveðið var að báðir skyldu teljast sigurvegarar.

Þeir geta því skiptst á um að geyma hrókinn góða, sem er farandverðlaunagripur í þessu móti og sést hann hér til hægri.

Í þriðja sæti varð Magús Ingólfsson með 4½ vinning og í 4. sæti Einar Ólafsson með 3½ vinning. Lestina rak svo Jón Björnsson, en hann sigraði í þessu móti í fyrra, og sýnir það hve jafnir þátttakendur eru. Menn skiptast á um að sigra.

Mótstöflu má finna á heimasíðu SAUST.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 8779010

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 103
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband