Leita í fréttum mbl.is

Stefán Kristjánsson genginn í GM Helli

Stefán Kristjánsson stórmeistariStefán Kristjánsson, stórmeistari í skák, er genginn til liðs við Skákfélagið GM Helli.

Stefán er þriðji íslenski stórmeistarinn sem gengur félaginu á hönd en fyrir eru þeir Þröstur Þórhallsson og Helgi Áss Grétarsson.

Skákferill Stefáns hófst árið 1993 þegar hann tefldi fyrir skáklið Melaskóla, þá ellefu ára að aldri. Þetta geðþekka ungmenni varð fljótlega einn efnilegasti skákmaður landsins og á næstu árum sigraði hann á fjölmörgum barna- og unglingamótum. Styrkur Stefáns óx jafnt og þétt.

Árið 2000 tefldi hann fyrst fyrir hönd þjóðar sinnar á Ólympíuskákmótinu í Istanbúl og náði þar prýðisárangri. Stórmeistaranafnbótina ávann hann sér svo árið 2011.

Hermann Aðalsteinsson, formaður GM Hellis:  „Þetta eru ánægjuleg tíðindi. Stefán verður okkur góður liðsstyrkur enda er hann einn sigursælasti skákmaður landsins á Íslandsmóti skákfélaga frá upphafi."

Stjórn og liðsmenn GM Hellis bjóða Stefán Kristjánsson velkominn í sínar raðir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 8779010

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 103
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband