Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Víkingarnir í skákinni

Ögmundur Kristinsson Ég hef´ann," hrópađi markvörđur Víkings í 2. flokki, Ögmundur Kristinsson, ţegar hann kom askvađandi út úr markteignum í leik Víkings og ÍBV á Hásteinsvellinum í Eyjum sumariđ 1971, og uppskar mikinn hlátur áhorfenda ţegar hann hugđist kýla bolta í burtu en hafđi ekki meiri stjórn á atburđarásinni en svo ađ boltinn skrúfađist einhvern veginn aftur fyrir hann og sleikti síđan markstöngina. En sá hlćr best sem síđast hlćr, segir einhversstađar. Árin 1981 og 1982 var Ögmundur ađalmarkvörđur í liđi Íslandsmeistara Víkings og var valinn í A-landsliđ Íslands áriđ 1983.

Ögmundur var á ţessu tíma einn öflugasti ungi skákmađurinn í Taflfélagi Reykjavíkur, ţekktur fyrir sóknartilţrif og varasama gambíta eins „Marshall-árásina" og „Búdapestar-bragđ". Taflfélag Reykjavíkur hafđi eignast húsnćđi viđ Grensásveg - í miđju hverfi Víkinga og ţar steig hann sín fyrstu skref í skákinni. Síđan eru liđin mörg ár en undanfariđ hefur Ögmundur veriđ ađ auka ţátttöku sína á mótum međ styttri umhugsunartíma, og hann er líka ađ tefla kappskákirnar; var t.d. međ á Reykjavíkurskákmótinu í fyrr a og sýndi klćrnar á nýafstöđnu móti GM Hellis, Nóa Síríus-mótinu. Ţar hlaut hann 4 vinninga af sjö mögulegum, náđi árangri upp á 2300 elo-stig og hćkkađi um meira en 30 stig.

Í skák sinni viđ Andra Áss Grétarsson úr ţví móti var ţađ ekki byrjanakunnáttan sem réđ úrslitum, heldur miklu fremur snemmbćr og tvísýn atlaga á drottningarvćng, síđar beindust spjótin ađ f7-reitnum og loks brast á međ innrás eftir c-línunni. Laglegur sigur:

Nóa Síríus-mótiđ; 1. umferđ:

Ögmundur Kristinsson - Andri Áss Grétarsson

Kóngsindversk vörn

1. c4 Rf6 2. Rc3 g6 3. g3 Bg7 4. Bg2 O-O 5. d4 d6 6. Rf3 Rbd7 7. O-O e5 8. b3

He8 9. e3 c6 10. dxe5 dxe5 11. Bb2 Dc7 12. b4?!

Svartur á viđ enga erfiđleika ađ etja eftir bitlausa byrjun hvíts.

12. ... a5 13. a3 Bf8 14. c5 b6 15. cxb6

Dxb6 16. b5!?

Gefur peđ fyrir spil og nćr ađ rugla Andra í ríminu.

16. ... cxb5 17. Rg5 Hb8?

Hér lá beinast viđ ađ leika 17. ... Bb7 en ţá ţarf ađ taka međ í reikninginn leikinn 18. Rd5 sem hćgt er ađ svara međ 18. .. Da7!

18. Db3 He7 19. Rd5 Rxd5 20. Bxd5

Skyndilega er hvítur kominn međ óţćgilegan ţrýsting á f7-peđiđ.

gpis30p9.jpg18. ... Rc5?

Eftir ţetta fer ađ halla undir fćti. Hér varđ svartur ađ leika 20. ... Bb7 og eftir 21. Bxf7+ Kh8 er stađan í jafnvćgi.

21. Bxf7+ Kh8 22. Dd5!

Öflugur leikur sem hótar 23. Bxe5+ o.s.frv.

22. ... Bg7 23. Hac1 Rd7 24. Hc6 Da7 25. Dd6 Bf6 26. Hfc1

Hvítur bćtir stöđu sína í hverjum leik.

26. ...Bxg5 27. Hxc8+ Kg7 28. H8c7 Hb7 29. Bd5!

Og nú fćr svartur ekki varist liđstapi.

29. ... Db6 30. H1c6 Da7 31. Hxb7 Dxb7 32. Hc7 Db6 33. Hxd7 Dxd6 34. Hxd6

- og svartur gafst upp.

Stefán Kristjánsson sigrađi á Nóa Síríus-mótinu, hlaut 6 vinninga af sjö mögulegum, Björgvin Jónsson og Davíđ Kjartansson komu nćstir međ 5 ˝ vinning og í 4.-7. sćti urđu Bragi Ţorfinnsson, Karl Ţorsteins, Jón Viktor Gunnarsson og Magnús Örn Úlfarsson, allir međ 5 vinninga.

Jón Ţorvaldsson á allan heiđur af framkvćmdinni en honum tókst ađ lađa til keppni marga af bestu skákmönnum landsins sem tefldu eina umferđ á viku í Stúkunni á Kópavogsvelli en keppendur voru 70 talsins.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 2. mars 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 124
  • Frá upphafi: 8780628

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 100
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband