3.2.2014 | 15:02
Skákţing Reykjavíkur - lokapistill móts
Skákţingi Reykjavíkur lauk í gćr međ sigri alţjóđlega meistarans Jóns Viktors Gunnarssonar og Fide meistarans Einars Hjalta Jenssonar en ţeir hlutu 8 vinninga hvor. Jón Viktor varđ ofar á stigum og er ţví Skákmeistari Reykjavíkur í fimmta sinn og hafa ađeins Ţröstur Ţórhallsson og Ingi R.Jóhannsson heitinn unniđ titilinn oftar. Í lokaumferđinni sigrađi Jón Viktor Dag Ragnarsson og Einar Hjalti vann stórmeistara kvenna, Lenku Ptacnikovu.
Hinn fimmtán ára efnilegi Fjölnismađur, Oliver Aron Jóhannesson, hafnađi í 3. sćti međ 7 vinninga og sýnir enn og aftur hvađ í sig er spunniđ. Í nćstu sćtum međ 6,5 vinning komu Haraldur Baldursson, Mikael Jóhann Karlsson og Loftur Baldvinsson en Haraldur hlýtur verđlaun fyrir bestan árangur keppenda međ minna en 2000 Elo stig en miđađ er viđ íslensk skákstig í úthlutun stigaverđlauna.
Bestum árangri keppenda undir 1800 stigum náđi KR-ingurinn Atli Jóhann Leósson sem hlaut 5,5 vinning. Hinir ungu og efnilegu tvíburar úr T.R., Björn Hólm og Bárđur Örn Birkissynir, komu hnífjafnir í mark međ 5 vinninga en Björn var sjónarmun á undan bróđur sínum eftir stigaútreikning og hlýtur ţví verđlaun fyrir bestan árangur keppenda međ minna en 1600 stig. Haukamađurinn Brynjar Bjarkason varđ efstur keppenda undir 1200 stigum međ 4,5 vinning og í flokki stigalausra stóđ Ólafur Hlynur Guđmarsson úr Skáksambandi austurlands sig best međ 5 vinninga.
Skákţing Reykjavíkur var nú haldiđ í 83. sinn en ţađ hefur fariđ fram óslitiđ síđan 1932 ţegar Ásmundur Ásgeirsson varđ fyrsti Skákmeistari Reykjavíkur. Ţátttaka í mótinu var međ besta móti og nálgast óđfluga ţá miklu ađsókn sem var í lok níunda áratugar síđustu aldar og upphaf ţess tíunda. Er ţađ til marks um aukinn skákáhuga ţjóđarinnar, öflugt barna- og unglingastarf og vel heppnađa breytingu á fyrirkomulagi mótsins. Ađeins var teflt tvisvar í viku og ţá voru tvćr yfirsetur leyfđar sem útrýmdi nánast frestun viđureigna sem hefur veriđ nokkur ókostur í mótahaldi.
Skákţingiđ var vel mannađ og voru sex titilhafar skráđir ţegar flautađ var til leiks fyrir réttum mánuđi en ţađ voru ásamt Jóni Viktori, Einari Hjalta og Lenku, alţjóđlegi meistarinn Sćvar Bjarnason og Fide meistararnir Sigurbjörn Björnsson og Davíđ Kjartansson, Skákmeistari Reykjavíkur 2013. Sćvar ţurfti ţví miđur frá ađ hverfa snemma móts vegna veikinda en hann á hrós skiliđ fyrir mikla ástundun í íslensku mótahaldi.
Ţá voru mćttir til leiks margir af efnilegustu skákmönnum ţjóđarinnar og má ţar nefna fyrrgreinda Oliver og Dag ásamt Mikael Jóhanni Karlssyni, Jóni Trausta Harđarsyni ađ ógleymdum Vigni Vatnari Stefánssyni sem, ađ öllum öđrum ólöstuđum, hlýtur ađ vera efnilegasti skákmađur ţjóđarinnar um ţessar mundir sé litiđ til ungs aldur hans en hann er ađeins tíu ára gamall. Ţessir upprennandi meistarar myndu etja kappi viđ hóp reyndra kappa, s.s. Ţorvarđ Fannar Ólafsson og Júlíus L. Fiđjónsson, ásamt ţví ađ eiga viđ mikinn fjölda af enn yngri og efnilegum skákmönnum. Ţess má geta ađ yngsti keppandinn á Skákţinginu var Adam Omarsson en hann er ađeins sex ára gamall. Adam hefur ekki langt ađ sćkja skákhćfileikana ţví hann er sonur Lenku og Omars Salama.
Keppendalistinn var ţví góđur ţverskurđur af ţeirri skákflóru sem er til stađar í landinu ţessi dćgrin. Ađeins vantađi ađ fleiri fulltrúar kvenţjóđarinnar vćru međal ţátttakenda en Lenka, Sigurlaug R. Friđţjófsdóttir, Veronika Steinunn Magnúsdóttir og Nansý Davíđsdóttir héldu stoltar uppi merkjum hennar ađ ţessu sinni.
Ekki ţurfti mikla spámannsgáfu til ađ veđja á ađ baráttan myndi fyrst og fremst standa á milli Jóns Viktors og Einars Hjalta. Allir vita um ţann styrk sem býr í Jóni, sem hefur ţó ekki mikiđ teflt undanfarin ár, og Einar Hjalti hefur sýnt miklar framfarir síđan hann hóf aftur taflmennsku fyrir nokkrum misserum. Félagarnir tveir leiddu einnig saman hesta sína á síđastliđnu Haustmóti TR ţar sem Einar hafđi betur ţegar upp var stađiđ. Spurningin var hvort nćstu keppendur myndu ná ađ halda í viđ ţá tvo en ţar voru Sigurbjörn og Davíđ líklegastir.
Svo fór ađ Jón Viktor og Einar Hjalti báru höfuđ og herđar yfir ađra keppendur og snemma varđ ljóst ađ ţađ stefndi í einvígi ţeirra í milli en ţeir sömdu stutt jafntefli í innbyrđis viđureign um miđbik móts. Jón Viktor tefldi af miklu öryggi og ef frá er skiliđ óvćnt jafntefli viđ Harald í áttundu umferđ steig hann vart feilspor og sama má segja um Einar Hjalta sem sömuleiđis fór taplaus í gegnum mótiđ. Ađ loknum umferđunum níu höfđu ţeir báđir hlotiđ 8 vinninga en Jón Viktor hlaut ţremur stigum meira og telur ţar mikiđ sigur hans gegn Davíđ sem síđan gerđi jafntefli viđ Einar Hjalta í áttundu umferđ. Jón Viktor tryggđi sér ţar međ sinn fimmta Reykjavíkurmeistaratitil sem hann vann fyrst fyrir sextán árum og síđast áriđ 2005. Ţetta sýnir vel hversu lengi Jón Viktor hefur veriđ á međal sterkustu skákmanna ţjóđarinnar og hann er sannarlega vel ađ titilinum kominn.
Sú niđurröđun keppenda sem fylgdi á eftir hlýtur ađ vera međ óvćntasta móti um nokkurt skeiđ. Ţeir sem komu nćstir í stigaröđinni náđu sér ekki almennilega á strik og ţá var Sigurbjörn sérlega ólánsamur og virtist ekki ná sér aftur á flug eftir ađ hafa falliđ á tíma gegn Ţorvarđi í fjórđu umferđ. Ţetta gaf ţeim keppendum sem á eftir fylgdu byr undir báđa vćngi og Oliver Aron Jóhannesson kom eins og hrađlest eftir tap gegn Jóni Viktori í ţriđju umferđ og tapađi ekki skák eftir ţađ. Hann kórónađi svo frammistöđuna međ mjög góđum sigri á Davíđ í lokaumferđinni og sat ţar međ einn í ţriđja sćtinu međ 7 vinninga. Sannarlega glćsilegt hjá Oliver sem á framtíđina fyrir sér.
Sem fyrr segir komu síđan Haraldur, Mikael og Loftur međ 6,5 vinning en Loftur vakti athygli fyrir góđa frammistöđu á Íslandsmótinu sem fram fór í sumar. Af ţessum sex efstu skákmönnum hćkka Einar Hjalti og Loftur mest á stigum eđa um 26 og 24 stig. Einar Hjalti heldur ţví áfram ađ rjúka upp stigalistann en hann bćtti viđ sig öđru eins á Haustmótinu og nálgast hratt 2400 stiga-múrinn.
Ţađ er til marks um yfirburđi Jóns Viktors og Einars Hjalta ađ árangur ţeirra samsvarar meira en 2400 Elo stigum en árangur nćstu manna er um 250-300 stigum lćgri. Harla óvenjulegt og ljóst ađ margir ţeirra koma sterkari til leiks í nćsta mót.
Eins og svo oft hćkka margir af yngri keppendunum nokkuđ á stigum en nokkrar af gömlu" kempunum fóru illa út úr viđureignum sínum viđ ţá. Ţađ er fátt mikilvćgara fyrir unga og upprennandi skákmenn en ađ fá ađ spreyta sig gegn sterkari og reyndari mönnum. Ţađ er mikiđ af jöxlum sem ávallt eru tilbúnir ađ mćta í mót og leggja stigin sín undir" gegn ţeim óreyndari og fyrir ţađ eiga ţeir heiđur skilinn.
Ţađ er viđ hćfi ađ Jón Trausti hćkki nćstmest allra á stigum enda veriđ í mikilli framför ađ undanförnu. Ţá virđist Örn Leó vera ađ eiga sterka endurkomu ađ skákborđinu eftir nokkurt hlé og hinir ungu TR-ingar Bárđur Örn, Mykhaylo Kravchuk og Vignir Vatnar náđu sér einnig í ágćtis stigagróđa. Stigakóngur mótsins ađ ţessu sinni er ţó Spánverjinn Siurans Estanislau Plantada sem pistlahöfundur kann ţví miđur ekki frekari deili á. Samkvćmt heimasíđu Fide komst hann inn á stigalistann 2010 en á engar skráđar skákir síđan ţá. Ţví er hann međ mjög háan svokallađan K-stuđul, eins og ađrir sem fáar skákir hafa teflt, og ţví breytast stig hans hrađar en annarra til ađ byrja međ.
Teflt var í Skákhöll Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12 og var skákstjórn í öruggum höndum Ólafs S. Ásgrímssonar og Ríkharđs Sveinssonar. Birna Halldórsdóttir reiddi fram glćsilegar veitingar međfram mótahaldi og ţá fór formađur félagsins, Björn Jónsson, hamförum međ myndavélina og tók á ţriđja hundrađ myndir eins og honum einum er lagiđ. Síđast en ekki síst ber ađ nefna Kjartans ţátt Maack en hann tryggđi hratt og öruggt ađgengi ađ skákum hverrar umferđar sem birtust á vefnum samdćgurs eđa snemma nćsta morgun. Kjartan lét ţátttöku í mótinu ekki ţvćlast fyrir sér í innslćttinum en gera má ráđ fyrir ađ innsláttur hverrar umferđar taki u.ţ.b. ţrjár klukkustundir og ađ viđbćttri 3-4 klukkustunda taflmennsku í hverri umferđ er ţetta sannarlega gott framtak hjá Kjartani.
Taflfélag Reykjavíkur vill koma á framfćri sérstökum ţökkum til allra ţeirra ríflega 70 skákmanna og skákkvenna sem ţátt tóku í mótinu og vonast svo sannarlega til ađ sjá ţau öll aftur ađ ári ţegar stefnan verđur sett á enn stćrra Skákţing.
Verđlaunahafar
Skákmeistari Reykjavíkur 2014: Jón Viktor Gunnarsson
1.-2. sćti: Jón Viktor Gunnarsson, Einar Hjalti Jensson 8 vinningar
3. sćti: Oliver Aron Jóhannesson 7 vinningar
Bestur undir 2000: Haraldur Baldursson (1959) 6,5 vinningur
Bestur undir 1800: Atli Jóhann Leósson (1753) 5,5 vinningur
Bestur undir 1600: Björn Hólm Birkisson (1450) 5 vinningar
Bestur undir 1200: Brynjar Bjarkason (1157) 4,5 vinningur
Bestur stigalausra: Ólafur Hlynur Guđmarsson 5 vinningar
Mestu stigahćkkanir
Siurans Estanislau Plantada 54 stig, Jón Trausti Harđarson 33, Einar Hjalti Jensson 26, Loftur Baldvinsson 24, Örn Leó Jóhannsson 20, Bárđur Örn Birkisson 19, Ólafur Gísli Jónsson 18, Mykhaylo Kravchuk 17, Vignir Vatnar Stefánsson 15.
Tekiđ af heimasíđu TR.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 1
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 126
- Frá upphafi: 8778705
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 80
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.