Nýbakađur heimsmeistari, Magnús Carlsen, er aftur sestur ađ tafli eftir ađ hafa bađađ sig í sviđsljósinu um stund sem eđlilegt hlýtur ađ teljast; hann sparkađi af stađ leik hjá uppáhaldsliđi í spćnsku deildinni, Real Madrid, heimsótti höfuđstöđvar Google í Kísildalnum og tefldi fjöltefli viđ toppana ţar, var heiđrađur í bak og fyrir í Noregi og sitthvađ fleira hefur veriđ á dagskrá hjá norsku ţjóđhetjunni.
En nú er hann aftur sestur ađ tafli í Zürich í Sviss, borg sem státar af ýmsum frćgum mótum, t.d. hinu ofmetna áskorendamóti sem fram fór áriđ 1953. Kostnađarmađur er rússneskur auđkýfingur, Oleg Skvortsov. Keppendur auk Magnúsar eru Lev Aronjan, sem sigrađi međ yfirburđum á Wijk aan Zee mótinu á dögunum, Anand fyrrverandi heimsmeistari, Nakamura, Caruana og Gelfand. Međalstigatala keppenda er 2801 elo og í stigum telst ţetta sterkasta skákmót allra tíma.
Á miđvikudaginn var töfluröđin ákveđin međ hrađskákmóti, ađferđ sem fyrst var notuđ á Reykjavik rapid 2004 og hefur notiđ vaxandi vinsćlda síđustu misserin. Skákmennirnir munu tefla eina umferđ kappskáka og síđan ađra umferđ atskák. Í hrađskákinni á fimmtudaginn varđ Magnús efstur ásamt Aronjan; ţeir hlutu 3 vinninga af 5 mögulegum.
Í 1. umferđ kappskákanna á fimmtudaginn vann Magnús öruggan sigur yfir Gelfand og Aronjan vann Anand.
Mörgum lék forvitni á ađ vita hvernig Magnús reiddi af í viđureignum sínum viđ gamla heimsmeistarann Anand. Ekki verđur betur séđ en ađ Norđmađurinn hafi áfram sterkt tak á Indverjanum. Hrađskákirnar hafa ţann kost ađ skemmtileg afbrigđi sjá oftar dagsins ljós m.a. vegna ţess ađ mönnum gefst ekki kostur á ţví ađ rýna djúpt í stöđurnar. Taflmennska Magnúsar minnti á laufléttan stíl Paul Murphy sem hefđi ţó áreiđalega ekki sleppt ţví ađ leika riddaranum strax til e8.
Magnús Carlsen - Wisvanathan Anand
Vćngtafl
1. Rf3 d5 2. b3 c5 3. e4!?
Magnús velur létt og leikandi afbrigđi. Vitaskuld getur Anand hafnađ áskoruninni og reynt ađ loka taflinu međ 3. ... d4 en hann vill sjá hvađ hvítur hefur fram ađ fćra peđi undir.
3. ... dxe4 4. Rg5 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bc4 e6 7. Bb2 Be7 8. O-O O-O 9. Rcxe4 Rxe4 10. Rxe4 e5 11. f4 exf4 12. Dh5 Rd4 13. Hxf4 g6 14. De5!
Magnađur reitur fyrir drottninguna. Ţađan verđur hún ekki hrakin í burtu og ţessi stađa er unnin á hvítt!
14. ... b6 15. Haf1 Bf5 16. g4 Be6 17. Bxe6 fxe6 18. Hxf8 Bxf8 19. Rf6 Kh8
20. c3
Frá fagurfrćđilegum sjónarhól séđ var 20. Re8+ fallegri leikur; svartur er óverjandi mát: 20. ... Kg8 21. Dh8+! Kxh8 22. Hxf8 mát.
20. ... Rc6
21. Re8+!
- og Anand gafst upp ţar sem mátiđ blasir viđ.
Barátta Jóns Viktors og Einars Hjalta á Skákţingi Reykjavíkur
Fyrir lokaumferđ Skákţings Reykjavíkur sem fram fer í dag stendur baráttan um efsta sćtiđ milli Jóns Viktors Gunnarssonar og Einars Hjalta Jenssonar. Ţeir eru međ 7 vinninga af átta mögulegum. Í 3. - 7. sćti koma svo Davíđ Kjartansson, Ţorvarđur Ólafsson, Lenka Ptacnikova, Jón Trausti Harđarson og Oliver Aron Jóhannesson, öll međ međ 6 vinninga. Af ţessum hefur hinn ungi Jón Trausti Harđarson komiđ mest a óvart međ stigahćkkun uppá 34 stig.Helgi Ólafsson helol@simnet.is
----------------------------------------------
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 2. febrúar 2014
Meginflokkur: Spil og leikir | Aukaflokkur: Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt 3.2.2014 kl. 09:24 | Facebook
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 7
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 121
- Frá upphafi: 8778778
Annađ
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 89
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.