Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Jan Timman aftur til Wijk aan Zee

Jan Timman í Wijk aan ZeeJan Timman og Max Euwe eru ţeir stórmeistarar Hollendinga sem lengst hafa náđ. Euwe varđ heimsmeistari áriđ 1935 og eftir ţví sem árin liđu dró hann úr ţátttöku á skákmótum og varđ ađ lokum forseti FIDE á miklu umbrotatímabili frá 1970-´78. Um svipađ leyti tók Timman viđ kyndlinum sem fremsti skákmađur Hollendinga. Hann er nú 62 ára gamall og hin síđari ár hefur hann stundum skort úthald á sterkum mótum og hvergi hefur ţađ komiđ betur fram en í hinni hörđu keppni A-flokks Wijk aan Zee-mótanna. Fyrir tveim árum var Timman ákaft fagnađ í Wijk ţegar hann tók sćti í B-stórmeistaraflokki og í ár lét hann sig hafa ţađ ađ tefla ţar aftur. Eftir ţrjár umferđir var hann međ einn vinning en ţá var eins og birti til og hann vann hverja skákina á fćtur annarri međ stórskemmtilegri taflmennsku. Ţegar ţetta er ritađ er hann í 3. sćti međ 7 vinninga af 10 mögulegum, ađeins ˝ vinningi á eftir efstu mönnum. Ţetta ţykja ekki minni tíđindi í Hollandi en úrslitin í A-flokki ţar sem flest hefur fariđ eftir bókinni og Levon Aronjan er efstur. Reynslumiklir skákmenn hafa ţađ oft fram yfir ţá yngri ađ getiđ gripiđ til gamalla og „gleymdra" leikja eins og í eftirfarandi skák sem tefld var í 10. umferđ:

Etienne Goudriann - Jan Timman

Nimzoindversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 O-O 5. Bd3 d5 6. Rf3 c5 7. O-O b6

Leikur sem sést sjaldan nú orđiđ en var í vopnabúri Keres, Spasskí og Friđriks Ólafssonar.

8. cxd5 exd5 9. Re5 He8

Góđ er einnig sú leiđ sem Friđrik valdi ađ leika 9. ... Bxc3 10. bxc3 Ba6 sbr. skák hans viđ Matera á Reykjavíkurskákmótinu 1976.

10. Re2 c4 11. Bc2 Bd6 12. b3 Dc7 13. Bb2 b5 14. Hc1 Rbd7 15. f4 Rb6

Svartur leitar fćra á drottningarvćngnum. Ţađ kemur aldrei til álita ađ taka á e5.

16. De1 a5 17. Dh4 Be7 18. f5 b4 19. Hf3 c3 20. Hg3 Re4!

20. .. cxb2 leiđir til jafnteflis eftir 21. hxg7+ Kxg7 22, Dg5+ Kf8 23. Dh6+ o.s.frv. Timman vill meira.

21. Dh5

Hótar máti í tveim leikjum, 22. Dxf7+ og 23. Dxg7. Svartur getur variđ f7-peđi međ ýmsum hćtti, 21. ... Bf6 lítur vel út en ţá kemur 22. Bxe4 dxe4 23. Rg4! og hvítur vinnur. Annar möguleiki er 21. ... Rd6 22. Hxg7+! Kxg7 23. f6+! Bxf6 24. Dxh7+ Kf8 25. Rg6+! fxg6 26. Dxc7 međ vinningsstöđu. Timman hittir á besta leikinn.

21. ... Bh4! 22. Bxe4 Bxg3 23. f6 h6! 24. Rxg3 Hxe5!

Aftur besti leikurinn en 24. ... dxe4 kom einnig til greina.

25. dxe5 dxe4 26. Hf1 cxb2 27. fxg7 Kxg7!

Hótunin var 28. Dxh6. Ţetta er besti varnarleikurinn.

28. Dh4 Rd5 29. Rh5 Kf8 30. Rf6 Rxf6 31. exf6 Ha6 32. Dxe4

Lítt stođar 32. Dxh6+ Ke8 og kóngurinn sleppur.

32. ...Be6 33. Hd1 Ke8 34. Db1 De5 35. Dh7 Hd6 36. Hxd6 Dxe3+ 37. Kf1 Df4+

- og hvítur gafst upp.

Jón Viktor og Einar Hjalti efstir á Skákţingi Reykjavíkur

Ţegar ţrjár umferđir eru eftir af Skákţingi Reykjavíkur eru sigurstranglegustu keppendurnir ţeir Jón Viktor Gunnarsson og Einar Hjalti Jensson í efsta sćti međ 5 ˝ vinning af sex mögulegum. Allt getur gerst á lokasprettinum ţví ţrír ungir skákmenn sćkja hart ađ ţeim. Dagur Ragnarsson, Örn Leó Jóhannsson og Ţorvarđur Ólafsson eru í 3. - 5. sćti međ 5 vinninga. Í 6. - 8. sćti koma svo Davíđ Kjartansson, Loftur Baldvinsson og Júlíus Friđjónsson međ 4 ˝ v.

 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 26. janúar 2014.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 142
  • Frá upphafi: 8778676

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 80
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband