Leita í fréttum mbl.is

Velferðarsjóður barna verðlaunar Helga Árnason - Skák er allra meina bót!

 

Velferdarsjodur 2013 (1)
Helgi Árnason, skólastjóri Rimaskóla, hlýtur Barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs barna árið 2013 fyrir ötult starf í þágu skáklistar sem hluta af skólastarfi. Verðlaununum fylgja ein milljón króna og skulu 500.000 renna til skákstarfsemi í Rimaskóla og 500.000 til Skákskóla Íslands/Skáksambands Íslands. Alls hefur verið úthlutað 36 milljónum úr Velferðarsjóði barna á árinu 2013 en heildarúthlutun frá stofnun sjóðsins nemur um 750 milljónum króna.

 

 

Velferdarsjodur 2013 (2)

 

Þetta er í 9. sinn sem Barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs barna eru veitt og afhendi Kári Stefánsson verðlaunin í Iðnó í dag ásamt Jóhanni Hjartarsyni. Helgi Árnason hlait verðlaunin að þessu sinni fyrir ötult starf hans í þágu skáklistar meðal barna og þróun greinarinnar sem hluta af skólastarfi. Gildi skáklistarinnar er óumdeilt í skólastarfi og hefur Rimaskóli tekið þátt í öllum Reykjavíkur og Íslandsmótum frá stofnun skólans og unnið til fjölda verðlauna. M.a. hefur Rimaskóli 6 sinnum orðið Norðurlandameistari og 12 sinnum á árunum 2003-13 tekið þátt í Norðurlandamótum og náð þar einstökum árangri sem enginn annar grunnskóli á Norðurlöndum hefur náð.

 

2013 12 09 11.50.27

 

Í ræðu sinni þegar Helgi tók við verðlaununum sagði hann:

Af gefnu tilefni og í kjölfar á mikilli skólaumræðu um frammistöðu nemenda í  PISA könnunum og faglegt starf í skólum og lélegt læsi drengja vil ég segja: Skák er allra meina bót. Skákin rúmar svo vel grunnþætti náms eins og rökhugsun, læsi og að mínu mati flesta fleti nýrrar aðalnámskrár. Viðurkenning Velferðarsjóðs barna í dag  færir okkur sem mælum skákinni bót vonandi skrefi nær þeim markmiðum okkar að skák verði gerð að skyldunámsgrein í 1. bekk grunnskóla. Skýrsla nefndar sem falið var að kanna kosti skákkennslu í grunnskólum á Íslandi ber heitið "Skák eflir skóla". Á þessari hátíðarstundu vil ég gera þau að mínum orðum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.7.): 16
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 140
  • Frá upphafi: 8779000

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 112
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband