Leita í fréttum mbl.is

Jólaskákćfing T.R. 2013

Jolaćfing  38Laugardaginn 7. desember var haldin síđasta skákćfingin á árinu 2013, sem jafnframt var hin eina og sanna Jólaskákćfing TR. Jólaskákćfingin hvert ár er alltaf skemmtilegur viđburđur fyrir krakkana í TR, ţví ţá er bćđi hátíđleiki og leikur í gangi. Ţetta er uppskeruhátíđ haustannarinnar og krakkarnir fá viđurkenningu fyrir ástundun og árangur. Síđan er brugđiđ á leik í fjölskylduskákmóti, tónlistarflutningur á sinn sess, jólahressingin er gómsćt og svo má ekki gleyma happdrćttinu!

Ekki er úr vegi ađ minnast ađeins á hvernig barna-og unglingaskákstarfiđ hefur fariđ fram á ţessari önn, áđur en jólaskákćfingunni er gerđ góđ skil.

Skákćfingarnar í TR hafa veriđ vel sóttar í vetur. Ţrír flokkar hafa veriđ í Jolaćfing  16gangi og hafa Dađi Ómarsson og Torfi Leósson séđ um ţjálfun afrekshópsins á ţriđjudögum og laugardögum.

Laugardagsćfingarnar fyrir 12 ára og yngri hafa veriđ í höndum Kjartans Maack og Torfa Leóssonar. Núverandi formađur TR Björn Jónsson hefur af miklum dug gefiđ út hvert skákheftiđ á fćtur öđru sem hefur veriđ notađ til ţjálfunar á félagsćfingum TR á laugardögum. En einnig hafa afrekshópurinn og stelpuhópurinn unniđ međ skákheftin góđu.

Skákćfingar stúlkna/kvenna hafa dafnađ vel í vetur og ţátttaka aukist ađ miklum mun frá ţví í fyrra. Sigurlaug Regína Friđţjófsdóttur sér um ţessar ćfingar og er kominn góđur kjarni duglegra stelpna sem sýna skákinni mikinn áhuga.

Bćđi Björn og Sigurlaug eru svo umsjónarmenn á laugardagsćfingunum fyrir 12 ára og yngri auk skákţjálfaranna, enda eru flestar ćfingarnar međ um 30-40 ţátttakendur! Ef tekiđ er tillit til heildarfjölda skákkrakka sem stunda skákćfingar á laugardögum í ţremur skákhópum, ţá eru ţátttakendur yfirleitt vel yfir 50!

Jolaćfing  46Jólaskákćfingin í dag var sameiginleg fyrir alla ţrjá flokkana og var mjög góđ ţátttaka úr öllum hópum: afrekshópnum, laugardagsćfingahópnum og stelpuskákhópnum. Skemmtilegt var einnig hve margir fullorđnir fjölskyldumeđlimir tóku ţátt í Fjölskylduskákmótinu! Ţarna voru bćđi mömmur, pabbar, afar og frćndur. Viđ bíđum spennt eftir ađ fá ömmurnar og frćnkurnar međ á nćstu árum! Jólasveinahúfur settu skemmtilegan svip á ćfinguna. Alls voru ţátttakendur 62, bćđi börn og fullorđnir!

Fyrst á dagskrá á Jólaskákćfingunni voru tvö Jolaćfing  45tónlistaratriđi. Fyrst var ţađ hin 7 ára gamla Vigdís Tinna Hákonardóttir úr stúlknahópnum sem spilađi eitt lag á blokkflautu. Hún var nýkomin af tónleikum og fór létt međ ađ spila lagiđ aftur fyrir fullan skáksal í TR! Nćst spilađi Mykhaylo Kravchuk, 10 ára gamall úr afrekshópnum, eitt lag eftir Beethoven á hljómborđ. Hann var einnig nýkominn af tónleikum og gerđi sér lítiđ fyrir og spilađi hugljúfa lagiđ Für Elise utan bókar fyrir alla ţátttakendur í Fjölskylduskákmótinu. Bćđi Vigdís Tinna og Mykhaylo hlutu mikiđ lófaklapp í lokin! Eftir tónlistaratriđin voru allir komnir í hugarró og gátu nýtt sér hana í taflmennskunni.

Fjölskylduskákmótiđ tók svo viđ, en ţađ er tveggja manna liđakeppni. Krökkunum hafđi veriđ bođiđ upp á ađ taka einhvern fjölskyldumeđlim međ sér á jólaskákćfinguna og mynda liđ. Flest allir komu međ einhvern úr fjölskyldunni međ sér. Ţeir sem höfđu ekki einhvern úr fjölskyldunni međ sér fengu einhvern annan "stakan" til ađ mynda liđ međ - ekkert mál!

Hvorki meira né minna en 31 liđ tóku ţátt, samtals 62 ţátttakendur og liđanöfnin voru mjög svo frumleg og skemmtileg! Svo virtist sem nýir ţjóđlegir "skákjólasveinar" hefđu litiđ dagsins ljós, eđa hver gćti trúađ öđru ţegar "Peđasníkir og Mátţefur" voru skráđir í mótiđ. Ekki síđur var skáktengingin flott í liđinu sem bar nafniđ "Stúfur og leppunarlúđinn"!

Jolaćfing  17Tefldar voru 5 umferđir međ 5 mín. umhugsunartíma. Fóru leikar svo ađ í fyrsta sćti međ 9 vinninga af 10 mögulegum urđu félagarnir úr afrekshópi TR, ţeir 10 ára gömlu Mykhaylo Kravchuk og Vignir Vatnar Stefánsson. Ţeir voru algjörir hákarlar í ţessu móti, enda tefldu ţeir undir nafninu Shark. Í 2. sćti međ 8 vinninga urđu Stjörnurnar, en ţar tefldu saman mćđginin Lenka Ptacnikova stórmeistari kvenna í skák og 6 ára gamall sonur hennar, Adam Omarsson. Í 3.-5. sćti urđu svo liđin Eldkóngarnir, GB og Rokkuđu hrókarnir! Ţessi fimm liđ fengu Hátíđarpoka Freyju í verđlaun. En úrslit urđu annars sem hér segir (ekki er fullt nafn hjá öllum ţátttakendum og sums stađar vantar nöfnin):

  • 1.     Shark (Mykhaylo Kravchuk og Vignir Vatnar Stefánsson) 9 v.
  • 2.     Stjörnurnar (Adam Omarsson og Lenka Ptacnikova) 8 v.
  • 3.     Eldkóngarnir (Sćvar Halldórsson og Árni Böđvarsson) 7 v.
  • 4.     GB (Guđmundur Agnar Bragason og Bragi Ţór Thoroddsen) 7 v.
  • 5.     Rokkuđu hrókarnir (Róbert Luu og frćndi hans) 7 v.
  • 6.     Tveir í skák (Kári Christian Bjarkarson og Stefán Steingrímur Bergsson) 6,5 v.
  • 7.     Jólahrókarnir (Kristján Dagur Jónsson og Sagitha Rosanty) 6 v.
  • 8.     Skák og Mát (Bárđur Örn Birkisson og Björn Hólm Birkisson) 6 v.
  • 9.     Stúfur og Leppunarlúđinn (Alexander Björnsson og Björn Jónsson) 6 v.
  • 10.Riddararnir (Freyr Grímsson og Jónas afi) 6 v.
  • 11.Herramennirnir (Smári Arnarson og Torfi Geir Jónsson) 6 v.
  • 12.Fótboltapeđin (Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og Kristján Halldórsson) 6 v.
  • 13.Jólasnjór (vantar nöfn) 5,5 v.
  • 14.Peđasníkir & Mátţefur (Stefán Gunnar Maack og Kjartan Maack) 5,5 v.
  • 15.Riddari á kanti líkist fú... (vantar nöfn) 5,5 v.
  • 16.Kóngurinn fćrđur (Hilmar Kiernan og Ţorsteinn Freygarđsson) 5 v.
  • 17.HÁ og EMM (Hubert Jakubek og Mateusz Jakubek) 5 v.
  • 18.Kastalinn (Iđunn Helgadóttir og Helgi) 5 v.
  • 19.PALS (Guđni Viđar Friđriksson og Jónatan) 5 v.
  • 20.Hvítu riddararnir (Stefán Geir og pabbi hans) 4,5 v.
  • 21.Skytturnar ţrjár (Alexander Már Bjarnţórsson, Gabríel Sćr Bjarnţórsson og Bjarnţór Bjarnason, afi) 4,5 v.
  • 22. Hreindýrin (vantar nöfn) 4,5 v.
  • 23. Kóngarnir (vantar nöfn) 4,5 v.
  • 24.Drottningarnar (Sana Salah og vantar nafn) 4,5 v.
  • 25.The two Muskateers (Flosi Thomas Lyons og vantar nafn) 3,5 v. 
  • 26.Klúbbur mörgćsanna (vantar nöfn) 3,5 v.
  • 27.Jólastelpur (Vigdís Tinna Hákonardóttir, Sólveig Freyja Hákonardóttir og Ţóra Bjarnadóttir, mamma) 3 v.
  • 28.Mandarínurnar (Mir Salah og vantar nafn) 3 v.
  • 29. Stúfur (Rakel Róbertsdóttir og Torfi Ţór Róbertsson) 3 v. 
  • 30.K og M (Karitas Ólöf Ísfeld Hafsteinsdóttir og Marsibil Ţóra Ísfeld Hafsteinsdóttir ) 3 v.
  • 31.Jólasveinarnir (Guđjón Ármann Jónsson og afi) 1 v.

Ađ ţessari skemmtilegu liđakeppni lokinni fór fram verđlaunaafhending. Fyrst voru veitt verđlaun Jolaćfing  18(medalíur) fyrir mćtingu og árangur á laugardagsćfingunum á ţessari önn. Eftir 11 laugardagsćfingar (10 skákćfingar + skákmótiđ Ćskan og Ellin sem einnig gaf 1 mćtingarstig) voru verđlaunahafar sem hér segir:

Verđlaun fyrir Ástundun eru veitt í ţremur aldurshópum og einum stelpuhóp:

Aldursflokkur 6-7 ára, fćdd 2006-2007, (1.-2. bekk)

  • 1.     Alexander Björnsson, Freyr Grímsson, Adam Omarsson 11/11
  • 2.     Kristján Sindri Kristjánsson, Úlfar Bragason 9/11
  • 3.     Gabríel Sćr Bjarnţórsson  7/11

Aldursflokkur 8-9 ára, fćdd 2004-2005, (3.-4. bekk)

  • 1.     Gunnar Andri Arnbjörnsson, Hubert Jakubek, Róbert Luu 10/11
  • 2.     Björn Magnússon 9/11
  • 3.     Kári Christian Bjarkarson, Mir Salah 8/11

Aldursflokkur 10-12 ára, fćdd 2001-2003, (5.-7. bekk)

 

  •      1. Davíđ Dimitry Indriđason, 11 /11
  •      2. Ólafur Örn Olafsson 10/11
  •      3. Guđmundur Agnar Bragason 9/11

Skákćfingar stúlkna.

  • 1. Vigdís Tinna Hákonardóttir 11 mćtingarstig.
  • 2. Marsibil Ţóra Ísfeld Hafsteinsdóttir, Sólveig Freyja Hákonardóttir, Vigdís Lilja Kristjánsdóttir 10 mćtingarstig
  • 3. Freyja Birkisdóttir, Karitas Ólöf Ísfeld Hafsteinsdóttir 9   mćtingarstig

Ţrenn verđlaun eru  veitt fyrir samanlögđ stig fyrir Ástundun og Árangur:

  • 1. Guđmundur Agnar Bragason 31 stig
  • 2. Ólafur Örn Olafsson 30 stig
  • 3. Róbert Luu 29 stig

Jolaćfing  12Og áfram héldu viđurkenningarnar. Björn Jónsson, formađur TR hafđi útbúiđ falleg viđurkenningarskjöl fyrir ţau sem höfđu tekiđ ţátt í félagsćfingum TR á laugardögum svo og stelpuskákćfingunum. Viđurkenningarskjölin voru veitt ţeim sem voru međ yfir 50% mćtingu á skákćfingarnar. Ţetta voru 23 krakkar af félagsćfingunum og 8 af stelpuskákćfingunum. Ekki voru allir viđstaddir sem áttu ađ fá medalíu eđa viđurkenningarskjal, en ţetta verđur allt geymt vel ţar til viđ hittumst nćst.

Ţví nćst fór fram verđlaunaafhendingin fyrir Fjölskylduskákmótiđ og ađ lokum var happdrćtti, dregiđ úr skráningarnúmerum liđanna. Í happdrćtti voru ţrír Freyju Hátíđarpokar og fimm bćkur úr bókalager TR. Ađ ţessu sinni var ţađ bókin Hvernig ég varđ heimsmeistari eftir Mikael Tal. Ţađ voru ţví heilmargir sem fóru međ happafeng heim eftir jólaskákćfinguna í dag!

Ţá var bara jólahressingin eftir, sem var skemmtilegur lokapunktur á jólaskákćfingunni. Malt og appelsín, lagterta, piparkökur og ýmsar smákökur, allt átti ţetta vel viđ á vel heppnađri jólaćfingu.

Nokkrir foreldrar tóku til hendinni í jólahressingunni og hafi ţau ţökk fyrir ţađ!

Skákstjórar voru Björn Jónsson og Sigurlaug Regína Friđţjófsdóttir. Bćđi tóku ţau heilmargar myndir af skemmtilegri Jólaskákćfingu.

Veriđ velkomin á 1. laugardagsćfingu á nýju ári 11. janúar 2013

kl. 14-16. Húsiđ opnar kl. 13.45.

Skákćfing stelpna/kvenna kl. 12.30. Húsiđ opnar kl. 12.15.

_____________________________________

Skákţjálfarar eru Torfi Leósson, Kjartan Maack. Umsjón međ skákćfingunum hafa Björn Jónsson og Sigurlaug Regína Friđţjófsdóttir.


Veffang: http://www.taflfelag.is/


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.7.): 16
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 111
  • Frá upphafi: 8778834

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband