Leita í fréttum mbl.is

Jólaskákmót TR og Skóla- og frístundasviđs Reykjavíkur 2013 - Rimaskóli vann ţrjá af fjórum flokkum

JólamótTR SFS2013 2des 61 Rimaskoli 1st Eldri2Í gćr lauk keppni á mjög vel heppnuđu Jólaskákmóti Taflfélags Reykjavíkur og Skóla og frístundasviđs Reykjavíkurborgar.  Keppnisrétt á mótinu hafa allir grunnskólar Reykjavíkur og gátu ţeir sent 4. manna sveitir til keppni.  Ţetta var í 31. sinn sem mótiđ fer fram en samkvćmt venju var keppt í tveimur aldursflokkum, 1.-7. og 8.-10. bekk.  Skólar gátu skráđ bćđi blönduđ liđ stráka og stúlkna, en einnig var hćgt ađ senda liđ eingöngu skipuđ stúlkum til keppni.  Alls tóku 44 sveitir ţátt ađ ţessu sinni sem er nýtt met og ber ţví gróskumiklu skákstarfi sem fram fer í skólum borgarinnar og úti í taflfélögunum fagurt vitni.  Fjórar stúlknasveitir mćttu nú til leiks sem verđur ađ teljast afar jákvćtt, en í fyrra tók einungis ein stúlknasveit ţátt.  Keppnin fór líkt og undanfarin ár fram  í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12 og sem fyrr var hinn órjúfanlegi hluti ţessa móts, Birnukaffi opiđ.  Enda veitir ekki af ađ geta gengiđ í kökur, vöfflur og annađ góđgćti til hlađa batteríin á Jólamótinu!

Yngri flokkur sunnudaginn 1. desember

Keppni hófst á sunnudaginn í yngri flokki og alls voru ţar 36 sveitir skráđar til leiks frá yfir 20 skólumJólamótTR SFS2013 2des 38 Rimaskoli 1st urslit yngri borgarinnar.  Í ár var fyrirkomulagi keppninnar í yngri flokki breytt töluvert til ađ auđvelda utanumhald og tryggja ađ hún tćki ekki of langan tíma fyrir börnin.  Skólunum var skipt í tvo riđla, norđur og suđur og hófst keppni í fyrri riđlinum um morguninn kl. 10.30.  Ađ honum loknum hófst svo keppni í seinni riđlinum kl. 14.00.  Tvö efstu liđ úr hvorum riđli mćttust svo í úrslitum á mánudeginum samhliđa keppni í eldri flokki.   Öll úrslit og pörun voru nú tölvuvćdd sem gerđi ţađ ađ verkum ađ nánast engin biđ var milli umferđa og keppnin gékk hratt og örugglega fyrir sig.  Mikil almenn ánćgja var međ ţetta nýja fyrirkomulag, bćđi međal skólastjórnenda sem og skákforeldra.

jól Ölduselsskoli riđill suđur 1sćtiÍ fyrri riđlinum um morguninn kepptu 14 sveitir.   Í mörgum sveitum voru krakkar ađ keppa á sínu fyrsta skákmóti en öll stóđu ţau sig međ prýđi og međ flestar reglur á hreinu!  Fjölmargir foreldrar fylgdu börnum sínum og skemmtu sér konunglega viđ ađ fylgjast međ spennandi skákum ungviđsins.   Í keppninni tók  A sveit Ölduselsskóla fljótlega forystu og sýndi svo mikla yfirburđi međ ţví ađ vinna allar skákir sínar, 24 ađ tölu!  Sveitin var skipuđ mjög ungum strákum sem sannarlega eiga framtíđina fyrir sér viđ skákborđiđ.  Í öđru sćti hafnađi nokkuđ óvćnt B sveit Fossvogsskóla eftir harđa baráttu viđ Melaskóla og A sveit Fossvogsskóla.  Sveitin var líkt og A sveit Ölduselsskóla skipuđ ungum strákum og eflaust hefur ţeim ekki leiđst ţađ mikiđ ađ verđa fyrir ofan A sveitina sína!  Melaskóli hafnađi svo á endanum í ţriđja sćti hálfum vinning fyrir ofan A sveit Fossvogsskóla. Ölduselsskóli mćtti međ flestar sveitir í ţennan riđil, eđa alls ţrjár.

Ţrjár efstu sveitirnar fengu verđlaunapeninga og skákhefti úr smiđju formanns Taflfélags Reykjavíkur, Björns Jónssonar.  Ţá unnu tvćr efstu sveitirnar sér ţátttökurétt í úrslitum daginn eftir.  En ţađ fór enginn tómhentur heim.  Allir skólarnir  fengu viđurkenningarskjal fyrir ţátttökuna og liđsmenn sveita ţeirra fengu svo skákhefti ađ gjöf.

Lokastađan í suđur riđli varđ ţessi:

  1   Ölduselsskóli A                  24     
  2   Fossvogsskóli B                  15.5    
  3   Melaskóli                        14.5   
  4   Fossvogsskóli A                  14     
  5   Ölduselsskóli B                  13     
  6   Breiđagerđisskóli                12      
  7   Árbćjarskóli A                   11.5   
  8   Hlíđaskóli                       11      
9-10  Grandaskóli                      10.5   
      Breiđholtsskóli B                10.5  
11-12 Klébergsskóli                    8.5    
      Breiđholtsskóli A                8.5    
 13   Árbćjarskóli B                   7.5    
 14   Ölduselsskóli C                  6      

JólamótTR SFS2013 2des 58 Breiđholtsskoli 1st eldri stulkurŢađ voru svo 22 sveitir sem mćttu til leiks seinnipartinn og ţar af tvćr öflugar stúlknasveitir.  Eins og í hinum riđlinum ţá var ein sveit sem skar sig fljótlega frá hinum og sigrađi riđilinn af öryggi međ 21 vinning af 24.  Ţađ var A sveit Rimaskóla og kom fáum á óvart enda hefur skólinn veriđ dćmalaust sigursćll á ţessu móti undanfarin ár.  Sveitin ţurfti ţó ađ sćtta sig viđ jafntefli 2-2 gegn öflugri sveit Kelduskóla sem hafnađi ađ lokum í öđru sćti.  A sveit Ingunnarskóla hafnađi svo í ţriđja sćti eftir harđa baráttu viđ B sveit Rimaskóla.  Ţessir tveir skólar, Ingunnarskóli og Rimaskóli mćttu báđir međ fjórar sveitir til leiks og ţar af eina stúlknasveit.  Í ţeim flokki var ţađ sveit Rimaskóla sem sigrađi og var reyndar í hópi efstu sveita á mótinu, endađi í sjötta sćti međ 14 vinninga.

Eins og i fyrri riđlinum voru allir leystir út međ viđurkenningu fyrir ţátttökuna.

Lokastađan í norđur riđli varđ ţessi:

  1   Rimaskóli A,                       21   
  2   Kelduskóli A,                      17.5     
  3   Ingunnarskóli A,                   15.5    
  4   Rimaskóli B,                       15      
  5   Landakotsskóli,                    14.5    
  6   Rimaskóli (S),                     14      
  7   Sćmundarskóli A,                   13.5    
 8-9  Sćmundarskóli B,                   13       
      Háteigsskóli,                      13      
 10   Laugalćkjaskóli,                   12.5    
11-12 Rimaskóli C,                       12      
      Austurbćjarskóli A,                12      
13-14 Foldaskóli,                        11.5     
      Vogaskóli,                         11.5   
15-17 Ingunnarskóli C,                   11     
      Ingunnarskóli B,                   11     
      Ingunnarskóli (S),                 11     
 18   Dalskóli,                          10      
 19   Austurbćjarskóli B,                9      
 20   Húsaskóli A,                       6.5   
21-22 Háaleitisskóli,                    4.5     
      Húsaskóli B,                       4.5   
 

Úrslitkeppni yngri flokks mánudaginn 2. desember

Sveitirnar fjórar sem unnu sér ţátttökurétt í úrslitakeppni yngri flokks mćttust svo innbyrđis kl. stulkuryngri Rimaskoli17.00 daginn eftir samhliđa keppni í eldri flokki.  Fyrirfram var búist viđ mjög spennandi keppni, enda allar sveitirnar líklegar til sigurs. Ölduselsskóli hafđi unniđ riđilinn sinn međ fullu húsi og styrkur Rimaskóla var augljós. En engum datt í hug ađ afskrifa Kelduskóla eftir ađ hafa gert jafntefli viđ Rimaskóla í riđlakeppninni eđa ţá spútnik sveit Fossvogsskóla.  

Keppnin reyndist líka afar jöfn ţar sem ţrjár sveitir börđust um sigurinn.  Ađ lokum hafđi Rimaskóli nauman sigur.  Hlaut sveitin 8.5 vinninga af 12 mögulegum og varđ hálfum vinningi á undan sveit Ölduselsskóla. 

Sveit Kelduskóla sem aftur gerđi jafntefli viđ sveit Rimaskóla í úrslitunum varđ síđan í ţriđja sćti međ 7.5 vinninga.  Sveit Fossvogsskóla náđi sér hinsvegar ekki á strik ađ ţessu sinni og hafnađi í fjórđa sćti.

Sigursveit Rimaskóla skipuđu Nansý Davíđsdóttir, Kristófer Halldór Kjartansson, Joshua Daviđsson og Mikael Maron Torfason. Liđsstjóri sveitarinnar var stórmeistarinn nýbakađi, Hjörvar Steinn Grétarsson.  Silfursveit Ölduselsskóla skipuđu Mykhaylo Kravchuk, Óskar Víkingur Davíđsson, Brynjar Haraldsson og Stefán Orri Davíđsson. Liđsstjóri var Guđmundur Dađason. Í bronssveit Kelduskóla voru ţeir Hilmir Hrafnsson, Sigurđur Bjarki Blumenstein, Sigurjón Dađi Harđarson og Andri Gylfason. Liđsstjóri sveitarinnar var Hrafn Loftsson.

Lokastađan:

  1   Rimaskóli A                    8.5   
  2   Ölduselsskóli A                8       
  3   Kelduskóli                     7.5      
  4   Fossvogsskóli B                0   

 

Eldri flokkur 2. desember

JólamótTR SFS2013 2des 60 Arbćjarskoli 2nd EldriÁ sama tíma og úrslitin í yngri flokk fóru fram hófst keppni í eldri flokki.  Átta sveitir voru mćttar til leiks, ţar af tvćr stúlknasveitir. Sveit Rimaskóla tók fljótt forystu í opna flokknum og hélt henni örugglega til enda.  Fyrir sveitinni fór einn alefnilegasti skákmađur landsins Oliver Aron Jóhannesson en ađrir sem tefldu fyrir hana voru ţeir Jóhann Arnar Finnsson, Kristófer Jóel Jóhannsson, Viktor Ásbjörnsson og Mikolaj Oskar Chojecki.  Liđsstjóri var Helgi Árnason.   Mun meiri barátta var um annađ sćtiđ en ekki síđur milli stúlknasveitanna tveggja um sigur í stúlknaflokki.  Í opna flokknum náđi Árbćjarskóli öđru sćtinu og Háaleitisskóli sem sendi tvćr sveitir til leiks náđi ţriđja sćtinu. 

Úrslitin í stúlknaflokki réđust ekki fyrr en í síđustu skák mótsins!  Ţar ţurfti sveit Austurbćjarskóla nauđsynlega á vinning ađ halda í viđureign sinni gegn sveit Árbćjarskóla.  Ţađ gékk ekki eftir ţrátt fyrir miklar sviptingar og stúlknasveit Breiđholtsskóla fagnađi sigri í flokknum.

Lokastađan í eldri flokki:

  1   Rimaskóli,                          20    
  2   Árbćjarskóli,                       17.5   
  3   Háaleitisskóli A,                   15     
  4   Hagaskóli,                          13      
 5-6  Hólabrekkuskóli,                    12.5   
      Háaleitisskóli B,                   12.5    
  7   Breiđholtsskóli (s),                3        
  8   Austurbćjarskóli,                   2.5    

 

Myndaalbúm (BJ)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 127
  • Frá upphafi: 8778706

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 81
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband