Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Alltaf gaman ađ leggja Dani ađ velli

Héđinn og Sune heilsast viđ upphaf skákarÍslendingar sendu liđ í opinn flokk og kvennaflokk á Evrópumót landsliđa í Varsjá í Póllandi í byrjun mánađarins. Ţetta mót féll í skuggann af heimsmeistaraeinvíginu í Indlandi en var geysilega sterkt ţar sem flestir bestu skákmenn Evrópu voru saman komnir. Tekin hefur veriđ upp stigakeppni í ţessu móti og á Ólympíuskákmótum en deildar meiningar eru um ţađ hvort ţetta fyrirkomulag hafi bćtt ţessar keppnir.

Íslenska liđiđ í opna flokknum í borđaröđ var skipađ Héđni Steingrímssyni sem hlaut 3˝ vinning af átta mögulegum, Hannesi Hlífari Stefánssyni sem hlaut 5 vinninga af níu, Hjörvari Steini Grétarssyni sem hlaut 3 vinninga af sjö, Henrik Danielsen sem hlaut 3˝ vinning af sjö og Guđmundi Kjartansson sem hlaut 2˝ vinning af fimm. Sveitin hafnađi í 29. sćti af 38 ţátttökuţjóđum međ 7 stig og 17˝ vinning.

Aserbadsjan sigrađi, hlaut 14 stig og 21 vinning, síđan komu Frakkar međ 13 stig og Rússar ţriđju, einnig međ 13 stig. Konurnar urđu í 31. sćti af 32 ţátttökuţjóđum en gerđ verđur betur grein fyrir frammistöđu sveitarinnar í nćsta pistli.

Ţótt fátt félli međ međ íslensku sveitinni í opna flokknum - pörun í síđustu umferđ bauđ t.d. uppá öfluga sveit Spánverja - stendur upp úr sigur yfir Dönum í 6. umferđ. Ţar kom í ljós hve miklu máli skiptir ađ vera vel undirbúinn. Héđinn Steingrímsson hafđi veriđ seinn í gang og ófarsćll í viđureignum sínum viđ Tékka og Pólverja en í einu skák ţessarar viđureignar sem ekki lauk međ jafntefli hafđi hann lćrt sína lexíu og skaut út fyrstu leikjunum međ ógnarhrađa og náđi miklu tímaforskoti. Úrvinnsla hans í betra endatafli var góđ:

Héđinn Steingrímsson - Sune Berg Hansen

Slavnesk vörn

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. e3 e6 5. Rf3 Rbd7 6. Dc2 b6 7. cxd5 exd5 8. Bd3 Bb7 9. O-O Be7 10. e4 dxe4 11. Rxe4 O-O 12. Re5 c5 13. Rg5 g6 14. Bc4 Rd5 15. Rgxf7!?

Ađ ţví er virđist fífldjarfur leikur en allt saman undirbúiđ fyrir skákina. Sune Berg var ekki eins vel ađ sér í ţessum frćđum og notađi mikinn tíma.

15. ... Hxf7 16. Rxf7 Kxf7 17. Hd1 Dc7?

Slakur leikur, 17. ... cxd4, 17. ... Kg7 eđa 17. ... R7f6 eru allt leikir sem halda jafnvćgi í stöđunni.

18. dxc5 R7f6 19. cxb6 axb6 20. Bxd5 Rxd5 21. Dxc7 Rxc7 22. Hd7 Hd8 23. Hxe7+ Kxe7 24. Bg5 Kd7 25. Hd1+ Rd5 26. Bxd8 Kxd8 27. f3

Eftir meira og minna ţvingađa atburđarás er komin upp stađa ţar sem hvítur hefur hrók og tvö peđ fyrir tvo létta. Ţekkt er ađ slíkar stöđur er erfitt ađ verja og Héđinn vinnur vel úr yfirburđum sínum.

27. ... Ke7 28. Kf2 Bc6 29. Hd4 Kf6 30. a4 Ke5 31. He4 Kd6 32. Hh4 h5 33. Hc4 Bd7 34. Kg3 Bf5 35. b4 b5 36. axb5 Bd7 37. f4 Bxb5 38. Hd4 Kc6?

Betri möguleiki til ađ halda velli fólst í ađ leika 38. ... Bd7. Ţarna er kóngurinn of langt frá peđum sínum.

39. Kh4 Rc7 40. f5!

Ryđur kóngnum braut. Gott var einnig 40. Hd2.

40. ... gxf5 41. Kxh5 Bf1 42. Hd2 Re6 43. Kh6 Kb5 44. Hb2 Bd3 45. h4 f4 46. h5 Bf5 47. He2 Kxb4 48. He5 Bg4 49. Kg6 Rd4 50. Kg5 f3

gb9rltp0.jpgReynir ađ fórna manni fyrir h-peđiđ og skipta upp á f- og -peđi. En hvítur á einfalt svar.

51. He4! Bxh5 52. Hxd4+ Kc3 53. Kxh5

- og svartur gafst upp. Hvítur nćr andspćninu: 53. ... Kxd4 54. gxf3 Ke5 55. Kg5! Ke6 56. f4 Kf7 57. Kf5! o.s.frv.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 1. desember 2013

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 8
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 117
  • Frá upphafi: 8778888

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 87
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband