Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Magnus Carlsen er nýr heimsmeistari

Magnus Carlsen
Ţá hefur ţađ gerst. Norđmađur er orđinn heimsmeistari í skák! Viđ hljótum ađ óska frćndum okkar til hamingju međ Magnus og heimsmeistaratitilinn. Lokatölur í einvíginu, 6 ˝ : 3 ˝, eru mćlikvarđi á ţá yfirburđi sem Magnus Carlsen hafđi yfir hinn geđţekka indverska heimsmeistara, Viswanathan Anand. Íslenskir skákunnendur hafa fylgst náiđ međ frammistöđu norska undrabarnsins allt frá ţví ađ hann tefldi fyrst hér á landi 13 ára gamall í mars áriđ 2004 og vann Anatolí Karpov í hrađskákhluta Reykjavik rapid á NASA viđ Austurvöll og gerđi síđan jafntefli viđ Garrí Kasparov í atskák-hluta mótsins. Ţessar skákir vöktu á Magnusi gríđarlega athygli heima fyrir og nú tćplega 10 árum síđar berast ţćr fréttir ađ skákćđi hafi gripiđ um sig međ norsku ţjóđinni. Minna fór fyrir Magnusi ţegar hann tefldi á Reykjavíkurskákmótinu 2006; hann var ţá orđinn magnađur baráttumađur sem var á fleygiferđ upp styrkleikalistann.

Áhugi á ţessu einvígi út um allan heim náđi nýjum hćđum og tengdist einkum persónu Magnusar Carlsen sem verđur 23 ára gamall eftir viku og er nćstyngsti heimsmeistari skáksögunnar.

Hinn nýi heimsmeistari er góđ fyrirmynd, kurteis, snyrtilega klćddur og á sér svipuđ áhugamál og ađrir ungir menn, ágćtur á skíđum, grimmur í fótbolta, „tístir" og bloggar. Hann hefur efnast vel á verđlaunafé og auglýsingasamningum, t.d. fyrir tískuvörur G-Star Raw. Er enn ólofađur og býr í foreldrahúsum í Bćrum í grennd viđ Ósló. Lítill vafi leikur á ţví ađ góđur stuđningur foreldra og systra hefur skipt miklu máli fyrir Magnus en ţau ferđast međ honum út um allar ţorpagrundir. Viđ skákborđiđ er hann allajafna pollrólegur og virkar stundum dálítiđ syfjulegur. Hann virđist hafa hćfileika til ţess ađ vinna úr gríđarlega magni upplýsinga - og kann einnig ađ forđast upplýsingar! Og ţegar horft er yfir ţessar tíu skákir einvígisins er vart hćgt ađ benda á slakan leik hjá Magnusi. Anand náđi sér aldrei á strik en í 9. skákinni vissi hann ađ einungis sigur kom til greina, hann lagđi allt undir:

9. einvígisskák:

Viswanathan Anand - Magnus Carlsen

Nimzoindversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. f3 d5 5. a3 Bxc3+ 6. bxc3 c5 7. cxd5 exd5

Algengara er 7. ... Rxd5 en ađ venju sniđgengur Magnus ţekktustu leiđir.

8. e3 c4 9. Re2 Rc6 10. g4 O-O 11. Bg2 Ra5 12. O-O Rb3 13. Ha2 b5 14. Rg3 a5 15. g5 Re8 16. e4 Rxc1 17. Dxc1 Ha6 18. e5 Rc7 19. f4 b4 20. axb4 axb4 21. Hxa6 Rxa6 22. f5 b3

Spurningin var auđvitađ sú hvort peđastormur hvíts á kóngsvćng vćri meira en ógnandi en ţetta frípeđ. „Houdini" metur stöđuna ađeins betri á svart.

23. Df4 Rc7 24. f6 g6 25. Dh4 Re8 26. Dh6 b2

g5krl4q9.jpg- Sjá stöđumynd -

27. Hf4!

Fífldjarfur leikur, ađ ţví er virđist ekki lakari en 27. Re2 sem einnig kemur til greina. Hótunin er 28. Hh4 og mátar.

27. ... b1(D)+ 28. Rf1??

Óskiljanleg mistök. Eftir 28. Bf1 verđur svartur ađ gefa nýju drottninguna til baka og framhaldiđ gćti orđiđ: 28. ... Dd1 29. Hh4 Dh5 30. Rxh5 gxh5 31. Hxh5 Bf5 32. g6! Bxg6 33. Hg5 Da5 34. Hg3. Menn svarts er bundnir í báđa skó og ýmsir möguleikar leynast í stöđunni. Ţarna fór lokatćkifćri Anands í einvíginu.

28. ... De1!

Međ hugmyndinni 29. Hh4 Dxh4 30. Dxh4 Da5 og vinnur. Anand gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 24. nóvember 2013

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 143
  • Frá upphafi: 8778660

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 81
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband