Leita í fréttum mbl.is

Vel heppnað afmælismót Þór Valtýssonar

Skákfélag Akureyrar hélt í gær afmælismót Þórs Valtýssonar sem varð sjötugur fyrr á þessu ári. Sextán keppendur af öllum aldri mættu og heiðruðu kappann. Tefld var hraðskák með 5 mínútna umhugsunartíma, allir við alla. Er það mál manna að vel hafi tekist til. Enginn tefldi betur en Ólafur Kristjánsson og sigraði hann með 14 vinninga af 15 mögulegum. Hann fór taplaus í gegnum mótið en leyfði 2 jafntefli.

Afmælisbarnið stóð sig vel eins og vænta mátti og fékk 11,5 vinninga. Það dugði honum í 3. sætið. Á milli þeirra öðlinga tókst ungstirninu Jóni Kr. Þorgeirssyni að stinga sér með 12,5 vinninga.

Úrslit urðu sem hér segir

Ólafur Kristjánsson 14 vinningar af 15 mögulegum

Jón Kristinn Þorgeirsson 12,5 vinningar

Þór Valtýsson 11.5 vinningar

Ingimar Jónsson 11 vinningar

Sigurður Eiríksson 10,5 vinningar

Smári Ólafsson 10 vinningar

Sveinbjörn Sigurðsson og Andri Freyr Björgvinsson 8,5 vinningar, þar af jafntefli gegn sjálfum sigurvegaranum.

Karl Steingrímsson 7,5 vinningar

Haki Jóhannesson og Tómas Veigar Sigurðarson 6,5 vinningar

Jón Magnússon 4 vinningar

Logi Jónsson og Atli Benediktsson 3 vinningar

Ari Friðfinnsson og Bragi Pálmason 2 vinningar

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úrval af gömlum meisturum!..Til hamingju með stórafmælið Þór!

Kári Elíson (IP-tala skráð) 19.11.2013 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 127
  • Frá upphafi: 8779007

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 102
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband