11.11.2013 | 17:10
EM-pistill nr. 4: Kröftug mótmćli viđ skákstađ
Ţađ náđist mikilvćgt stig í hús í gćr hjá kvennaliđinu ţegar ţađ gerđi 2-2 jafntefli viđ svissnesku sveitina. Tinna vann sína ađra skák. Strákarnir töpuđu međ finnsta mun fyrir Póllandi Goldies". Guđmundur Kjartansson vann sinn fyrsta sigur međ íslenska a-landsliđinu. Í dag tefla sveitirnar báđar viđ vel viđráđanlegar sveitir. Vonandi reynist ţjóđhátíđardagur Pólverja okkur vel!
Viđureignir gćrdagsins
Strax í upphafi fékk mađur ekki góđa tilfinningu. Hjörvar fékk upp skítastöđu sem hann tapađi örugglega og enginn hinna međ neitt ađ ráđi.
Hannes fórnađi peđi og ţráskákađi skömmu síđar. Henrik fékk ekkert útúr byrjuninni - lenti síđar í vandrćđum og tapađi. Guđmundur var hins vegar mađur dagsins ţegar honum tókst ađ svíđa jafnteflislegt endatafl. Seigur strákurinn.
Stelpurnar áttu góđa viđureign og fengu sitt fyrsta stig. Tinna vann góđan sigur en svolítil lukka yfir henni ţví andstćđingurinn lék af sér drottningu en ţá var Tinna reyndar kominn međ Tinnu-lega sóknarstöđu.
Jóhanna lék ónákvćmt en ţegar ţađ virtist vera ađ lifna yfir stöđunni lék hún aftur af sér og tapađi.
Lenka og Hallgerđur gerđu jafntefli fremur örugglega. Gott jafntefli á móti sterkri sveit.
Viđureignir dagsins
Andstćđingar dagsins eru heldur viđráđanlegri í dag. Strákarnir tefla viđ Skota sem eru međ nćstlakasta liđ mótsins sé miđađ viđ skákstig. Ađeins Wales-arar hafa lakara liđ. Ţeir hafa međalstigin 2305. Ég rćddi lítilsháttar viđ Alan Tate í gćr sem sagđist hvíla. Hann horfđi á mig flóttalegum augum og ég svarađi um hćl I don´t beleive you". Enda var hann ađ blöffa. Hann teflir en Graham Morrison hvílir. Hjörvar tryggđi sér einmitt stórmeistaratitilinn međ sigri á Morrison á EM 2011 í Porto Carras.
Skotar eru yfirleitt međ allt annađ liđ á EM en Ólympíuskákmótinu. Ţeir fá takmarkađa fjármuni (3.000 pund) sem dugir ekki fyrir öllum kostnađi. Ţví hvíla ţeirra allra sterkustu menn hér en tefla svo á Ól. Meira eđa minna sem liđiđ sem kemur frá ţeim ár eftir ár á EM.
Héđinn kemur aftur inn en Hjörvar sem átti vonda skák í gćr hvílir.
Okkur hefur gengiđ vel á móti Skotum á EM. Höfum mćtt ţeim fjórum sinnum (2001, 2003, 2009 og 2011) og ávallt unniđ. Nú síđast 4-0 í Porto Carras. Heildarstađan er 12-4 okkur í vil. Aldrei tapast skák.
Okkur hefur ekki gengiđ jafn vel á móti ţeim á Ólympíuskákmótinu en ţar eru ţeir yfirleitt mun sterkari. Ţar höfum viđ mćtt ţeim átta sinnum, unniđ ţá tvisvar, tapađ einu sinni og gert fimm jafntefli. Leiđum 17-15.
Kvennaliđiđ mćtir sveit Noregs. Viđ erum lakari á pappírnum (eins og alltaf) enda höfum viđ stigalćgsta liđin. Elsa hvílir.
Höfum međalstigin 1993 á móti 2099 međalstigum. Norđmenn eru međ 29. sterkasta liđiđ af 32 svo viđ fáum ekki mikiđ međfćrilegra andstćđinga.
Höfum aldrei mćtt ţeim á EM og ađeins eini sinni á Ól. Ţađ var áriđ 2002 og ţá unnum viđ stórsigur 2,5-0,5. Helgi var ţá liđsstjóri.
Toppbaráttan
Tékkar sem rétt mörđu okkur í fyrstu umferđ og Frakkar eru efstir međ fullt hús. Tékkar flengduTyrkina í gćr, 3,5-0,5 og virđast til alls líklegir. Ţetta er miklu leyti sama liđ og vann EM taflfélaga mjög óvćnt í Rhodos nýlega. Frakkar unnu Úkraínumenn í gćr og héldu sínum rytma í gćr. Ţađ er ađ spila bridge og sötra rauđvín.
Rússar og Englendingar gerđu 2-2 jafntefli í hörkuviđureign. Jones yfirspilađi Morozevich, Svidler vann McShane og Adams klúđrađi unninni stöđu niđur í jafntefli gegn Grischuk.
Hollendingar eru í tómu basli. Í gćr töpuđu ţeir fyrir Ísrael ţar sem Smeets tapađi fyrir Boruchovsky. Ísraelsmenn eru hins vegar stórhćttulegir, tefla fram ungum og afar efnilegum skákmönnum. Ekki liđiđ sem menn vilja fá.
Armenar, Pólverjar og Úkraínukonur leiđa í kvennaflokki.
Norđurlandamótiđ
Ţađ gekk hrćđilega hjá Norđurlöndunum í gćr og allar sveitirnar töpuđu. Serbar rassskelltu Svía 3,5-0,5. Finnar töpuđu fyrir Topalov-lausum Búlgörum međ sama mun. Danir lágu fyrir Hvíta-Rússlandi 1-3 og Norđmenn töpuđu fyrir Sviss međ minnsta mun.
Norrćnu sveitirnar rađa sér í neđstu sćtin. Danir eru efstir međ 2 stig, en viđ Svíar og Finnar höfum 1 stig. Norđmenn reka lestina međ 0 stig.
Danir fá svo Hollendinga, sem hvíla Smeets, sem hefur átt vont mót en Norđmenn tefla viđ Wales.
Norđurlandaţjóđirnar fimm rađa sér á sex neđstu borđin í umferđ dagsins og eru öll í gúanóinu". Í gúanóinu má í kvöld m.a. sjá menn eins og Topalov, Caruana og Giri. Ţeir fyrstnefndu tefla saman.
Í kvennaflokki rađa norrćnu ţjóđirnar sér í 27.-29. sćti. Norđmenn hafa 2 stig en viđ og Finnar höfum 1 stig.
Mótmćli!
Í dag er ţjóđhátíđardagur Pólverja. Hann er notađur á allt annan hátt en á Íslandi. Pólverjar safnast saman og mótmćla í miđbć Varsjár. Sigurbjörn Björnsson lýsir ţessu svo á Facebook
Á ţessum degi er hefđ fyrir ţví ađ ţeir sem eru yst til hćgri og yst til vinstri marseri um götur Varsjár og svo er ađ hefjast loftlagsráđstefna á vegum Sameinuđu Ţjóđanna í Varsjá í dag og eru ađgerđarsinnar ađ ţramma um borgina af ţví tilefni. Ţiđ geriđ ykkur vonandi grein fyrir ţví ađ Ţjóđhátíđardagur Póllands er í dag vegna ţess ađ fyrri heimsstyrjöldinni lauk á ţessum degi 1918.
Töluverđ lćti voru fyrir fram hóteliđ í dag, sprengingar, hávađi, sírenuvćl og auk ţess sem ţyrlur sveimuđu yfir. Reykmettađ loft.
Viđ Róbert ákvćđum ađ taka virkan ţátt, keyptum okkur fána, og mótmćltum ţví ađ Íslendingar vćru ekki efstir Norđurlandanna á EM.
Ţegar viđ komum aftur inn á hóteliđ átti ekki ađ hleypa okkur inn ţar sem viđ vorum taldir pólskir mótmćlendur. Beđnir margfaldar afsökunar ţegar í ljós kom hverjir voru ţarna á ferđinni. Viđ Robbi hlógum alla leiđina upp á herbergi.
Mótiđ
Allt gengur sinn vanagang. Ég, Róbert og Omar tókum smá fund í dag og vorum ađ velta fyrir okkur mótinu 2015. Alls konar hugmyndir koma upp hvernig hćgt sé ađ gera hlutina sem best á Íslandi. Ţađ má margt lćra af Pólverjunum. Viđ stefnum á ađ ná fundi međ pólversku mótshöldurunum ţegar lengra líđur á mótiđ.
Omar og Róbert telja skákstjóra heldur of fáa hér og sennilega ţurfi um 20 dómara á Íslandi. Ţađ verđur ţó betra í Höllinni ţegar viđ verđum í einum sal.
Viđ höfum rekiđ okkur á ađ pörunin getur stundum veriđ sein. Nú er komin ástćđa ţess. Forritiđ Swiss-Manager hefur ekki ţađ sem til ţarf til ađ rađa skv. reglum ECU. Ţví ţarf ađ handrađa.
Tomak Sileck, sagđi mér í dag ađ álagiđ á netţjóna ykist og ykist og í gćr bćttu ţeir viđ fjórum netţjónum. Eitthvađ sem viđ ţurfum ađ spá í fyrir 2015-mótiđ
Engir skákblađamenn eru sjáanlegir á skákstađ. Ţađ má vćntanleg rekja til heimsmeistaraeinvígisins í Chennai. Hér er ţó teflt ađ meira krafti en ţar!
Nóg í bili.
Kveđja frá Varsjá,
Gunnar
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:26 | Facebook
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 3
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 148
- Frá upphafi: 8778636
Annađ
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.