Leita í fréttum mbl.is

Oliver Aron, Vignir Vatnar og Sóley Lind urðu TORG-skákmeistarar 2013

IMG 2791

Skákdeild Fjölnis hélt TORG-skákmót félagsins í 10. sinn í Foldaskóla og mættu 45 efnilegir skákkrakkar á öllum aldri til leiks. Teflt var í þremur flokkum og var áhugavert að sjá hversu kornungir skákkrakkar voru með í slagnum um efstu sætin. Tefldar voru sex umferðir og undir öruggri stjórn Páls Sigurðssonar og Helga Árnasonar gekk mótið vel fyrir sig auk þess sem aðstæður á mótsstað í Foldaskóla voru alveg til fyrirmyndar.

Mótið var spennandi frá upphafi til enda voru þarna á IMG 2785ferðinni Norðurlandameistarar úr Rimaskóla og Álfhólsskóla auk Evrópumeistarafara frá því í haust til Slóveníu. Oliver Aron Jóhannesson Rimaskóla/Fjölni var talinn líklegastur til sigurs og byrjaði á 1. borði. Því sæti hélt hann við borðið út allt mótið og kom í mark sem sigurvegari TORG-skákmótsins þriðja árið í röð. Hann gerði jafntefli við Vigni Vatnar Stefánsson í lokaumferð en hafði áður unnið allar sínar skákir. Í 2. - 5. sæti með 5 vinninga komu þeir Felix Steinþórsson Álfhólsskóla/TM Helli, Þorsteinn Magnússon Tjarnarskóla/TR, Vignir Vatnar Stefánsson Hörðuvallaskóla/TR og Mykhaylo Kravchuk Ölduselsskóla/TR.

IMG 2788Sóley Lind Pálsdóttir í Hvaleyrarskóla/TG varð ein í 6. sæti með 4,5 vinninga og vann með því stúlknaflokkinn. Fjölnisstúlkurnar Nansý Davíðsdóttir og Alisa Helga Svansdóttir urðu næstar á eftir Sóleyju í stúlknaflokki. Hina glæsilegu NETTÓ eignarbikara hlutu Oliver Aron Jóhannesson fyrir sigur á mótinu og í eldri flokk, Vingir Vatnar Stefánsson sigurvegari í yngri flokk og Sóley Lind Pálsdóttir stúlknameistari TORG-mótsins.

Hrafn Jökulsson forseti Hróksins og Grænlandsfari var IMG 2752heiðursgestur mótsins. Hann ávarpaði þátttakendur í upphafi, lék fyrsta leik mótsins fyrir Oliver Aron og afhenti sigurvegurunum NETTÓ bikarana í mótslok.

Fyrirtæki í verslunarmiðstöðinni Hverafold gáfu alla 23 vinninga mótsins og á meðal áhugaverðra vinninga voru gjafabréf fyrir hamborgara, pítsur, bækur og blóm, súkkulaðitertur frá bakaríinu og skartmunir frá tískuvöruversluninni CoCo´s. Nettó - Hverafold gaf veglega bikara til keppninnar líkt og undanfarin ár auk þess að bjóða öllum þátttakendum upp á ljúfar veitingar. Foreldrar fjölmenntu og fylgdust af stolti með börnunum sínum sem öll stóðu sig með mikilli prýði.

Lokastöðu mótsins má finna á Chess-Results.

Myndaalbúm (HÁ)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 8779010

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 103
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband