Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Hjörvar Steinn á eftir ađ vinna marga sigra á komandi árum

Hjörvar Steinn GrétarssonNýjasti stórmeistari Íslendinga, Hjörvar Steinn Grétarsson, sem er ađeins tuttugu ára gamall, er glćsilegur ungur mađur sem mun án efa vinna mörg glćsileg afrek á nćstu árum. Ţá fjallgrćnu vissu byggir undirritađur á meira en tíu ára samvinnu. Metnađur Hjörvars hefur alltaf veriđ til stađar auk mikils baráttuvilja sem er sennilega mikilvćgasti eiginleiki sem nokkur skákmađur getur haft. Auđvitađ getur hann bćtt sig á ýmsum sviđum en ţađ á nú viđ flesta. Á EM taflfélaga á Rhodos tefldi Hjörvar Steinn á 2. borđi fyrir enska klúbbinn Jutes of Kent og náđi lokaáfanganum. Félag Hjörvars hér heima, Víkingaklúbburinn, sendi einnig sveit á ţetta Evrópumót en báđar ţessar sveitir áttu erfitt uppdráttar en mótiđ er skemmtileg blanda af áhugamönnum og öflugum stórmeisturum.

Fyrri áfanginn í Porto Carras í Grikklandi haustiđ 2011 reiknast tvöfaldur vegna sérstakra ákvćđa FIDE varđandi titilumsóknir en ţar er gert ráđ fyrir a.m.k. 24 skákum tefldum. Ţađ var ađeins tímaspursmál hvenćr Hjörvar myndi ná lokaáfanganum en nokkuđ er um liđiđ síđan hann skipađi sér í flokk međ bestu skákmönnum ţjóđarinnar. Hann mun tefla á 3. borđi fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu í Varsjá.

Og ţá er ţađ spurningin um skákstílinn. Sé litiđ yfir skáksöguna og frćgustu meistara hennar eiga ţeir ţađ sameiginlegt ađ hafa snemma fundiđ sinn stíl - og skákstíllinn endurspeglar persónuleikann. Ţetta átti a.m.k. viđ um ţá tóku út skákţroska sinn fyrir daga tölvutćkninnar, sem hefur gerbreytt landslagi skákarinnar. Í Time á dögunum gaf Garrí Kasparov ţá athyglisverđu lýsingu á stíl Magnúsar Carlsen ađ hann vćri byggđur á innsći. Stíll Hjörvars er býsna dýnamískur og hann tekur oft áhćttu til ađ halda vinningsmöguleikum opnum. Í eftirfarandi skák, sem hann vann gegn ţekktum rússneskum stórmeistara í fyrra, komu ţessir ţćttir fyrir:

Ortisei, Ítalíu 2012

Mikhael Ulibin - Hjörvar Steinn Grétarsson

Nimzoindversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. f3 0-0

Víkur strax frá algengari leiđum, 4.... d5 eđa 4.... c5.

5. a3 Bxc3+ 6. bxc3 Re8 7. e4 b6 8. Bd3 Ba6 9. Rh3 Rc6

Hyggst ráđast gegn c4-peđinu međ - Ra5 og jafnvel - Rd6.

10. e5 Dh4+ 11. Rf2 Ra5 12. De2 c5 13. 0-0 cxd4 14. Re4 f5 15. exf6 gxf6

15.... Rxf6 má svara međ 16. Bg5 Dg5 17. Bxf6 og 18. cxd4.

16. g3 Dh5 17. g4 Dh4 18. Bd2?!

Fyrsti ónákvćmi leikur hvíts. Sjálfsagt var 18. cxd4 Rb3 19. Hb1 Rxd4 20. Dd1 og hvítur hefur góđar bćtur fyrir peđiđ. Hér er 18.... Rb3 sennilega best en Hjörvar velur lakari leik.

18.... Hc8 19. cxd4 Rxc4 20. d5?!

Lítur vel út en traustara var 20. Bf4 og hvítur má vel viđ una.

20.... exd5 21. Rc3 Bb7 22. Bf4 Rg7 23. Bxc4?

Aftur ónákvćmni. Stađan er í járnum eftir 23. Rb5.

23.... Hxc4 24. Dd2 Re6 25. Bd6 Hfc8

Vegna yfirráđa eftir c-línunni hefur svartur nú sterkt frumkvćđi.

26. Rxd5 Hc2 27. Re7+ Kf7 28. De1

Komist hvíti riddarinn til f5 á hvítur enn von. En nćsti leikur kom Ulibin í opna skjöldu.

gtorhbnd.jpg28.... Dxg4+!

Međ hugmyndinni 29. fxg4 Hg2+ 30. Kh1 Hxg4 og mátar.

29. Dg3 Dxg3+ 30. hxg3 H8c3 31. Rf5 Bxf3 32. Rh4 Rg5!

Hótar máti međ 33.... Rh3. Ef 34. Rxf3 Rxf3+ kemur 35.... Hh2 sem er „arabískt mát".

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 3. nóvember 2013.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 143
  • Frá upphafi: 8778660

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 81
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband