Leita í fréttum mbl.is

Einar Hjalti sigurvegari Gagnaveitumótsins

 

Einar Hjalti

FIDE-meistarinn Einar Hjalti Jensson (2305) sigrađi á Gagnaveitumótinu - Haustmóti TR sem lauk í gćrkveldi. Einar, sem gerđi jafntefli viđ Oliver Aron Jóhannesson (2007) í lokaumferđinni, hlaut 7,5 vinning í 9 skákum. Frábćr frammistađa hjá honum. Jón Viktor Gunnarsson (2409) og Stefán Kristjánsson (2491) urđu í 2.-3. sćti međ 7 vinninga eftir jafntefli í innbyrđisskák í lokaumferđinni.

 

Ţessir ţrír höfđu nokkra yfirburđi. Stefán Bergsson (2131) varđ fjórđi međ 5 vinninga en hann vann Jóhann H. Ragnarsson (2037). Kjartan Maack (2128) varđ skákmeistari TR (2128) en hann lagđi Gylfa Ţór Ţórhallsson (2154). Sverrir Örn Björnsson (2136) og Dagur Ragnarsson (2040) gerđu jafntefli.

Lokastađan:

Rk. NavnRatIKlub/ByPts.Rprat+/-
1FMJensson Einar Hjalti2305GM Hellir 7.5244322.5
2IMGunnarsson Jón Viktor2409TB7.02379-0.6
3GMKristjánsson Stefán2491TB7.02370-6.8
4 Bergsson Stefán2131SA5.0223316.2
5 Jóhannesson Oliver Aron2007Fjölnir3.5212314.7
6 Ragnarsson Dagur2040Fjölnir3.521209.3
7 Ţórhallsson Gylfi Ţór2154SA3.02062-18.5
8 Björnsson Sverrir Örn2136Haukar3.02064-14.9
9 Ragnarsson Jóhann Hjörtur2037TG3.020752.4
10 Maack Kjartan2128TR2.52024-20.7

Mótstöflu flokksins má nálgast á Chess-Results.

B-flokkur:

Jón Trausti Harđarson (1930) sigrađi međ yfirburđum í b-flokki en hann hlaut 8 vinninga. Hann hefur tryggt sér keppnisrétt í a-flokki ađ ári. Ingi Tandri Traustason (1817) varđ annar međ 6 vinninga.  Ţórir Benediktsson (1942) og Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir urđu í 3.-4. sćti međ 5,5 vinning.

Mótstöflu má nálgast á Chess-Results.

C-flokkur:

Elsa María Kristínardóttir (1787) og Sigurjón Haraldsson (1846) urđu fyrst í mark í c-flokki međ 6 vinninga. Elsa hafđi betur eftir stigaútreikning og tryggir sér ţar međ keppnisrétt í b-flokki ađ ári. Birkir Karl Sigurđsson (1745), Valgarđ Ingibergsson (1892) og Kristófer Ómarsson (1598) urđu í 3.-5. sćti međ 5 vinninga.

Mótstöflu má nálgast á Chess-Results.

Opinn flokkur:

Sóley Lind Pálsdóttir (1412) sigrađi í opnum flokki en hún hlaut 7 vinninga. Hún hefur ţar međ tryggt sér keppnisrétt í c-flokki ađ ári. Björn Hólm Birkisson (1231) varđ annar međ 6,5 vinning. Hjálmar Sigurvaldason (1361), Hilmir Hrafnsson (1351) og Haukur Halldórsson (1689) urđu í 3.-5. sćti međ 6 vinninga.

Lokastöđuna má ná nálgast á Chess-Results.

Skákir áttundu umferđar fylgja međ sem viđhengi.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 132
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 99
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband