Leita í fréttum mbl.is

Nýtt félag verđur til: GM-Hellir

hellir-s.jpgGođinn MátarÁ félagsfundum Taflfélagsins Hellis og Skákfélagsins Gođans-Máta í gćr var samţykkt ađ Gođinn-Mátar og Hellis sameinuđust í eitt félag Skákfélagiđ GM Hellir skv. samrunasamningi sem lagđur var fram á fundunum. Líflegar umrćđur voru á fundunum um samninginn og skákmálefni en fram kom vilji fundarmann ađ ná fram markmiđum međ sameiningunni.

Samkvćmt samningnum renna Hellir og Gođinn Mátar saman í nýtt félag sem mun fá heitiđ „Skákfélagiđ GM Hellir" sem stendur fyrir "Gođinn, Mátar og Hellir". Á nćsta ári yrđi tekin ákvörđun um endanlega nafngift félagsins.

Hiđ sameinađa félag verđur starfrćkt á tveimur svćđum, norđursvćđi og suđursvćđi. Á norđursvćđi verđa höfuđstöđvar GM Hellis í Ţingeyjarsýslu og ađal stafsvettvangur Ţingeyjarsýsla og nágrenni.  Á suđursvćđi verđa höfuđstöđvar félagsins í Reykjavík og ađal starfsvettvangur Reykjavík og nágrenni. Formađur GM Hellis verđur Hermann Ađalsteinsson og varaformađur Vigfús Vigfússon. Ađrir í starfsstjórn félagsins fram ađ ađalfundi 2014 verđa Andrea Margrét Gunnarsdóttir, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Jón Ţorvaldsson, Pálmi Ragnar Pétursson, Sigurbjörn Ásmundsson, Steinţór Baldursson og Magnús Teitsson

Međal helstu markmiđa međ samrunanum eru:

Öflugt skákfélag

Nýja félagiđ verđur eitt öflugasta skákfélag landsins ţar sem jafnframt verđur hlúđ ađ ólíkum ţörfum félagsmanna í skáklegu tilliti. Traustur bakgrunnur beggja félaga og augljós samlegđaráhrif, ásamt sterkum félagaskrám og góđum liđsanda, munu tryggja ađ ţetta nái fram ađ ganga. Jafnframt er vilji til ađ félagiđ leggi sitt af mörkum til nýsköpunar og framţróunar í íslenskum skákheimi.

Efling ungmennastarfs

Međ öflugu ungmennastarfi er lagđur grunnur ađ framtíđ félagsins. Gróskumikiđ ungmennastarf Hellis á suđursvćđi sem á sér sterkt bakland í Breiđholtinu og víđar leggst vel ađ ţessu markmiđi. Ungmennastarfiđ á norđursvćđi, sem ţegar er komiđ á góđan rekspöl, mun einnig styrkjast. Ađilar stefna ađ ţví ađ tryggja öflugt ungmennastarf á báđum starfssvćđum, m.a. međ samstarfi um kennslu og samnýtingu kennsluefnis en bćđi félögin búa yfir mjög fćrum kennurum á ţessu sviđi. Međ tengingu viđ öflugt starf á meistaraflokksstigi mun ungmennastarfiđ styrkjast enn frekar. Ađilar eru sammála um ađ stofna barna- og unglingaráđ sem fćr ţađ hlutverk ađ annast útfćrslu ţessara markmiđa.

Styrking afreks- og fullorđinsstarfs

Ađilar eru sammála um ađ auka enn frekar tćkifćri fullorđinna félagsmanna til skákiđkunar og ţátttöku í félagsstarfi. Hér gegnir lykilhlutverki sterkur grunnur GM varđandi utanumhald um skákiđkun á meistaraflokksstigi og ţátttöku ţeirra í mótum, ţ.m.t. Íslandsmóti skákfélaga. Ađilar eru sammála um ađ koma á laggirnar meistaraflokksráđi sem fćr ţađ hlutverk ađ annast útfćrslu ţessara markmiđa.

Efling mótahalds

Ađilar eru sammála um ađ styrkja enn frekar mótahald á báđum starfssvćđum nýja félagsins. Verđur ţar m.a. unniđ ađ ţví ađ standa fyrir alţjóđlegum mótum og fitja upp á fleiri nýjungum í mótahaldi, ásamt ţví ađ efla ţau mót sem ţegar eru á dagskrá, svo sem Framsýnarmótiđ, Gestamót GM, Meistaramót Hellis og Unglingameistaramót Hellis. Jafnframt stendur metnađur félagsins til ađ taka ţátt í Evrópumóti taflfélaga. Áhersla verđur lögđ á ađ auka ađgengi ungmenna félagsins ađ heppilegum kappskákmótum. Ađilar eru sammála um ađ stofna sérstaka mótanefnd sem fćr ţađ hlutverk ađ annast útfćrslu ţessara markmiđa.

Styrking félagstarfs

Ađilar eru sammála um ađ tryggja ađ félagsmönnum standi til bođa ađgengi ađ fjölbreyttum tćkifćrum til ađ iđka skák, frćđast um hana í gegnum öflugt félagsstarf og taka framförum. Einnig er afar mikilvćgt ađ eiga kost á ţví ađ njóta skemmtilegs samneytis í góđum hópi. Markmiđiđ er ađ međ ađild ađ félaginu upplifi félagsmenn sig njóta forréttinda međ ţátttöku í starfseminni. Ţannig verđur hagur félagsins til langframa best tryggđur.

Efling kvennastarfs

Sérstök áhersla verđur á ađ byggja upp kvennaskák hjá félaginu og styđja viđhana. Hér skiptir miklu máli ađ kvennaliđ Hellis er ţegar öflugt. Á ţessu má ţví byggja - ţví er ţađ markmiđ félagsins ađ lađa stúlkur, bćđi sunnan heiđa og norđan, til ţessarar skemmtilegu og ţroskandi hugaríţróttar. Ţađ er verđugt markmiđ ađ leiđrétta ţá slagsíđu á ţátttöku kynjanna í skák sem fyrir hendi er. Ađilar eru sammála um ađ stofna sérstakt kvennaskákráđ sem fćr ţađ hlutverk ađ annast útfćrslu ţessara markmiđa.

Međ ţessum samruna verđur til öflugt skákfélag sem mun vinna ađ enn frekari útbreiđslu skáklistarinnar. Áhersla verđur lögđ á markvisst barna- og unglingastarf á skemmtilegum nótum ásamt ţví ađ slá öflugum ramma um skákiđkun fullorđinna, jafnt afreks- sem áhugamanna. Félagiđ mun leggja sig fram um ađ lađa til leiks lítt virka skákunnendur af báđum kynjum og skapa ţeim ađstöđu til ađ njóta ţess ađ tefla saman í góđum hópi. Byggt verđur á sáttmála félaganna um gagnkvćma virđingu, góđan starfsanda og vilja til ađ ná árangri.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 15
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 183
  • Frá upphafi: 8779121

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 113
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband