10.9.2013 | 16:04
Íslandsmót skákfélaga hefst 10. október
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2013-2014 fer fram dagana 10. - 13. október nk. Mótiđ fer fram í Rimaskóla í Reykjavík. 1. umferđ (eingöngu í 1.deild) mun hefjast kl. 19.30 fimmtudaginn 10. október. Ađrar deildir munu hefja taflmennsku föstudaginn 11. okt. kl. 20.00 og síđan verđur teflt laugardaginn 12. okt. kl. 11.00 og kl. 17.00 sama dag. Síđasta umferđin í fyrri hlutanum hefst kl. 10.00 sunnudaginn 13. október.
Umhugsunartími er 90 mín. á skákina + 30 sek. viđbótartími bćtist viđ eftir hvern leik.
Ţátttökugjöld:
- 1. deild: kr. 55.000.-
- 2. deild: kr. 50.000.-
- 3. deild: kr. 15.000.-
- 4. deild: kr. 15.000.-
Skáksamband Íslands mun greiđa fargjöld utan stór-Reykjavíkursvćđisins samkvćmt reikningum fyrir sveitir í 1. og 2. deild. Miđa skal viđ einn brottfararstađ á hverju svćđi, t.d. Akureyri, Egilsstađi, Ísafjörđ. Sami háttur verđur hafđur í 3. og 4. deild og áđur, ţ.e. ţátttökugjöld höfđ lág en sveitirnar verđa sjálfar ađ sjá um ferđakostnađ á skákstađ.
Međfylgjandi er reglugerđ um Íslandsmót skákfélaga og 3. kafli skáklaga Skáksambands Íslands sem varđa Íslandsmót skákfélaga.
Vakin er athygli á viđbót viđ 2. grein reglugerđar um Íslandsmót Skákfélaga:
2. gr.
Framkvćmdanefnd Íslandsmóts skákfélaga, sem skipuđ er af stjórn Skáksambands Íslands, ákveđur töfluröđ og skipar skákstjóra og umsjónarmenn Íslandsmóts skákfélaga. Öllum taflfélögum, sem eiga sveitir í 1. deild, ber ađ útvega einn skákstjóra.
Athugiđ ađ tilkynningar v. Keppendaskrár Skáksambands Íslands skulu hafa borist SÍ í síđasta lagi 20. september nk. sbr. 18. gr. skáklaga.
Vakin er athygli á eftirfarandi texta í 19. grein skáklaga: Fyrir upphaf 1.umferđar fyrri hluta ÍS skulu félögin skila inn styrkleikaröđuđum lista allra ţeirra keppenda sem ţeir hyggjast nota í keppninni."
Ţátttökutilkynningar ţurfa ađ berast Skáksambandi Íslands fyrir 3. október međ bréfi, tölvupósti (skaksamband@skaksamband.is) eđa símleiđis. Ađ gefnu tilefni er minnt á ađ nauđsynlegt er ađ skrá sveitir í keppnina, ekki síst í 4. deild.
3. kafliÍslandsmót skákfélaga
15. grein.
Stjórn Skáksambands Íslands gengst árlega fyrir Íslandsmóti skákfélaga. Keppnin er sveitakeppni og eiga öll skuldlaus taflfélög eđa svćđasambönd innan S.Í ţátttökurétt. Stjórn S.Í. skal ákveđa keppnisdaga og ţátttökugjöld fyrir 1. september ár hvert.
16.grein.
Keppninni skal skipt í fjórar deildir. Efsta sveit í 1. deild er sigurvegari keppninnar. Fjöldi vinninga skal ráđa úrslitum um endanlega röđ sveita í deildum ţar sem allir tefla viđ alla. Verđi vinningar jafnir, skulu liđsstig (matchpoints) ráđa. Fjöldi liđstiga (matchpoints) skulu ráđa úrslitum um endanlega röđ í deildum ţar sem teflt er eftir svissneska kerfinu. Verđi liđstigin jöfn skulu vinningar ráđa. Hvert félag á rétt á ađ senda svo margar sveitir til keppninnar sem ţađ óskar. Ţó mega ekki vera fleiri en tvćr sveitir frá nokkru félagi í fyrstu deild og ekki fleiri en fjórar samanlagt í fyrstu og annarri deild. Ţó er félögum sem hafa međ sér svćđissamband, heimilt ađ sameinast um eina eđa fleiri sveitir.
17. grein.
Átta liđ skulu vera í tveimur efstu deildunum en sextán liđ í ţriđju deild. Stjórn S.Í. hefur rétt til ađ fjölga eđa fćkka liđum í ţriđju og fjórđu deild ţyki henni ástćđa til. Tvö efstu liđ annarrar og ţriđju deildar og ţrjú efstu liđ fjórđu deildar fćrast upp í lok keppnistímabils en tvö neđstu liđ fyrstu og annarrar deildar og ţrjú neđstu liđ ţriđju deildar fćrast niđur..
18.grein.
Ađeins ţeir sem eru í Keppendaskrá SÍ teljast löglegir međ viđkomandi félagi í Íslandsmóti skákfélaga (fyrri - og seinni hluta). Ţó eru ţeir skákmenn sem eru án skákstiga og án félags undanţegnir ţví ađ ţurfa ađ vera í Keppendaskránni.
Tilkynning skákmanns skv. 2.gr. reglugerđar um Keppendaskrá Skáksambandsins skal hafa veriđ send 20 dögum fyrir upphaf fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga ella getur hann ekki teflt fyrir sitt nýja félag í ţví.
Athugasemdir vegna Keppenda-skrárinnar skulu hafa borist SÍ viku fyrir mót og SÍ ađ úrskurđa í síđasta lagi fimm dögum fyrir upphaf Íslandsmóts skákfélaga.
Eftir fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga er skákmanni međ lögheimili á Íslandi heimilt ađ ganga í taflfélag og tefla fyrir nýja taflfélagiđ sitt í seinni hlutanum, ađ ţví gefnu ađ hann hafi ekki teflt fyrir gamla taflfélagiđ sitt í fyrri hlutanum. Til ađ skákmenn teljist löglegir međ hinu nýja félagi skulu slíkar breytingar vera tilkynntar 20 dögum fyrir síđari hlutann.
19. grein.
Keppendur skulu vera skráđir í Keppendaskrá Skáksambandsins sem félagsmenn ţeirra taflfélaga sem ţeir tefla fyrir. Rađa skal keppendum í sveitir og borđ eftir styrkleika. Fyrir upphaf 1.umferđar fyrri hluta ÍS skulu félögin skila inn styrkleikaröđuđum lista allra ţeirra keppenda sem ţeir hyggjast nota í keppninni. Ekki er leyfilegt ađ breyta ţeirri röđ eftir ađ keppni hefst. Keppandi getur flust upp eđa niđur um sveit hvenćr sem er keppninnar en heildarröđ keppenda verđur ađ haldast. Komi liđ ekki til keppni án orsaka tapar ţađ skákum á öllum borđum. Komi slíkt fyrir tvisvar skal liđiđ dćmt úr keppninni. Í hverri viđureign skal a.m.k. helmingur liđsmanna hverrar sveitar vera íslenskir ríkisborgarar eđa hafa veriđ međ lögheimili sitt á Íslandi undanfariđ ár.
20.grein.
Stjórn Skáksambandsins skal árlega skipa sérstaka mótsstjórn sem sker úr um lögmćti keppenda ef beiđni um athugun á lögmćti viđkomandi liggur fyrir eđa ef kćra berst mótsstjórninni. Beiđni um athugun og/eđa kćra skal berast mótsstjórn, eđa skákstjórum fyrir hennar hönd, áđur en keppni lýkur í ţeirri umferđ sem ólöglegur keppandi telst hafa teflt í. Mótsstjórn skal kynna framkomna kćru eđa beiđni ţví félagi sem teflir fram keppandanum og gefa félaginu stuttan frest til ađ koma fram andmćlum. Úrskurđur skal liggja fyrir áđur en nćsta umferđ mótsins hefst. Úrskurđir Mótanefndar skulu rökstuddir og afrit ţeirra afhent báđum málsađilum innan klukkustundar eftir ađ úrskurđur hefur veriđ kveđinn upp. Ef keppandi er úrskurđađur ólöglegur, skal viđkomandi viđureign tapast 2-6 hiđ minnsta ţegar um er ađ rćđa 8 manna liđ en 1,5-4,5 ţegar um er ađ rćđa 6 mann liđ. Tapist viđureignin hins vegar enn stćrra standa ţau úrslit og skal skák ólöglegs keppenda ávallt teljast töpuđ. Úrskurđi mótsstjórnar má skjóta til Dómstóls SÍ og skulu slík erindi hafa veriđ send Dómstólnum innan ţriggja sólarhringa frá upphafi ţeirrar umferđar, sem keppandinn var á međal ţátttakenda. Dómur Dómstóls S.Í. skal liggja fyrir eigi síđar en 5 sólarhringum eftir ađ erindiđ barst. Skákstjóri úrskurđar um önnur vafaatriđi.
21.grein
Stjórn S.Í. setur reglugerđ um nánari framkvćmd Íslandsmóts skákfélaga.
Reglugerđ um Íslandsmót skákfélaga
1. gr.
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga, fjórar umferđir, skal tefldur á tímabilinu september til desember. Síđari hluti mótsins skal fara fram eftir áramótin og ljúka fyrir lok apríl.
2. gr.
Framkvćmdanefnd Íslandsmóts skákfélaga, sem skipuđ er af stjórn Skáksambands Íslands, ákveđur töfluröđ og skipar skákstjóra og umsjónarmenn Íslandsmóts skákfélaga. Öllum taflfélögum, sem eiga sveitir í 1. deild, ber ađ útvega einn skákstjóra.
3. gr.
Tefla skal einfalda umferđ í 1. og 2. deild, en stjórn SÍ skal ákveđa fyrirkomulag í 3. og 4. deild, miđađ viđ fjölda ţátttökuliđa.
Ef stendur á stöku í deild skal liđiđ sem situr hjá fá 4 vinninga í yfirsetunni.
Stjórn SÍ ákveđur tímamörk skáka, en ţau skulu ekki vera skemmri en kappskákartímamörk FIDE.
4. gr.
Liđsstjóra ţess liđs, sem svart hefur á 1. borđi, er skylt ađ gefa skákstjóra skýrslu um úrslit viđureignarinnar, strax ađ henni lokinni.
5. gr.
Hver sveit í 1. deild skal skipuđ 8 keppendum, en í öđrum deildum skulu sveitir skipađar 6 keppendum.
6. gr.
Viđ uppstillingu í liđ skal keppendum rađađ í styrkleikaröđ, ţannig ađ sterkasti skákmađurinn teflir á fyrsta borđi, sá nćststerkasti á öđru borđi o.s.frv.
Ef félag teflir fram fleiri en einu liđi í keppninni skulu ţau auđkennd međ A, B, C o.s.frv. Liđ A skal vera sterkasta liđ félagsins, liđ B ţađ nćststerkasta o.s.frv. Efsta borđ í neđri sveit skal vera skipađ af ađila sem hefur svipađan eđa minni styrkleika en neđsta borđ í efri sveit.
Hverju félagi er heimilt ađ hafa unglinga-öldunga-og kvennasveitir sem ekki ţurfa ađ uppfylla framangreind skilyrđi. Skákmönnum ţessara sveita er heimilt ađ tefla međ öđrum sveitum, sem ekki eru unglinga-öldunga-eđa kvennasveitir, hvenćr sem er í keppninni en geta ađ ţví loknu ekki teflt aftur međ unglinga-öldunga-eđa kvennasveit. Hafi félög fleiri en eina unglinga-öldunga-eđa kvennasveit skal rađa ţeim í styrkleikaröđ og er félögunum heimilt ađ flytja skákmenn á milli ţessara sveita á sama hátt og um almennar sveitir vćri ađ rćđa.
Brjóti félag gegn ákvćđum ţessarar greinar viđ röđun í liđ teljast ţeir keppendur sem rangt er rađađ ólöglegir og skal međferđ málsins ţá vera skv. 20. gr. skáklaga.
7. gr.
Framkvćmdanefnd er heimilt ađ fresta viđureign ef um samgönguerfiđleika er ađ rćđa. Sé viđureign frestađ skal ákveđa nýjan keppnisdag innan hálfs mánađar. Umferđ skal lokiđ innan mánađar frá töfludegi.
8. gr.
Ef liđ hćttir keppni, hvort sem er fyrir upphaf móts, eđa eftir ađ ţađ er hafiđ, eđa ef liđi er vísađ úr keppni, ţá skal ţađ hefja ţátttöku í neđstu deild, ţegar ţađ hyggst taka ţátt í mótinu nćst.
Ef liđ kýs ađ taka ekki sćti sitt, skv. úrslitum á nćsta Íslandsmóti á undan, sbr. 17. gr. skáklaga, telst ţađ hafa sagt sig úr mótinu.
9. gr.
Ef flytja ţarf fleiri liđ upp á milli deilda en gert er ráđ fyrir skv. 17. gr. skáklaga, eđa ef liđ sem á ađ flytjast upp skv. sömu grein kýs ađ taka ekki sćti sitt í efri deild skal bjóđa öđrum liđum úr sömu deild ađ taka sćti ţess í efri deild. Öđrum liđum en ţeim sem samkvćmt 17. gr. skáklaga eiga ađ fćrast upp er heimilt ađ hafna slíku bođi án skýringa. Liđum úr neđri deildinni skal bođiđ ađ fćrast upp um deild í eftirfarandi forgangsröđ:
1. Liđiđ sem lenti í ţriđja sćti
2. Ţađ liđanna tveggja sem féll úr efri deildinni sem lenti ţar í nćstneđsta sćti
3. Liđiđ sem lenti í fjórđa sćti deildarinnar
4. Ţađ liđanna tveggja sem féllu úr efri deildinni sem lenti ţar í neđsta sćti
5. Liđiđ sem lenti í fimmta sćti deildarinnar og svo koll af kolli.
Almennt gildir sú regla ađ nćsta liđ sem á ađ fara upp hefur forgang en annars virkar á víxl.
10. gr.
Reglugerđ ţessi er sett međ heimild í 21. gr. skáklaga SÍ og tekur gildi viđ útgáfu hennar.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.7.): 12
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 177
- Frá upphafi: 8778612
Annađ
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 104
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.