Leita í fréttum mbl.is

Hannes og Hjörvar unnu - Mikael í toppbaráttunni í b-flokki

Hannes og HjörvarHannes Hlífar Stefánsson (2522) og Hjörvar Steinn Grétarsson (2511) unnu báðir í sjöttu umferð a-flokks Czech Open sem fram fór í dag. Hannes gegn alþjóðlega meistarann Vilka Sipila (2423) en Hjörvar á móti tékkneska FIDE-meistaranum Jan Suran (2362). Dagur Arngrímsson (2384) gerði jafntefli við pólska stórmeistarann Kacper Piorun (2566). Mikael Jóhann Karlsson (2029) er meðal efstu manna í b-flokki.

A-flokkur:

Hannes hefur 4,5 vinning og er í 8.-23. sæti, Hjörvar hefur 4 vinninga og er í 24.-55. sæti og Dagur hefur 3,5 vinning og er í 56.-98. sæti.

Rúmenski stórmeistarinn Liviu-Dieter Nisipeanu (2670) er efstur með 5 vinninga.

Í sjöundu umferð, sem fram fer á morgun, teflir Hannes við úkraínska stórmeistarann Dmitry Kononeko (2610), Hjörvar við aserska alþjóðlega meistarann Bahruz Rzayev (2429) og Dagur við ungverska stórmeistarann Denes Boros (2504).

B-flokkur: 

Mikael Jóhann Karlsson (2029) og Jón Trausti Harðarson (1899) unnu, Dagur Ragnarsson (2020) og Mikael JóhannNökkvi Sverrisson (2041) gerðu jafntefli en Oliver Aron Jóhannesson (2015) tapaði.

Mikael hefur 5 vinninga og er í 3.-8. sæti, Dagur hefur 4 vinninga, Jón Trausti og Nökkvi hafa 3,5 vinning og Oliver hefur 2,5 vinning.

D-flokkur:

Felix Steinþórsson (1488) vann, Dawid Kolka (1669) gerði jafntefli og Heimir Páll Ragnarsson (1406) tapaði.

Dawid og Felix hafa 2,5 vinning og Heimir hefur 2 vinninga.

E-flokkur

Steinþór Baldursson tapaði og hefur 3 vinninga. 

238 skákmenn frá 35 löndum tefla í efsta flokki. Þar af eru 46 stórmeistarar og 63 alþjóðlegir meistarar. Hannes er nr. 24 í stigaröð keppenda, Hjörvar er nr. 29 og Dagur er nr. 89. Hámarksstig í b-flokki eru 2400 skákstig og þar taka 235 skákmenn þátt. Íslensku skákmennirnir eru nr. 96-192 í stigaröð keppenda.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 124
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 97
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband