Leita í fréttum mbl.is

Umsóknarfrestur um ferðastyrk til SÍ rennur út 30. júní

Stjórn SÍ hefur gert smávægilegar breytingar á styrkjareglum sínum. Breytingin felur í sér að styrkumsóknir verða afgreiddar framvegis þrisvar sinnum á ári, þ.e. 10. febrúar, 10. júní og 10. október. Umsóknir þurfa að hafa borist eigi síðar en í lok mánaðarins á undan.

Vegna þessara breytinga nú hefur fresturinn til að sækja um styrki verið lengdur til 30. júní í ár og verða styrkumsóknir sem bárust eða berast eftir 10. júní afgreiddar eigi síðar en 10. júlí næstkomandi.

Styrkjareglur SÍ

Aðalmarkmið styrkveitinga stjórnar Skáksambands Íslands til einstaklinga er að styðja við bakið á þeim skákmönnum sem sýnt hafa mestar framfarir, metnað og ástundun á síðustu 12 mánuðum, og þykja því líklegastir til að ná enn lengra í nánustu framtíð. Einnig er markmiðið að verðlauna fyrir afburðaárangur og hvetja þannig til afreka.

Styrkjum frá SÍ er ekki ætlað að styrkja hinn almenna skákáhugamann til farar erlendis, heldur einungis þá sem þykja skara fram úr. Sérstök áhersla er lögð á yngri skákmenn sem eru tilbúnir til að leggja á sig þjálfun til að standa sig á þeim mótum sem styrkbeiðni liggur fyrir um. 

Við allar úthlutanir á að vera lögð áhersla á jafnrétti kynjanna og að þeim stúlkum sem skarað hafa fram úr í hverjum aldursflokki sé gert kleift að afla sér reynslu á skákmótum erlendis til jafns á við stráka. Sams konar kröfur um ástundun, árangur og framfarir eru hins vegar gerðar til stúlkna og drengja, kvenna og karla, hvað styrkjaúthlutanir varðar

Viðmið við styrkúthlutanir

1.     Allir styrkþegar SÍ (ungir, alþjóðlegir og aðrir) þurfa að uppfylla eftirfarandi þrjú skilyrði:

  • Hafa teflt 50 kappskákir á síðustu 24 mánuðum fyrir árið 2010 og 60 skákir fyrir árið 2011 og síðar.
  • Hafa sýnt umtalsverðar framfarir á sl. 12 mánuðum, sem sjáist m.a. á árangri á skákmótum ársins, hækkun skákstiga og reglulegri þjálfun.
  • Hafa sýnt virkni í skákmótum innanlands.

2.     Ungir skákmenn (25 ára og yngri) hafa forgang þegar kemur að úthlutun ferðastyrkja. Eftirfarandi börn og unglingar njóta sérstaks forgangs:

  • Undir 12 ára: 2 stigahæstu og/eða þeir sem hækkað hafa mest á stigum undanfarna 12 mánuði (bæði í stráka- og stúlknaflokki)
  • 12-16 ára: 2 stigahæstu og/eða þeir sem hækkað hafa mest á stigum undanfarna 12 mánuði (bæði í stráka- og stúlknaflokki)
  • 16-20 ára: 2 stigahæstu og/eða þeir sem hækkað hafa mest á stigum undanfarna 12 mánuði (bæði í stráka- og stúlknaflokki)
  • 20-25 ára: 2 stigahæstu og/eða þeir sem hækkað hafa mest á stigum undanfarna 12 mánuði (bæði í stráka- og stúlknaflokki)
3.     Alþjóðlegir meistarar geta fengið ferðastyrki frá SÍ óháð aldri.

4.     Þeir sem þiggja stórmeistaralaun geta ekki fengið almenna ferðastyrki frá SÍ.

5.     Aðrir skákmenn geta fengið ferðastyrki ef þeir ná árangri sem samsvarar 2350 stigum eða meira ("performance") í móti sem styrkur er sóttur um. Ákvörðun um styrkveitingu er tekin eftir mót.

Umsóknareyðublöð og skil 

Allir sem sækja um styrk til SÍ þurfa að leggja fram umsókn á þar til gerðu rafrænu eyðublaði.

Rafræna eyðublaðið

Þar á að koma fram hvers vegna tiltekið skákmót er valið og hvers vegna viðkomandi telur að hann hafi rétt á styrk frá SÍ skv. ofangreindum skilyrðum.

Í umsókninni skal lögð fram æfingaáætlun þar sem þjálfun fyrir tiltekið mót og þátttaka á skákmótum næstu 3 mánuði er skýrð.

Ef umsókn er ófullnægjandi og ekki skilað á þann hátt sem að ofan greinir, er henni sjálfkrafa vísað frá. 

Styrkir SÍ eru afgreiddir þrisvar sinnum á ári. 10. febrúar, 10. júní og 10. október. Sækja þarf um styrkina í lok mánaðarins á undan. Ætlast er til að sótt sé um styrki áður en haldið er mót en ef góðar aðstæður valda því að sótt er um eftir á er tekið tillit til þess.

Tímabundið sérákvæði: Þar sem þessar reglur eru  settar á í júní 2013 er umsóknarfrestur lengdur til júníloka 2013. Svör við umsóknunun sem bárust/berast eftir 10. júní verða afgreiddar eigi síðar en 10. júlí 2013.

Sérstök styrkjanefnd, skipuð af stjórn SÍ, fer yfir allar umsóknir og gerir tillögur til stjórnar um afgreiðslu styrkja hverju sinni. 

Að jafnaði getur enginn fengið meira en 60.000 krónur á ári í styrk frá SÍ, nema þegar hann er fulltrúi Íslands á alþjóðlegum mótum erlendis. Ef einhver þykir skara sérstaklega fram úr á sl. 12 mánuðum er þó hægt að gera undantekningu á þessari reglu og hækka árlegan styrk til viðkomandi aðila. 

Skyldur styrkþega gagnvart SÍ: 

Að loknu móti skulu styrkþegar senda stutta frásögn til styrkjanefndar og skýra skák frá mótinu sem þeir hlutu styrk til að taka þátt í. Styrkjanefnd mun síðan birta greinina í einhverjum miðli skákhreyfingarinnar.

Ef stjórn SÍ fær áreiðanlegar upplýsingar um ósæmilega og vítaverða hegðun styrkþega á skákstað (t.d. áfengisnotkun á meðan á móti stendur) og ef styrkþegi hættir á skákmóti án löglegra forfalla, mun viðkomandi vera sviptur þeim styrk sem honum var veittur. Viðkomandi mun auk þess ekki koma til greina við úthlutun styrkja SÍ næstu 12 mánuði.

Styrkir eru borgaðir út eftir að skákmóti lýkur, þegar ljóst er að skyldur styrkþega hafa verið uppfylltar. 

Reglur um áfangastyrki og boð á EM-einstaklinga 

Stórmeistara áfangar: SÍ veitir íslenskum skákmanni sem nær stórmeistara áfanga karla 300þús krónur. Hægt er að fá tvo þannig styrki.

Alþjóðlegir áfangar: SÍ veitir íslenskum skákmanni sem nær alþjóðlegum áfanga  karla 100þús krónur. Hægt er að fá þrjá þannig styrki.

Áfangastyrkir eru ekki veittir þeim sem hafa náð viðkomandi titlum.

EM-einstaklinga í opnum flokki: 

Sigurvegari á Skákþingi Íslands er sendur af SÍ á næsta EM-einstaklinga.  

Ef íslenskur skákmaður,

a) nær að fara yfir 2600 FIDE-stig síðustu tólf mánuði fyrir EM

b) eða vinnur Reykjavíkurmótið (jafnt efsta sæti nægir)

c) eða nær árangri 7.umferða eða lengra skákmóti, sem mælist sem frammistaða ("performance") upp á 2670 FIDE-stig eða meira og innifelur GM-áfanga árangur

þá býður SÍ honum á næsta EM einstaklinga.

Ef stutt er frá því að réttur til EM náðist fram að næsta móti, er heimilt að taka boðið út á þarnæsta EM í staðinn.

 

EM-einstaklinga í kvennaflokki: 

Ef íslensk skákkona nær,

a) alþjóðlegum áfanga karla

b) eða nær árangri í 7.umferða eða lengra skákmóti sem mælist sem frammistaða ("performance") upp á 2450 FIDE-stig eða meira og innifelur WGM-áfanga árangur

þá býður SÍ henni á næsta EM-einstaklinga í kvennaflokki.

Ef stutt er frá því að réttur til EM náðist fram að næsta móti, er heimilt að taka boðið út á þarnæsta EM í staðinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 157
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 105
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband