12.6.2013 | 14:27
Sigurbjörn: Skemmtilegu Íslandsmóti lokið
Sigurbjörn Björnsson hefur skrifað góðan og mjög athyglisverðan pistil um Opna Íslandsmótið í skák. Þar segir meðal annars:
Mótið sjálft var vel heppnað og áður hef ég hrósað skákstaðnum og mótshöldurum. Það var fínt að tefla þarna og væri gaman ef mótið yrði á sama stað að ári, það hlýtur að vera gott fyrir alla aðila að nota þetta húsnæði meðan það er autt og ófrágengið að öðru leyti. Ég hef sagt það áður og endurtek nú að það er sjálfsagt mál að hafa mótið opið í tilefni af 100 ára afmæli mótsins en að sama skapi tel ég afar brýnt að mótið verði lokað á nýjan leik á næsta ári. Mótið hefur einfaldlega meiri vigt sé það lokað og það reynir meira á keppendurna sem þýðir að það nýtist keppendum betur í þeirri viðleitni að verða betri skákmenn.
Áður en mótið hófst las ég viðtalið við Friðrik Ólafsson í nýjasta SKÁK og tók ég sérstaklega eftir svari hans við spurningunni hvernig honum litist á skáklíf Íslendinga. Svar Friðriks var á þá leið að áhuginn virðist vera mikill en styrleikinn mætti vera meiri. Undir þetta tek ég heilshugar og vil ég líta á þetta sem áskorun Friðriks til skákmanna á Íslandi að bæta sig. Að mínu viti á þetta ekkert bara við toppmennina heldur líka við þá sem eru stigalægri. Áhuginn hlýtur að vera frumforsenda árangurs og á meðan áhuginn er mikill þá á að vera hægt að bæta sig, sama á hvaða styrkleikabili menn eru. Hver og einn skákmaður ætti að taka þessa áskorun Friðriks til sín og reyna að bæta sig sem skákmaður og að sama skapi tel ég að SÍ/Skákskólinn ætti að móta sér stefnu um það hvað sambandið geti gert til þess að eignast betri skákmenn. Ég tel að sóknarfærin séu mikil og það er hægt, án mikils tilkostnaðar, að fara markvisst í að búa til betri skákmenn. Það mætti t.d. prófa að halda námskeið sem standa undir sér sjálf fyrir skákmenn sem vilja læra að stúdera og vilja kynnast réttum aðferðum við að bæta sig.
Pistilinn má nálgast í heild sinni á Skakbaekur.is.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 0
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 126
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 101
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.