Leita í fréttum mbl.is

Íslandsmótiđ í skák hefst á föstudag - haldiđ upp á 100 afmćli mótsins

Skáksamband ÍslandsÍslandsmótiđ í skák hefst á föstudaginn klukkan 17. Mótiđ á hundrađ ára afmćli í ár en Skákţing Íslendinga - eins og mótiđ hét í upphafi, var fyrst haldiđ áriđ 1913. Taflfélag Reykjavíkur hélt mótiđ fystu árin en Skáksamband Íslands tók viđ mótinu tveimur árum eftir stofnun ţess - eđa áriđ 1927. 

Í tilefni ţessa merka afmćlis er mótiđ nú međ óvenjulegi sniđi. Ţađ er opiđ í fyrsta skipti og í fyrsta hedinnskipti í hundrađ ára sögu mótsins tefla allir í sama flokki. Mótiđ er einnig Íslandsmót kvenna. Nú tveimur dögum fyrir mót eru ríflega 70 keppendur skráđir til leiks. Teflt er viđ einstakar ađstćđur  á 20. hćđinni í Turninum viđ Borgartún (Höfđatorg). Menntamálaráđherra, Illugi Gunnarsson, setur mótiđ og leikur fyrsta leik ţess. 

Mótiđ er mjög sterkt. Langt er síđan ţađ hefur veriđ svo vel skipađ en nánast allir sterkustu virku skákmenn landsins taka ţátt. Međal keppenda eru stórmeistararnir Héđinn SteingrímssonHannes Hlífar StefánssonHenrik Danielsen og Stefán Kristjánsson og alţjóđlegu meistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson, sem varđ tvítugur í dag, Bragi og Björn ŢorfinnssynirGuđmundur Kjartansson og Sćvar Bjarnason.

Stefán og HannesHannes er ellefufaldur Íslandsmeistari í skák, sá langsigursćlasti í íslenskri skáksögu en titlana vann hann á tímabilinu 1998-2010. Héđinn Steingrímsson hefur orđiđ tvisvar sinnum Íslandsmeistari. Í fyrra sinniđ áriđ 1990 ţegar hann sigrađi á Höfn í Hornafirđi, ţá ađeins 15 ára, sem er aldursmet sem enn stendur. Henrik Danielsen vann mótiđ 2009. Ađrir keppendur á mótinu hafa ekki orđiđ Íslandsmeistarar í skák.

Núverandi Íslandsmeistari Ţröstur Ţórhallson tekur ekki ţátt í mótinu enda hćttur atvinnumennsku í skák.

Fyrsti Íslandsmeistarinn í skák var Pétur Zóphóníasson sem hélt reyndar titilinum til ársins 1917. Henrik DanielsenŢess má geta ađ barnabarnabarnabarn Péturs, Vignir Vatnar Stefánsson, er međal keppenda. Alls hafa 35 hampađ titlinum. Nćstir á eftir Hannesi eru Eggert Gilfer og Baldur Möller međ sjö titla hvor. Ásmundur Ásgeirsson, Friđrik Ólafsson og Helgi Ólafsson eru sexfaldir meistarar, áđurnefndur Pétur og Jóhann Hjartarson fimmfaldir meistarar og Ingi R. Jóhannsson vann titilinn fjórum sinnum.
 
Íslandsmót kvenna var hins vegar fyrst haldiđ áriđ 1975.  Ţá sigrađi Guđlaug Ţorsteinsdóttir á mótinu, ađeins fjórtán ára. Ţrettán konur hafa orđiđ Íslandsmeistarar kvenna. Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir langoftast eđa ellefu sinnum, Guđlaug er nćst međ sex sigra og Lenka Ptácníková hefur unniđ titilinn fjórum sinnum.
 
Lenka PtácníkóváŢađ sama á viđ Íslandsmót kvenna og sjálft Íslandsmótiđ. Nánast allar sterkustu virku skákkonur landsins taka ţátt. Auk Lenku, sem er núverandi Íslandsmeistari kvenna, má nefna Hallgerđi Helgu Ţorsteinsdóttur, Tinnu Kristínu Finnbogadóttur, Jóhönnu Björg Jóhannsdóttur, Elsu Maríu Kristínardóttur, Sigríđi Björg Helgadóttur, Hrund Hauksdóttur og Veroniku Steinunni Magnúsdóttur. Af ţeim sem taka ţátt núna hafa ţrjár orđiđ Íslandsmeistarar. Lenka fjórum sinnum á tímabilinu 2006-2012; Hallgerđur Helga sem varđ Íslandsmeistari kvenna kvenna 2008 og Elsa María sem hampađi titlinum áriđ 2011.
 
Mótiđ fer fram alla daga frá föstudeginum 31. maí til laugardagsins 8. júní. Tefldar eru tíu umferđir. Hćgt verđur ađ fylgjast međ gangi mála á Skák.is og á vefsíđu mótsins, http://www.icelandicopen.com/.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 54
  • Sl. viku: 177
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 108
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband