28.5.2013 | 21:36
Lokadagur í Ásgarði í dag
Æsir í Ásgarði tefldu sitt síðasta skákmót á þessari vetrarskákvertíð í dag. Þeir enduðu með vorhraðskákmóti þar sem þrjátíu skák öðlingar mættu til leiks. Tefldar voru níu umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Jóhann Örn Sigurjónsson vann það með glæsibrag, fékk 8½ vinning
Í öðru sæti varð Sæbjörn G Larsen með 7 vinninga. Síðan komu þrír jafnir með 6½ vinning. Það voru þeir Guðfinnur R Kjartansson, Ari Stefánsson og Björn V Þórðarson. Guðfinnur var með flest stig þannig að hann fékk bronsið.
Þá voru veitt verðlaun fyrir bestan árangur samanlagt á öllum skákdögum vetrarins. Guðfinnur R Kjartansson var þar langefstur með 188 vinninga í 250 tefldum skákum sem telst vera 75% vinningshlutfall. Guðfinnur er því Vetrarhrókur þessa skákvetrar, í verðlaun fékk hann gullpening og bikar. Vetrarhrókur nr. 2 varð Þorsteinn Guðlaugsson með 166½ vinning í 290 tefldum skákum sem er 57% vinningshlutfall.Vetrarhrókur nr 3 varð svo Valdimar Ásmundsson með 166 vinninga í 280 skákum sem er 59 % vinningshlutfall. Fast á hæla þessum kom svo Haraldur Axel Sveinbjörnsson með 165½ vinning. Haraldur hefur verið Vetrarhrókur nr. 1 síðastliðin þrjú ár.
Við verðum svo í sumarfríi til þriðja september nk. þá byrjar dagskrá næsta vetrar.
Skákglöðum öldungum er bent á að Riddararnir fara ekkert í sumarfrí þeir tefla alla miðvikudaga við Hafnarfjarðarkirkju og upplagt að skreppa þangað ef okkur klæjar í skákfingurna.
Myndaalbúm (ESE)
Úrslit dagsins
Flokkur: Spil og leikir | Breytt 29.5.2013 kl. 15:01 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 4
- Sl. sólarhring: 26
- Sl. viku: 130
- Frá upphafi: 8779010
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 103
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.