Leita í fréttum mbl.is

Lokadagur í Ásgarði í dag

ÆSIR   hraðskákmótið   efstu menn  2113x1135Æsir í Ásgarði  tefldu sitt síðasta skákmót á þessari vetrarskákvertíð í dag. Þeir enduðu með vorhraðskákmóti þar sem þrjátíu skák öðlingar mættu til leiks. Tefldar voru níu umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Jóhann Örn Sigurjónsson vann það með glæsibrag, fékk 8½ vinning

Í öðru sæti varð Sæbjörn G Larsen með 7 vinninga. Síðan komu þrír jafnir með 6½ vinning. Það voru þeir Guðfinnur R Kjartansson, Ari Stefánsson og Björn V Þórðarson. Guðfinnur var með flest stig þannig að hann fékk bronsið.

Þá voru veitt verðlaun fyrir bestan árangur samanlagt á öllum skákdögum vetrarins. Guðfinnur R ÆSIR  Vetrarhrókarnir   ese 2487x1534Kjartansson var þar langefstur með 188 vinninga í 250 tefldum skákum sem telst vera 75% vinningshlutfall. Guðfinnur er því Vetrarhrókur þessa skákvetrar, í verðlaun fékk hann gullpening og bikar. Vetrarhrókur nr. 2 varð Þorsteinn Guðlaugsson með 166½ vinning í 290 tefldum skákum sem er 57% vinningshlutfall.Vetrarhrókur nr 3 varð svo Valdimar Ásmundsson með 166 vinninga  í 280 skákum sem er 59 % vinningshlutfall. Fast á hæla þessum kom svo Haraldur Axel Sveinbjörnsson með 165½ vinning. Haraldur hefur verið Vetrarhrókur nr. 1 síðastliðin þrjú ár.

Við verðum svo í sumarfríi til þriðja september nk. þá byrjar dagskrá næsta vetrar.

Skákglöðum öldungum er bent á að Riddararnir fara ekkert í sumarfrí þeir tefla alla miðvikudaga  við Hafnarfjarðarkirkju og upplagt að skreppa þangað ef okkur klæjar í skákfingurna.

Myndaalbúm (ESE)

Úrslit dagsins

 

_sir_28_mai.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 8779010

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 103
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband