Leita í fréttum mbl.is

Þröstur hraðskákmeistari suðurarms Goðans-Máta

Að mótslokum. Sáttir Goðmátar með íslenskt grænmeti í forgrunnitaflan Miðvikudagskvöldið síðasta þegar hinar pólitísku klukkur stóðu í stað og landið var stjórnlaust um stund fóru klukkurnar af stað í Sölufélagi Garðyrkjumanna. Tólf lærisveinar Caissu hófu að hreyfa útskorna menn í kappi hver við annan og húsbóndann harðasta - tímann sjálfan - sem tifaði miskunnarlaust áfram milli vel útilátinna grænmetis- og ostabakka Gunnlaugs Karlssonar, framkvæmdastjóra þar á bæ og góðs gestgjafa.

Félagar í skákfélaginu Goðanum-Mátum voru mættir í sólroðinn Brúarvog til þess að útkljá sín á milli hver skyldi kallaður hraðskákmeistari félagsins sunnan heiða. Sérstakur stuðningsaðili mótsins, fyrirtækið Eflir almannatengsl sá um vegleg verðlaun.

Spennandi keppni og jöfn fór í hönd og enduðu leikar þannig, að þrír urðu efstir og jafnir: Þröstur Jón Þorvaldsson afhendir Gunnlaugi Karlssyni þakklætisvott fyrir húsnæðið og grænmetis- og ostabakkana Þórhallsson, Einar Hjalti Jensson og Tómas Björnsson. Rétt neðar kom Arnar Þorsteinsson nýkominn af fjalli - annars var mótið jafnt og í raun spurning um dagsform. Það var helst aldursforsetinn Björn Þorsteinsson, margfaldur Íslandsmeistari í hraðskák og kappskák, sem náði sér ekki á strik að þessu sinni. Stórmeistarinn og Íslandsmeistarinn, Þröstur Þórhallsson, var úrskurðaður sigurvegari á stigum og handhafi titilsins Hraðskákmeistari GM-S 2013. Hollvinur félagsins, Halldór Grétar, hélt utan um mótstöflu og tefldi með sem gestur.

Góður andi sveif yfir vötnum og var það mál manna þegar upp var staðið að Einstein hefði haft rétt fyrir sér með tímann: hann er sannarlega afstæður og getur auk þess verið hvorttveggja gefandi og skemmtilegur.

Að keppni lokinni hélt framkvæmdastjóri Eflis almannatengsla, séntilmaðurinn og mannasættirinn Jón Þorvaldsson, skemmtilega tölu og útdeildi verðlaunum. Allir keppendur voru leystir út með viðurkenningu og veglegri gjöf - skjatta frá Kropphúsinu (Body Shop). Innihald skjattans ku víst hafa glatt konur Goðmátanna sérstaklega.

Með þessu móti lýkur vetrarstarfi GM sunnan heiða. Óhætt er að segja að eftirtekjur séu góðar en félagið státar nú af tveimur sveitum í efstu deild Íslandsmóts skákfélaga. Framundan er skemmtikvöld í júní og svo hyggst félagið velgja Víkingum undir uggum í hraðskákkeppni skákfélaga síðla sumars.

Mótið á Chess-Results

Með skákkveðju

Pálmi R. Pétursson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Trauðla var þetta Pálmi, ég giska á Jón.

Guðmundur Pétursson, 25.5.2013 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 12
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 138
  • Frá upphafi: 8779018

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 110
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband