24.5.2013 | 21:46
Þröstur hraðskákmeistari suðurarms Goðans-Máta
Miðvikudagskvöldið síðasta þegar hinar pólitísku klukkur stóðu í stað og landið var stjórnlaust um stund fóru klukkurnar af stað í Sölufélagi Garðyrkjumanna. Tólf lærisveinar Caissu hófu að hreyfa útskorna menn í kappi hver við annan og húsbóndann harðasta - tímann sjálfan - sem tifaði miskunnarlaust áfram milli vel útilátinna grænmetis- og ostabakka Gunnlaugs Karlssonar, framkvæmdastjóra þar á bæ og góðs gestgjafa.
Félagar í skákfélaginu Goðanum-Mátum voru mættir í sólroðinn Brúarvog til þess að útkljá sín á milli hver skyldi kallaður hraðskákmeistari félagsins sunnan heiða. Sérstakur stuðningsaðili mótsins, fyrirtækið Eflir almannatengsl sá um vegleg verðlaun.
Spennandi keppni og jöfn fór í hönd og enduðu leikar þannig, að þrír urðu efstir og jafnir: Þröstur Þórhallsson, Einar Hjalti Jensson og Tómas Björnsson. Rétt neðar kom Arnar Þorsteinsson nýkominn af fjalli - annars var mótið jafnt og í raun spurning um dagsform. Það var helst aldursforsetinn Björn Þorsteinsson, margfaldur Íslandsmeistari í hraðskák og kappskák, sem náði sér ekki á strik að þessu sinni. Stórmeistarinn og Íslandsmeistarinn, Þröstur Þórhallsson, var úrskurðaður sigurvegari á stigum og handhafi titilsins Hraðskákmeistari GM-S 2013. Hollvinur félagsins, Halldór Grétar, hélt utan um mótstöflu og tefldi með sem gestur.
Góður andi sveif yfir vötnum og var það mál manna þegar upp var staðið að Einstein hefði haft rétt fyrir sér með tímann: hann er sannarlega afstæður og getur auk þess verið hvorttveggja gefandi og skemmtilegur.
Að keppni lokinni hélt framkvæmdastjóri Eflis almannatengsla, séntilmaðurinn og mannasættirinn Jón Þorvaldsson, skemmtilega tölu og útdeildi verðlaunum. Allir keppendur voru leystir út með viðurkenningu og veglegri gjöf - skjatta frá Kropphúsinu (Body Shop). Innihald skjattans ku víst hafa glatt konur Goðmátanna sérstaklega.
Með þessu móti lýkur vetrarstarfi GM sunnan heiða. Óhætt er að segja að eftirtekjur séu góðar en félagið státar nú af tveimur sveitum í efstu deild Íslandsmóts skákfélaga. Framundan er skemmtikvöld í júní og svo hyggst félagið velgja Víkingum undir uggum í hraðskákkeppni skákfélaga síðla sumars.
Með skákkveðju
Pálmi R. Pétursson
Flokkur: Spil og leikir | Breytt 26.5.2013 kl. 09:11 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 12
- Sl. sólarhring: 27
- Sl. viku: 138
- Frá upphafi: 8779018
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 110
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Trauðla var þetta Pálmi, ég giska á Jón.
Guðmundur Pétursson, 25.5.2013 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.