Leita í fréttum mbl.is

Pistill: Stórgóđ skákheimsókn á Blönduós - upphafsstađ Skáksambandsins

2013 04 18 10.23.31Skákheimsóknin á Norđurlandi vestra hélt áfram í dag ţegar skákbćrinn Blönduós, ţar sem Skáksambandiđ var stofnađ 23. júní 1925, var heimsóttur. Viđ Stefán Bergsson hófum heimsóknina í Blönduskóla ţar sem Berglind Björnsdóttir ađstođarskólastjóri tók á móti okkur. Bođiđ var upp á skákkennslu/skákkynningu í skólanum sem langflestir nemendur sóttu.

Hannes Hlífar Stefánsson, stórmeistari, ellefufaldur 2013 04 18 10.22.24Íslandsmeistari í skák og skákkennari viđ Skákskólann bćttist viđ í hópinn í dag eftir ađ hafa komiđ fljúgandi međ Eyjaflugi í flugi í morgun og tók ţátt í kennslunni međ okkur.

Vel gekk í Blönduskóla. Margir krakkanna ţekktu vel til skákarinnar og voru ákaflega áhugasamir. Ólafur Sigfús Benediktsson (Óli Ben) og Brynhildur Erla Jakobsdóttir íţróttakennarar hafa ýtt undir skákiđkun í skólanum og veriđ međ skákkennslu öđru hvoru sem hafđi greinilega skilađ sér.

2013 04 18 13.46.59Ađ lokinni skákkennslunni kíktum viđ á gamla lćknisbústađinn, sem nú er íbúđarhúsnćđi, ţar sem Skáksambandiđ var stofnađ áriđ 1925. Utan á ţví húsnćđi er skjöldur sem settur var á ţađ áriđ 1985 ţegar afmćlismót SÍ var haldiđ. Viđ Hannes Hlífar tókum einmitt báđir ţátt í ţví móti.

Ástćđan fyrir ţví ađ Skáksambandiđ var stofnađ á Blönduósi er merkileg. Ţađ voru norđlensk félög sem stofnuđu Skáksambandiđ en freistuđu ţess mjög ađ fá Taflfélag Reykjavíkur, sem var ţá langstćrsta og öfluga félag landsins, til ađ taka ţátt í stofnun SÍ. Til ţess ađ auka líkurnar á ađ TR tćki ţátt í stofnunni var ţess freistađ ađ fćra stofnfundinn nćr Reykjavík. Sú tilraun mistókst en TR gekk í Skáksambandiđ ári síđar og SÍ tók svo viđ Skákţingi Íslands áriđ 1927 af TR, sem hafđi haldiđ mótiđ frá 1913.

Viđ hittum Arnar Ţór Sćvarsson, bćjarstjóra Blönduóss, og fórum međal annars yfir hvernig mćtti DSC01847 [1280x768]minnast 90 ára afmćlis SÍ eftir tvö ár auk ţess sem viđ gáfum bćnum sögu SÍ sem rituđ var af Ţráni Guđmundssyni, fyrrvervandi forseta SÍ, í tilefni 70 ára afmćli SÍ áriđ 1995.

Af ţví loknu var haldiđ í Blönduóslaug. Ţar var sundlaugarsett vígt af bćjarstjóranum og Óla Ben íţróttakennara. Í ljós kom ađ ţeir félagarnir eru báđir býsna góđir skákmenn. Bćjarstjórinn var á góđri leiđ ađ vinna skákina en augnabliks einbeitingarleysi varđ til ţess ađ hann lék af sér sem íţróttakennarinn var ekki lengi ađ nýta sér og hafđi sigur.

Viđ gáfum einnig taflsett á bćjarskrifstofuna sem og íţróttamiđstöđina.

DSC01851 [1280x768]Á morgun förum viđ í Árskóla á Sauđarkróki og einnig verđa ţrjú sundlaugarsett gefin til bćjarfélagsins, ţ.e. á Sauđárkrók, Hofsós og Varmahlíđ. Um kvöldiđ hefst svo Skákţing Norđlendinga ţar sem 22 keppendur eru skráđir til leiks.

Ţađ er skemmtilegt frá ţví ađ segja ađ ţeir skólar sem viđ höfum ekki heimsótt í ţessari heimsókn á Norđurlandi vestra hafa haft samband og „kvartađ" yfir ţví ađ höfum ekki sinnt ţeim. Segir manni ađ skákáhugi er mikill á landsbyggđinni og sóknarfćri mikil!

Myndaalbúm (GB og Róbert Daníel Jónsson, forstöđumađur íţróttamiđstöđvarinnar).


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 171
  • Frá upphafi: 8779109

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 107
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband