Leita í fréttum mbl.is

N1 Reykjavíkurskákmótið af stað með glæsibrag: Óvænt úrslit í 1. umferð

  • Friðrik Ólafsson og íslensku stórmeistararnir sigruðu allir í 1. umferð
  • Ingibjörg Edda Birgisdóttir með góðan sigur á alþjóðameistara.
  • Dagur Ragnarsson, 15 ára, með jafntefli við stórmeistara 
  • Kornungur norskur piltur með jafntefli við ofurmeistarann DingLiren 

IMG 6879Alþjóðlega N1 Reykjavíkurskákmótið hófst í Hörpu í kvöld og er hið fjölmennasta í næstum 50 ára sögu mótsins. 228 skákmenn frá 38 löndum taka þátt og þar af 35 stórmeistarar. Mótið fór mjög fjörlega af stað og nokkur mjög óvænt úrslit sáu dagsins ljós. 

IMG 6829Ingibjörg Edda Birgisdóttir, tvöfaldur Íslandsmeistari kvenna í skák, sigraði hollenskan alþjóðameistara sem er tæplega 600 stigum hærri. Tinna Kristín Finnbogadóttir gerði jafntefli við þýskan alþjóðameistara og Dagur Ragnarsson, 15 ára, gerði jafntefli við tyrkneska stórmeistarann og landsliðsmanninn Mustafa Yilmaz.

IMG 6846Íslensku stórmeistararnir Friðrik Ólafsson, Stefán Kristjánsson, Henrik Danielsen og Þröstur Þórhallsson unnu allir sínar skákir.

Ein alóvæntustu úrslit 1. umferðar voru  jafntefli hins 13 ára Sebastian Mihajlov frá Noregi við kínverska ofurstórmeistarann Ding Liren, sem hefur um 650 stigum meira en Norðmaðurinn ungi.Ding Liren var sýnilega brugðið í lok skákarinnar, en hann er næststigahæsti skákmaður Kínverja, sem eru risaveldi í skákheiminum.

IMG 6805Aðrir ofurstórmeistarar náðu að komast óskaddaðir gegnum 1. umferðina. Anish Giri, stighæsti skákmaður mótsins, lagði Norðmanninn Johan-Sebastian Christiansen, og Frakkinn MaximeVachier-Lagrave lagði Svetoslav Mihajlov, en hann er pabbi norska drengsins sem gerði hið frækilega jafntefli við Ding Liren.

Setningarathöfn N1 Reykjavíkurmótsins var í senn skemmtileg og hátíðleg. Ávörp fluttu Gunnar Björnsson forseti Skáksambandsins, Eggert Benedikt Guðmundsson forstjóri N1, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Jón Gnarr borgarstjóri, sem síðan lék fyrsti leikinn fyrir Anish Giri. Haraldur Reynisson tónlistarmaður flutti lag um vináttuna, en athöfninni stjórnaði Þóra Arnórsdóttir sjónvarpskona með miklum glæsibrag.  

IMG 6814Margir áhorfendur lögðu leið sína í Hörpu að fylgjast með skáksnillingunum. Þátttaka Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslendinga, vekur mikla gleði meðal íslenskra skákáhugamanna, en Friðrik er fyrsti stórmeistari Íslendinga og tók þátt í fyrsta Reykjavíkurskákmótinu, fyrir 49 árum. Friðrik, sem nú er 78 ára, lagði Ólaf Gísla Jónsson í skemmtilegri skák í 1. umferð.

IMG 6818Afar góðar aðstæður eru á skákstað og hægt að fylgjast með mörgum skákum beint á risaskjá. Ingvar Þór Jóhannesson annaðist skákskýringar, og var meðal annars farið í saumana á sigurskák Ingibjargar Eddu og hrakförum Ding Liren.

Tvær umferðir verða tefldar á morgun, miðvikudag. Sú fyrri hefst kl. 9:30 og sú síðari hefst kl. 16:30.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 127
  • Frá upphafi: 8779007

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 102
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband