Leita í fréttum mbl.is

N1 Reykjavíkurskákmótiđ 2013 í Hörpu hefst klukkan 16 á ţriđjudag


  • Aldrei fleiri keppendur í hálfrar aldar sögu mótsins.
  • Friđrik Ólafsson međal keppenda.
  • Tveir heimsmeistarar.
  • Ţrír stigahćstu skákmenn heims undir 20 ára.
  • Forsćtisráđherra, borgarstjóri og forstjóri N1 flytja ávörp

Mynd 1N1 Reykjavíkurskákmótiđ 2013 í Hörpu hefst í dag, ţriđjudag, klukkan 16. Mótiđ er hiđ fjölmennasta frá upphafi og er búist viđ um 230 keppendum, ţar af um 170 erlendum gestum frá nćstum 40 ţjóđum. Međal keppenda á mótinu verđur hinn 78 ára gamli Friđrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga og gođsögn í skákheiminum. Tveir heimsmeistarar keppa á mótinu og ţrír stigahćstu skákmenn heims 20 ára og yngri. Kínverskan stúlkan Guo Qi er heimsmeistari stúlkna og Alexander Ipatov er heimsmeistari pilta, og eru međal margra kornungra snillinga sem setja munu mikinn svip á N1 Reykjavíkurskákvótiđ. Stigahćstur allra er Anish Giri, 19 ára gamall, en međal annarra meistara eru Wesley So frá Filippseyjum og kínversku ofurstórmeistarnir Bu Xiangzhi, Yu Yangyi og Ding Liren.
Mynd 5 Wei YiMynd 6 Friđrik Ólafsson stórmeistariFjölmörg börn og ungmenni tefla á stórmótinu í Hörpu. Margra augu munu beinast ađ hinum 13 ára Wei Yi, sem er stigahćstur allra í heiminum, 14 ára og yngri, og er kominn međ tvo stórmeistaraáfanga af ţremur. Yngsti keppandi mótsins er Óskar Víkingur Davíđsson, 7 ára, sem jafnframt er yngsti keppandinn í 49 ára sögu mótsins.

Mótiđ var fyrst haldiđ áriđ 1964 og međal keppenda ţá var Friđrik Ólafsson. Hann hefur í ţrígang sigrađ á Reykjavíkurskákmótinu, sem nú er haldiđ í 28. skipti. Friđrik verđur aldursforseti í Hörpu, en yngsti keppandinn er Óskar Víkingur Davíđsson, sem er ađeins 7 ára. Fjölmörg íslensk börn og ungmenni eru skráđ til leiks í Hörpu og fá einstakt tćkifćri til ađ spreyta sig á aţjóđlegu skákmóti. 

Mynd 2 - Guo QiAldrei hafa fleiri stórmeistarar teflt á alţjóđlegu skákmóti á Íslandi, og ljóst ađ hörđ barátta bíđur íslenska heimavarnarliđsins. Ţar eru í flokki fremst Friđrik Ólafsson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Stefán Kristjánsson, Ţröstur Ţórhallsson, Henrik Danielsen og Hannes Hlífar Stefánsson, en Hannes er sigursćlasti keppandi í sögu Reykjavíkurmótanna međ fimm sigra.

N1 Reykjavíkurmótiđ verđur sett í Hörpu klukkan 16 ţriđjudaginn 19. febrúar. Ávörp flytja Gunnar Björnsson forseti Skáksambandsins, Eggert Benedikt Guđmundsson forstjóri N1, Jóhanna Sigurđardóttir forsćtisráđherra og Jón Gnarr borgarstjóri. Ţá mun Haraldur Reynisson tónlistarmađur flytja lag, en athöfninni stýrir Ţóra Arnórsdótttir sjónvarpskona.

Alls eru tefldar 10 umferđir og stendur mótiđ 19. til 27. febrúar. Áhorfendur eru velkomnir í Hörpu og er ađgangur ókeypis. Skákskýringar eru í bođi, sem og frábćrt tćkifćri til ađ sjá suma af bestu og efnilegustu skákmönnum heims leika listir sínar.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Engar beinar útsendingar?

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.2.2013 kl. 18:53

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 8
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 144
  • Frá upphafi: 8779037

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 114
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband