Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Besti "skákmađurinn" er Houdini 3

Houdinni 3 besti Hjörvar Steinn Grétarsson vann lokaskák sína á Hastings-mótinu sem lauk um síđustu helgi, hlaut 7 vinninga af 10 mögulegum og varđ í 2. - 9. sćti. Sigurvegari varđ enski stórmeistarinn og liđsmađur Gođans, Gawain Jones međ 7 vinninga. Guđmundur Kjartansson átti góđa möguleika á ţví ađ ná áfanga ađ stórmeistaratitli en hann missti niđur gjörunniđ tafl gegn Norđmanninum Johannes Kvisla í 7. umferđ. Hann fékk 6 vinninga af 10 mögulegum og hćkkar um 14 elo-stig. Báđir voru međ árangur uppá ca. 2500 elo.

Nú er nýhafiđ Skákţing Reykjavíkur eđa KORNAX-mótiđ eftir ađal-styrktarađila ţess. Ţađ er vel skipađ en stigahćstur er sigurvegarinn frá 2009, Davíđ Kjartansson. Almennt er búist viđ ţví ađ Einar Hjalti Jensson, Dađi Ómarsson, Sćvar Bjarnason og hjónin Omar Salama og Lenka Ptacnikova muni veita honum harđa keppni um 1. verđlaun.

Annađ mót, ekki síđur sterkt, hófst um svipađ leyti í húsakynnum Skákskóla Íslands fimmtudaginn 3. janúar. Ţar eru tefldar sjö umferđir og ađeins ein skák í viku. Međal keppenda eru Ţröstur Ţórhallsson, Stefán Kristjánsson, kvennalandsliđiđ og Karl Ţorsteins sem, ađ Íslandsmóti skákfélaga slepptu, hefur ekki teflt í langan tíma. Ýmsum finnst athugavert ađ mótin fari fram á sama tíma en dagskráin skarast ţó ekki og Gođanum hefur undanfariđ tekist vel í ţví ađ lađa fram á sjónarsviđiđ ýmsa kunna meistara sem teflt hafa lítiđ hin síđari ár.

Houdini 3 er međ 3335 elo stig

Nýbirt elo-stig Magnúsar Carlsen uppá 2861 elo-stig hafa vakiđ mikla athygli. Kollegi Magnúsar, norski stórmeistarinn Leif Erlend Johannessen, heldur ţví blákalt fram í grein í norsku blađi ađ sterkasti „skákmađur" heims sé tölvuforritiđ Houdini 3 og stig ţess séu uppá 3335 elo. Ţađ ćtti ađ vera kappsmál fyrir skákmenn ađ ná sér í ţetta forrit og fara yfir tefldar skákir međ ţví, heldur Leif Erlend áfram. Greinarhöfundur tók Leif á orđinu og stillti upp stöđu úr skák sem fékk fegurđarverđlaun á Reykjavíkurmótinu 1990:

Helgi Ólafsson - Jonathan Levitt

Enskur leikur

1. c4 Rf6 2. Rc3 e6 3. Rf3 c5 4. g3 b6 5. Bg2 Bb7 6. O-O Be7 7. d4 Re4 8. Rxe4 Bxe4 9. Bf4 O-O 10. dxc5 bxc5 11. Dd2 Db6 12. Hfd1 Hd8 13. De3 Db7 14. Bd6 Bxd6 15. Hxd6 Dxb2 16. Had1 Db7

gopq62ru.jpg17. Hxe6

Eftir skákina spurđi ţekktur meistari undirritađan hvađa lćti ţetta vćru og hvort 17. Dxc5 hefđi ekki veriđ fullgott. Svörin sem hann fékk voru eitthvađ á ţá leiđ, ađ fyrir ţá sem vildu lambasteikina sína á sunnudögum međ Ora grćnum baunum og engar refjar, vćri sá leikur örugglega ágćtur. Ískalt mat Houdini 3 gerir ekki mikinn greinarmun á ţessum tveimur leikjum en rekur skákina út í fjarlćgt drottningarendatafl međ e-peđ eđa betra hróksendatafl. Báđar stöđurnar órćđar en hvítur á samt góđa vinningsmöguleika.

17. ... fxe6 18. Rg5! h6!

Best, 18. ... Bxg2 strandar á 19. Dxe6+! og mátar.

19. Rxe4 Rc6 20. Rxc5 Dc7?

Eftir ţetta verđur skákinni ekki bjargađ. Eini leikurinn er 20. .. Db6 og eftir 21. Rxd7 Dxe3 22. fxe3 Hac8 23. bxc6 Hxc6 24. Rf6+ Kf7 25. Hxd8 Kxf6 25. Hd4 og Houdini 3 heldur áfram upp í 70 leik!

21. Rxd7! Hac8 22. Dxe6+ Kh8 23. Be4 Re7 24. Hd6 Dxc4 25. Dxe7 Dc1+ 26. Kg2 He8 27. Df7 Hxe4 28. Hg6

- og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 20 janúar 2013.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 171
  • Frá upphafi: 8779109

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 107
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband