Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Skákáriđ 2012

Skákáriđ 2012 hófst fyrir alvöru hér á landi međ lokaumferđum Íslandsmóts taflfélaga og hiđ árlega Reykjavíkurskákmót hlaut glćsilegan vettvang í Hörpunni. Skákţing Íslands fór síđan fram í Stúkunni á Kópavogsvelli og ţar bar helst til tíđinda ađ Ţröstur Ţórhallsson, sem teflt hafđi sleitulaust í landsliđsflokki síđan 1985, varđ Íslandsmeistari í fyrsta sinn eftir ćsispennandi einvígi viđ Braga Ţorfinnsson. Kornungir skákmenn vöktu mikla athygli: Hilmir Freyr Heimisson, Vignir Vatnar Stefánsson og Nancy Davíđsson unnu góđ afrek á árinu og hinn 14 ára gamli Oliver Aron Jóhannesson var nćstum ţví orđinn heimsmeistari áhugamanna ţegar hann fékk ferđ á mótiđ í fermingargjöf. Kvennaliđiđ stóđ sig betur en oft áđur á ÓL í Istanbul og karlaliđiđ var á pari.

Anand tókst međ naumindum ađ verja heimsmeistaratitilinn í einvígi viđ Boris Gelfand í Moskvu sl. vor en Norđmađurinn Magnús Carlsen átti sviđiđ og sló stigamet Kasparovs og er nú međ 2861 elo-stig. Ţess var minnst víđa um heim og einnig hér á landi, ađ í sumar voru liđin 40 ár frá „einvígi aldarinnar". Í vor kom út bók undirritađs um Fischer og fékk góđar viđtökur. Hjá uppbođshaldara í Kaupmannahöfn voru bođnir upp gripir tengdir einvíginu en um uppruna ţeirra stóđu deilur milli Gunnars Finnlaugssonar búsetts í Svíţjóđ og Páls G. Jónssonar. Stuttu síđar var stofnađ skáksetur á Selfossi, steinsnar frá grafreit Fischers viđ Laugardćlakirkju. Og einn góđan veđurdag í ágúst hvarf heimsmeistarinn frá ´72, Boris Spasski, frá heimili sínu í Frakklandi. Hann fékk heilablóđfall haustiđ 2010 og hefur veriđ bundinn viđ hjólstól. Frakkar ţurftu svo sem ekki ađ velta ţessu máli lengi fyrir sér og áttu ágćtis orđatiltćki yfir uppákomuna: Leitiđ konunnar! Ţegar Spasski kom fram nokkrum dögum síđar i Moskvu var hann furđu hress og ţá kom auđvitađ á daginn ađ rússnesk kona, Valentina Kuznetsova, hafđi hjálpađ honum viđ flóttann. Hann lagđi ekki illt orđ til nokkurs mann; hafđi fundiđ fyrir „andnauđ" á heimili sínu í Frakklandi og óskađ sér ţess oft ađ vera aftur nýr. James Bond kvikmyndirnar áttu 50 ára afmćli og skákunnendur hafa fengu tćkifćri til ađ horfa á upphafsatriđi „From Russia with love" ţar sem skúrkurinn Kroonsteen lagđi andstćđing sinn McAdams ađ velli en lokaatlagan var tekin nánast óbreytt upp úr glćsilegum sigri vinar okkar yfir Bronstein frá sovéska meistaramótinu 1960:

Boris Spasskí - David Bronstein Kóngsbragđ

1. e4 e5 2. f4

Kóngsbragđiđ gafst Spasskí ótrúlega og Bronstein beitti ţví einnig međ góđum árangri og vann m.a. frćgan sigur yfir Tal áriđ 1969.

2. ... exf4 3. Rf3 d5

Í dag er taliđ best ađ leika 3. .... d6 veđa 3. ... g5.

4. exd5 Bd6 5. Rc3 Re7 6. d4 O-O 7. Bd3 Rd7 8. O-O h6 9. Re4 Rxd5 10. c4 Re3 11. Bxe3 fxe3 12. c5! Be7 13. Bc2 He8

Bćđi hér og í nćsta leik ţráađist Bronstein viđ ađ leika 13. ... f5 sem á ađ tryggja jöfn fćri.

14. Dd3 e2 15. Rd6!

Skilur hrókinn eftir en leikurinn sýnir hversu frumkvćđiđ er mikilvćgt.

15. ... Rf8

g8gq47c5.jpg16. Rxf7! exf1(D)+ 17. Hxf1 Bf5

Eđa 17. .. Kxf7 18. Rg5 + Kg8 19. Bb3+ Kh8 20. Hxf8+ og mát í nćsta leik.

18. Dxf5 Dd7 19. Df4 Bf6 20. R3e5 De7 21. Bb3 Bxe5 22. Rxe5 Kh7 23. De4+

- og Bronstein gafst upp.

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 30. desember 2012

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 14
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 140
  • Frá upphafi: 8779020

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 111
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband