Leita í fréttum mbl.is

Henrik vann glćstan sigur í Vin

IMG 4691Henrik Danielsen stórmeistari kom, sá og sigrađi á Jólaskákmóti Vinjar í dag. Henrik hlaut 5,5 vinning af 6 mögulegum, og tapađi ekki skák ţótt hann lenti iđulega í kröppum sjó gegn sterkum andstćđingum. Henrik hampađi ţví hinum glćsilega bikar međ áletruninni ,,Jólasveinninn 2012".

Gunnar Björnsson, hinn harđsnúni forseti Skáksambandsins, hreppti silfriđ međ 5 vinningum og bronsiđ hlaut Gunnar Freyr Rúnarsson formađur Víkingaklúbbsins međ 4,5 vinning. Nćst komu Davíđ Kjartansson, sigurvegarinn á jólamóti Vinjar 2011, Ingi Tandri Traustason, Sigríđur Björg Helgadóttir og Elsa María Kristínardóttir međ 4 vinninga.

IMG 4651Hilmir Freyr Heimisson fékk verđlaun fyrir bestan árangur ungmenna og Ásgeir Sigurđsson fyrir bestan árangur eldri borgara. Ţá voru Vinjar-mennirnir Haukur Halldórsson og Hjálmar Sigurvaldason heiđrađir fyrir vasklega framgöngu og góđa ástundun.

Sögur útgáfa gáfu veglega vinninga og ţannig hreppti Henrik Danielsen hina stjörnum prýddu stórbók dr. Gunna ,,Stuđ vors lands" sem fjallar um sögu dćgurtónlistar á Íslandi. Ađrir vinningshafar fengu t.d. ,,Svörtu bókina", ,,Zlatan" og ,,Una", en síđastnefnda bókin er spennusaga eftir skákmanninn Óttar M. Norđfjörđ.

IMG 4661Heiđursgestur jólaskákmótsins var Björgvin G. Sigurđsson alţingismađur, sem er félagi í Vinafélaginu og hollvinur skákhreyfingarinnar. Hann sagđi m.a. í setningarávarpi sínu, ađ ţótt almenningi virtist oft ađ störf ţingmanna snerust einatt um karp, ţá vćri sumt sem allir gćtu sammćlst um. Björgvin bar mikiđ lof á ţađ starf sem unniđ er í Vin, athvarfi Rauđa krossins fyrir fólk međ geđraskanir, og bar viđstadda fyrir góđar kveđjur frá Austurvelli.

Ađ vanda var bođiđ upp á ljúffengar veitingar í leikhléi. Ćfingar eru í Vin alla mánudaga kl. 13 og ţar eru ávallt allir velkomnir í anda einkunnarorđa skákhreyfingarinnar: Viđ erum ein fjölskylda.

Myndaalbúm (HJ)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 5
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 131
  • Frá upphafi: 8778764

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 93
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband