Leita í fréttum mbl.is

Stórmeistararnir áttu ekki rođ í alţjóđlegu meistarana - Bragi Ţorfinnsson Íslandsmeistari í hrađskák

 

IMG 4626

 


Átta stórmeistarar voru međ á Friđriksmóti Landsbankans - Íslandsmótinu í hrađskák, sem fram fór í dag í útibúi bankans á Austurstrćti. Ţeir áttu hins vegar ekki rođ viđ alţjóđlegu meisturunum en ţrír slíkir urđu efstir og jafnir ţeir; Bragi Ţorfinnsson (2484), Hjörvar Steinn Grétarsson (2516) og Jón Viktor Gunnarsson (2413). Eftir stigaútreikning var Bragi úrskurđađur sigurvegari og varđ ţví Íslandsmeistari í hrađskák í fyrsta sinn.

 

IMG 4495

 


Áttatíu skákmenn tóku ţátt í ţessu afar vel skipađa og fjölmenna móti. Oliver Aron Jóhannesson (1998) vakti mikla athygli fyrir frábćra frammistöđu en hann lagđi međal annars stórmeistarann Helga Áss Grétarsson (2464) ađ velli. Oliver var einnig hćstur ađ vinningum ţeirra sem hafa minna en 2200 og 2000 skákstig en ţar sem hver keppandi má bara fá ein aukaverđlaun varđ hann ađ láta duga unglingaverđlaunin. Stigaverđlaunin hlutu Dagur Ragnarsson, í flokki skákmanna undir 2200 skákstigum, og Jorge Fonsesca, í flokki skákmanna undir 2000 skákstigum. Lenka Ptácníková hlaut kvennaverđlaun og Gunnar Nikulásson var útdreginn í happdrćtti mótsins og fékk vinning upp á 10.000 kr.

Í verđlaunaafhendingunni klöppuđu svo áhorfendur sérstaklega fyrir Friđriki Ólafssyni ţegar ljóst var ađ hann hefđi tryggt sigur heldri borgara á skákkonum í Tekklandi.

 

IMG 4492

Gunnar Björnsson og Ólafur S. Ásgrímsson voru skákstjórar. Ţorsteinn Ţorsteinsson, útibússtjóri í útibúinu afhendi svo verđlaunahöfunum sigurlaunin en hann lék jafnframt fyrsta leik mótsins í skák Jóhanns Hjartarson og Mikaels Jóhanns Karlssonar.

 

IMG 4513

 

Hrafn Jökulsson á heiđurinn á glćsilegu myndaalbúm mótsins.

Röđ efstu manna:

  • 1. AM Bragi Ţorfinnsson (2484) 8,5 v.
  • 2. AM Hjörvar Steinn Grétarsson (2516) 8,5 v.
  • 3. AM Jón Viktor Gunnarsson (2413) 8,5 v.
  • 4.-8. SM Jóhann Hjartarson (2592), AM Björn Ţorfinnsson (2386), SM Hannes Hlífar Stefánsson (2512), SM Helgi Ólafsson (2547) og AM Arnar Gunnarsson (2440) 8 v.
  • 9.-12. SM Henrik Danielsen (2507), SM Stefán Kristjánsson (2486), SM Jón L. Árnason (2498) og FM Einar Hjalti Jensson (2284) 7,5 v.

Heildarúrslit má finna á Chess-Results.

Aukaverđlaun hlutu:

  • Kvennaverđlaun: Lenka Ptácníková 6,5 v.
  • Unglingaverđlaun: Oliver Aron Jóhannesson 7 v.
  • Undir 2200: Dagur Ragnarsson 6 v.
  • Undir 2000: Jorge Fonsesca 6 v.
  • Útdreginn heppinn keppandi: Gunnar Nikulásson

Tenglar:


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 7
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 121
  • Frá upphafi: 8778778

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 89
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband