Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Magnús Carlsen hefur slegiđ stigamet Kasparovs

Luke McShane og Magnus CarlsenŢegar fjórum umferđum er lokiđ af stórmótinu London Classic, ţar sem notast er viđ ţriggja stiga regluna, hefur Magnús Carlsson náđ forystu međ 3˝ vinning eđa 10 stig og hefur tekist ţađ sem fáir töldu mögulegt, ađ slá stigamet Garrí Kasparovs frá árinu 1999 uppá 2851 elo-stig. Stig Magnúsar voru á fimmtudaginn reiknuđ uppá 2857 elo.

Ýmsir fullyrđa ađ kerfislćg villa hafi hreiđrađ um sig í kerfinu, ţar sé árviss verđbólga uppá sjö elo-stig og allur samanburđur milli ţessara ađila sé ómarkviss. Ţess utan hafi Kasparov náđ óbirtum stigum uppá 2856,7 og á bak viđ árangur hans voru sjö heimsmeistaraeinvígi og nćr óslitin sigurganga í meira en 20 ár. Og tilţrif hans viđ skákborđiđ voru á flesta hátt stórfenglegri en ţau sem Norđmađurinn býđur uppá.

Magnús Carlsson sem varđ 22 ára ţann 30. nóvember sl. hefur enn ekki náđ ađ sanna sig á vettvangi heimsmeistarakeppninnar. Handhafi titilsins, Anand, kemur ţó ekki vel út úr neinum samanburđi. Hann er búinn ađ gera jafntefli í öllum skákum sínum í London og hefur ađeins unniđ tvćr kappskákir á ţessu ári og ekki unniđ skák í síđustu 17 tilraunum. Skákir hans eru einkennilega bragđdaufar og skákheimurinn saknar ađ sumu leyti ţessara stórbrotnu karaktera sem riđu um héruđ hér áđur fyrr.

Hinn dagfarsprúđi Magnús teflir af mikilli hörku og til sigurs hvort sem hann hefur hvítt eđa svart. Hann er útsjónarsamur í vörn og tekst oft ađ leggja andstćđinga sína ađ velli í tvísýnum endatöflum. Í fyrstu umferđ Lundúna-mótsins vann hann Luc McShane. Englendingurinn vann viđureign ţeirra á ţessu sama móti í fyrra og aftur náđi hann ađ byggja upp vćnlega stöđu, en gáđi ekki ađ sér á mikilvćgu augnabliki og Magnús náđi ađ losa sig út úr ţröngri stöđu og eftir ţađ saumađi hann hćgt og bítandi ađ McShane:

Luc McShane - Magnús Carlsen

Spćnskur leikur

1.e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. O-O Rxe4 5. He1

Berlínar-afbrigđiđ sem kemur upp eftir 5. d4 Rd6 6. Bxc6 dxc6 7. dxe5 Rf5 8. Dxd8+ Kxd8 virđist henta skákstíl Norđmannsins betur.

5. ... Rd6 6. Rxe5 Be7 7. Bf1 Rf5 8. Rf3 O-O 9. d4 d5 10. g3 Bf6 11. c3 He8 12. Hxe8+ Dxe8 13. Bf4 Dd8 14. Bd3 Rfe7 15. Ra3 a6 16. Rc2 Bf5 17. Bxf5 Rxf5 18. g4 Rfe7 19. Re3 g6 20. Df1 Dd7 21. Dh3 Bg7 22. Dg3 Hc8 23. g5 Rd8 24. Be5 Re6 25. Bf6!

Eftir ţennan sterka leik á svartur erfitt međ ađ losa um sig. Hann ţolir alls ekki uppskipti á f6.

25. ... He8 26. Re5 Dd6 27. Kh1?

Ónákvćmur leikur. Sjálfsagt var 27. H4 og svartur á erfitt međ ađ losa um sig.

gs7q19oi.jpg27. ... Rxg5!

Grípur tćkifćriđ. Svartur fćr losađ um sig og hefur ađeins betri peđastöđu eftir uppskiptin.

28. Bxg5 f6 29. Bxf6 Dxf6 30. He1 c6 31. Kg2 Rc8 32. R3g4 Dd8 33. Rd3 Hxe1 34. Rxe1 Rd6 35. Rd3 Rf5

Og nú er svartur kominn međ ađeins betra tafl.

36. Dh3 Bf8 37. Re3 Dg5+ 38. Kf1 Rxe3+ 39. fxe3 Kg7 40. Rf4 Df6 41. Ke2 Bd6 42. Dg4 Kf7 43. h3 h5 44. Dc8 De7 45. Rd3 Kf6 46. b3 Kg5! 47. c4 Kh4!

Kóngurinn rćđst inn. Virđist djörf ákvörđun í endatafli međ drottningum á borđinu en peđin skýla honum vel og riddarinn er skrefstuttur.

48. c5 Bg3 49. b4 Df7 50. a4 g5 51. Kd2 Bh2 52. Re1 Kg3 53. Rc2 Bg1 54. Dd8 Kh4 55. Dc8 Bf2 56. Ke2 Kg3 57. Dd8 Df5 58. Kd2 Kxh3 59. b5 g4 60. bxc6 bxc6 61. Rb4 g3 62. Rd3 g2

- og hvítur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 9. desember

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 14
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 128
  • Frá upphafi: 8778785

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 95
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband