Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Undirbúningur og úrslitaskákir

Keres og SpasskyKlassíska skákin" leiđ undir lok viđ aldamótin 2000 og nýir spámenn hafa komiđ fram sem skara fram úr í ţví ađ nýta kosti tölvutćkninnar: Kazimdsanov, Karjakin, Nakamura, Anand, Kramnik, Topalov og Frakkarnir. Ţetta er umfjöllunarefniđ öđrum ţrćđi í nýrri bók úkraínska stórmeistarans Vladimirs Tukmakovs,Modern chess preparation.

Í fyrri helmingi bókarinnar dregur Tukmakov fram dćmi frá fyrri tíđ sem kunna ađ hafa skotist fram hjá okkur: Pólverjinn Akiba Rubinstein var snjall í hróksendatöflum - ţađ vissum viđ, en hann var líka ađ mati höfundar langt á undan sinni samtíđ ađ flestu öđru leyti. Tvćr heimsstyrjaldir léku hann grátt, sú fyrri hindrađi einvígi viđ Emanuel Lasker um heimsmeistaratitilinn. Fengin reynsla og kunnátta gat veriđ dýru verđi keypt í ţá daga.

Nú eru leynivopn skákarinnar ţaulprófuđ međ samkeyrslu fjölmargra forrita. Ćfingaađstađa heimsmeistarans minnir meira á tölvuver en nokkuđ annađ. Ţrátt fyrir tćknina ráđleggur Tukmakov ungum skákmönnum ađ sundurgreina skákir og ćfa sig án ţess ađ hafa tölvu viđ höndina.

Í einum kafla bókarinnar fjallar hann um úrslitaskákir. Nokkur dćmi eru tekin til međferđar og Tukmakov veltir viđ nokkrum steinum af skákferli Spasskís: fyrir lokaskákina í áskorendaeinvíginu viđ Paul Keres áriđ 1965 var Spasskí yfir, 5:4, og dugđi jafntefli til ađ vinna einvígiđ. Ýmsar rólegar og traustar byrjanir virtust sniđnar til ţess ađ ná ţeim úrslitum. En ţeir voru báđir komnir langt ađ og Spasskí vissi ađ upp var runnin ögurstund á ferli Keres. Hann ákvađ ađ koma Eistlendingnum á óvart og tefla kóngsindverska vörn, afar krefjandi og flókna byrjun sem hann hafđi sjaldan beitt áđur. Viđ undirbúning fyrir skákina gat hann sér til um ţađ afbrigđi sem Keres valdi og sendi jafnframt inn ţau skilabođ til hins vígmóđa andstćđings ađ nú vćru ţrenn úrslit möguleg; sigur, tap eđa jafntefli. Eins og 15. leikur hans leiđir í ljós fór Spasskí aldrei „úr karakter". Skákin sem hér fer á eftir er ţrungin stigmagnađri spennu:

Riga 1965:

Paul Keres - Boris Spasskí

Kóngsindversk vörn

1.d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f4 c5 6. d5 0-0 7. Rf3 e6 8. Be2 exd5 9. cxd5 b5!?

Ţessi óvćnti leikur byggist á hugmyndinni 10. Bxb5 Rxe4 11. Rxe4 Da5+ o.s.frv. Í dag er taliđ traustara ađ leika 9.... Bg4 eđa 9.... He8.

10. e5 dxe5 11. fxe5 Rg4 12. Bf4

Skarpara er 12. Bg5 međ hugmyndinni 12.... f6 13. exf6 Bxf6 14. Dd2.

12.... Rd7 13. e6 fxe6 14. dxe6 Hxf4 15. Dd5!

Hótar 16. Dxa8 og 16. e7+.

g79q064a.jpg15.... Kh8!?

Gefur hrókinn. Hann gat leikiđ 15.... Bb7 16. Dxb7 Rb6 og stađan má heita í jafnvćgi. Miđađ viđ stöđuna í einvíginu hefđi ţetta veriđ eđlilegra framhald.

16. Dxa8 Rb6 17. Dxa7 Bxe6

Hvítur er skiptamun yfir en léttu menn svarts standa allir vel. „Houdini" metur stöđuna jafna.

18. 0-0 Re3 19. Hf2 b4 20. Rb5

Afturábak hentađi ekki viđ ţessar kringumstćđur, 20. Rd1var samt traustara.

20....Hf7 21. Da5 Db8!

Rólegu leikirnir eru oft erfiđastir í flóknum stöđum.

22. He1 Bd5 23. Bf1 Rxf1 24. Hfxf1 Rc4! 25. Da6 Hf6! 26. Da4 Rxb2 27. Dc2 Dxb5 28. He7

Eđa 28. Dxb2 Hxf3! og vinnur.

28.... Rd3 29. De2 c4 30. He8 Hf8 31. Hxf8 Bxf8 32. Rg5 Bc5 33. Kh1 Dd7 34. Dd2 De7 35. Rf3 De3

- og Keres gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 2. desember

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 11
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 151
  • Frá upphafi: 8778668

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 88
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband