Leita í fréttum mbl.is

Riddarinn: Kapptefliđ um SkákSegliđ heldur áfram

Ingimar Halldórsson ađ tafli.jpgŢriđja umferđ mótarađarinnar um SkákSegliđ var tefld í gćr í hinni skjólgóđu Vonarhöfn ađ baki kirkjuskipsins viđ Suđurgötu í Hafnarfirđi.  Ţar ríkir ćvinlega stilla og andleg ró hvílir yfir vötnunum. Ţó gćtir ţar oft ţungrar undiröldu ef nánar er skyggnst undir yfirborđiđ og inn í dýpstu hugarfylgsni keppenda.  

Enginn er annars bróđir í leik  - nema samvaxnir Síamstvíburar séu, sem ekki er til ađ dreifa hér.  Allir mćttir eru í vígahug og enginn jafnteflishugur í mönnum né eru ţeir spenntir fyrir ţví ađ hlusta á eitthvert innantómt „Lundareykjadalsmálalengingaútúrsnúingaorđagjálfurskjaftćđisţvćluţrćtuţras" um friđarumleitanir milli Ísraels- og Palestínumanna eđa hernađaríhlutun í Sýrlandi.  Menn eru ekki hingađ komnir til  rćđa eilífađarmálin heldur til ađ tefla og gleyma öllum vandamálum heimsins og sínum eigin.  

Stríđsástand ríkir á 64 reitum ţegar Gussi hefur gefiđ tóninn međ ţví ađ klingja mótsbjöllunni til LEWIS BISHOP.jpgmerkis um ţađ ađ búiđ sé ađ para hverja umferđina á fćtur annarri og mönnum sé heimilt ađ leggja upp í herleiđangra til ađ steypa kóngi hvers annars af stóli. Menn taka hann á orđinu og leitast eftir mćtti viđ ađ koma mótherjunum í opna skjöldu og verđa fyrri til ađ finna liđsmönnum sínum vćnlega reiti og  víghreiđur eđa skotbyrgi til ađ verjast árásum.  Skákin er stríđsleikur (a wargame) og ţví undarlegt ađ  sjá biskup ţarna á vígvellinum miđjum, nóg ađ hann vaki yfir átökunum eins og sést á  myndunum.  Á ţví á Páll Jónsson biskup í Skálholti,  (1190-1210) sök og Margrét hin haga, fyrsta nafnkunna myndlistarkona Íslands ef ekki heims, skv. kenningu Guđmundar G. Ţórarinssonar,  um mögulegan íslenskan uppruna hinna fornu sögualdartaflmanna, sem kenndir eru viđ eyjuna Lewis/Ljóđhús.  Sjá: http://leit.is/lewis/  Annars stađar á Norđurlöndum ber ţessi tafllmađur heitiđ „löber"   hlaupari eđa njósnari, sem er miklu eđlilegra heiti ef fariđ er ađ velta ţessu máli  fyrir sér á annađ borđ.

Nú er annađ upp á teningnum en síđast, Einar Ess tapar naumlega fyrir Jóni Ţór. Guđfinnur Err  vinnur alla nema ţá ţrjá efstu.  Ingimar Halldórsson fer fram ađ miklum krafti ţannig ađ sigurvegarar 2ja undanfarandi móta ţeir Sigurđur Herlufsen og Jón Ţ. Ţór mega fara ađ gćta sín.  Ađrir keppendur eiga misjöfnu gengi ađ fagna. Svo fer ađ lokum ađ Ingimar stendur uppi sem sigurvegari međ 10 vinninga af 11 mögulegum, svo ađ ţessir ţrír turnar hafa ţá allir unniđ eitt mót hver.  Ţrjú bestu mót hvers keppenda telja til vinningstiga svo úrslitin í mótaröđinni eru enn óráđin.

Stađan er nú ţannig ađ Jón Ţ. Ţór er međ 10+8+6 =24 stig; Sigurđur međ 3+10+8=21 stig og Ingimar međ 8+3+10= 21 stig.  Ef tekiđ er út lakasta mótiđ hjá ţessum ţremur meisturum  er ţeir allir jafnir međ 18 GrandPrix stig sem ţýđir ađ hver ţeirra  sem vinnur síđasta mótiđ ađ viku liđinni tryggir sér jafnframt sigur í  keppninni um SkákSegliđ 2012.   Gefin eru 10-8-6-5-4-3-2-1 stig fyrir fyrstu 8 sćtin eins og í Formúlu 1, svo ef einhver annar verđur efstur nćst breytir ţađ ađ sjálfsögđu öllu dćminu.   Spennan verđur í algleymingi í lokaumferđinni og ekkert gefiđ eftir, svo mikiđ er víst.  Áfram kristmenn krossmenn.

Ađ öđru leyti vísast til mótstöflunnar hér neđan hvađ önnur úrslit varđar.

 

SkákSegliđ   mótstafla 21.11.12 .jpg

 

ESE - 22.11.12

Myndaalbúm (ESE)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 144
  • Frá upphafi: 8778678

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 82
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband