Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Ţúsund martrađir Walters Browne

Walther BrowneGreinarhöfundur hefur séđ glefsur úr bók sem nýveriđ kom út ţar sem hinn litríki bandaríski stórmeistari, fćddur í Ástralíu, Walter Browne, skrifar um skákferil sinn: The stress of chess ... and its infinite finesse. Bókin fjallar m.a. um ţađ tímabil í skáksögunni ţegar Bobby Fischer gnćfir yfir alla bandarísku meistarana og kemur sem heiđursgestur og nýbakađur heimsmeistari á stórmótiđ í San Antonio haustiđ 1972 og teflir nokkrar hrađskákir viđ Browne. Og fjallađ er um viđureign sömu ađila tveim árum fyrr, skák sem tók fjóra daga ađ ljúka. Fischer vann mótiđ međ yfirburđum en var međ gjörtapađ tafl á móti Browne:

Rovinj/Zagreb 1970

gjppsjue.jpg- Sjá stöđumynd 1 -

Browne - Fischer

Hér blasir viđ ađ „yfirvalda" h1-reitinn og leika 88. Hh7..." en ég vildi vinna ţetta međ stćl," skrifar Browne og lék 88. c7? sem Fischer svarađi međ 88. .... Rd7! Nú kom 89. Kc6? Enn var vinningsvon međ 89. Hh7. Fischer bjargađi sér međ: 89. ... h1(D)! 90. Bxh1 Re5+ 91. Kb6 Bc5+! og eftir 92. Kxc5 Rxf7 fćr hvítur fćr ekki lengur unniđ. „Jafntefli eftir 98 leiki" og „... ţúsund martrađir ţar á eftir."

Ef undan er skiliđ atvik sem átti sér stađ međan á skák hans viđ Jóhann Hjartarson stóđ á Opna New York-mótinu 1984 voru samskipti Browne viđ íslenska skákmenn yfirleitt góđ. Eftir keppni úrvalsliđa Norđurlanda og Bandaríkjanna í Reykjavík veturinn 1986 varđ hann viđ áskorun um ađ halda rćđu og ţar sagđi hann m.a. ađ í einni lítilli hrađskák fćri fram meiri hugsun en í bandarísku ruđningsliđi yfir heilt keppnistímabil.

Ţađ var óvenjuleg reynsla ađ tefla viđ Walter Browne; ţegar spennan magnađist hristist hann og skalf eins og hrísla í vindi. Á hinu glćsilega Reykjavíkurskákmótinu 1978 var tekiđ upp nýtt tímafyrirkomulag, 1 ˝ klst. á 30 leiki og 1 klst. á nćstu 20 leiki. „Teflt er nú mest um tímahrak," orti Benoný. Browne vann mótiđ og varđ á undan Bent Larsen, Friđriki, Hort, Miles og Polugajevskí og fleiri góđum mönnum. Í 1. umferđ vann Browne sigur á Lev Polugajevskí eftir mikinn bćgslagang í tímahraki. Heim kominn skrifađi Polu grein í „64" og kvartađi undan tímafyrirkomulaginu og tók nokkra stađi úr skák sinni viđ Browne sem dćmi um óhentugleika ţess. Spurning um ađlögunarhćfni töldu ađrir. Browne hafđi ekkert fram ađ fćra í byrjun ţessar skákar:

Walter Browne - Lev Polugajevskí

Slavnesk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 c6 5. e3 Rbd7 6. Bd3 dxc4 7. Bxc4 b5 8. Bb3

Sjaldséđur leikur en stórhćttulegur. Algengast er 8. Bd3.

8. ... b4 9. Re2 Bb7 10. O-O Bd6 11. Rf4 O-O 12. He1 c5 13. d5 exd5 14. Rxd5 Hc8 15. e4 c4 16. Rxf6 Dxf6 17. Bg5 Dg6 18. Bc2 Hfe8!

Međ hugmyndinni 19. e5 Bxf3! 20. Bxg6 Bxd1 21. Bf5 Rxe51 22. Bxc8 Hxe1+ 23. Kg1 Bxf3+! og vinnur.

19. Bf4 Bxf4 20. Dxd7 Db6 21. Df5 Bh6 22. e5 g6 23. Dh3 Bg7 24. e6 Hxe6 25. Rg5 Hxe1 26. Hxe1

Magnađ sprikl sem á ekki ađ leiđa til neins. Svarta stađan er unnin, 26. .. Da5! sem hótar riddaranum og 27. ...b3 vinnur og einnig 26. ... h5!)

26. ... h6?

gjppsjui.jpg27. Rxf7!

Ţessum leik fylgdi mikill hvinur og Polu kipptist upp af stólnum. Hann á best 27. ... Dc6! og á ţá betri stöđu.

27. ... Kxf7 28. Dd7+ Kg8 29. He7! Dd4 30. De6+! Kh8 31. Dxg6 Be4 32. Hxe4

- og Polugajevskí gafst upp.

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 10. nóvember 2012.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 10
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 150
  • Frá upphafi: 8778667

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 87
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband