Leita í fréttum mbl.is

Af Riddurum reitađa borđsins

VONARHÖFN.jpgReglubundir skákfundir Riddarsns, skákklúbbs eldri borgara á Stór-Hafnarfjarđarsvćđinu,  eru jafnan líflegir, velsóttir og lukkađir.  Hinir vígreifu riddarar, kenndir viđ Bjarna Riddara, hittast ţar alla miđvikudaga áriđ um hring til ađ tefla sér til ánćgju og yndisauka,  lika fyrir félagsskapinn, međan aldurinn fćrist enn frekar yfir ţá og ađra samferđamenn í tíma og rúmi, ţví skák er ţeirra líf og yndi.

Reyndar er ţađ ekki tekiđ út međ sćldinni ađ tefla skák. SHer á sigurbraut..jpgŢađ útheimtir heilmikiđ álag  bćđi andlegt og líkamlegt ađ sitja ađ tafli og rembast viđ (ađ ţegja)  ađ leggja einn andstćđing á fćtur öđrum ađ velli í heila 4 tíma, en tefldar eru 11 umferđir -10 mínútna skákir. Heilabrot eru ţó sögđ af hinu góđa og vera úrvals forvörn gegn ótímabćrum elliglöpum sem bćtir mjög úr skák og réttlćtir tímaeyđsluna ţví skákáráttupersónuleikastreituröskunarbakterían er ansi lífseig, sumir segja ólćknanleg.    

Úrslit af vikulegum innanfélagsmótum eru kannski ekki neitt sérstakt fréttaefni  á landsvísu á vef SÍ enda ţau birt á heimasíđu klúbbanna fyrir áhugasama. Ađ ţessu sinni  fylgir ţó síđasta mótstafla Riddarans frá vikunni sem leiđ međ til fróđleiks fyrir fréttaţyrsta ásamt myndum af helstu ţátttakendum úr ţví ađ skríbentinn er sestur viđ lyklaborđiđ á annađ borđ.

Eins og sjá má er ţar mikiđ mannval á ferđinni, dulúđlegir dánumenn, sem ekki láta sér allt fyrir brjósti brenna ţegar ađ ţví kemur ađ leggja skáknet sín og gildrur fyrir íbyggna mótherja sína eđa forđast gagnsóknir ţeirra, fórnir og brellur.  Á ţessu hausti hefur hinn eitilharđi Ingimar Halldórsson af Skaganum veriđ einna sigursćlastur unniđ 5 mót, Guđfinnur R. Kjartansson 4, Páll G. Jónsson, Ingimar Jónsson, Jóhann Örn Sigurjónsson,  Friđgeir Hólm hafa allir unniđ sitt mótiđ hver til tilbreytingar, sem og Sigurđur Herlufsen og Jón Ţ. Ţór síđla sumars. Ađrir eru sjaldan langt undan.  
Grimzo   SkákSegliđ.jpgRiddarinn stendur auk „Skákmóts kynslóđanna", sem nýlokiđ er, fyrir tveimur mótaröđum yfir veturinn „SkákSeglinu" og „SkákHörpunni" báđum til minningar um fallna félaga. Hin fyrri hefst á miđvikudaginn kemur  ţar sem 3 bestu mót hvers keppanda af 4 telja til stiga.  Mótiđ er helgađ minningu Gríms Ársćlssonar, skákmanns og trillukarls.  Ţađ er jafnan  á dagskrá í nóvember ár hvert, sem er fćđingar- og dánarmánuđur hins láta heiđursmanns. SkákHarpan er helguđ minningu Fjölnis Stefánssonar, tónskálds og er tefld í mars.  Grímur heitinn var einn af frumherjum ađ stofnun Riddarans fyrir 14 árum og formađur klúbbsins frá fyrstu tíđ til hinsta dags 2008.   Útbúinn var einkar fallegur farandgripur "SkákSegliđ" sem um er keppt og tileinkađur er  minningu hans eđa Mr."Grímzó",  eins og hann var stundum kallađur í góđra vina hópi.

Ţeir sem vilja leggja leiđ sína í Vonarhöfn, skáksalinn góđa í Strandbergi, Safnađarheimili Hafnarfjarđarkirkju, í von um vinning, eru ađ sjálfsögđu bođnir velkomnir. Ţar er jafnan heitt kaffi á könninni til ađ hressa sig á og bćta hugarflugiđ  milli átakaskáka ţví jafnteflistaflmennska á ţar ekki upp á pallborđiđ. Ţađ ađ reyna ađ fiska í gruggugu vatni til vinnings eđa patts er ţó jafnan látiđ óátaliđ. Sjáumst og kljáumst.

www.riddarinn.net /ESE 5.11.12


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 133
  • Frá upphafi: 8778745

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 90
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband