Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Vildi stytta sér leiđ

HTR 2012 R2 20 (Medium)Jón Viktor Gunnarsson vann öruggan sigur á Tölvuteks-mótinu, hinu hefđbundna haustmóti Taflfélags Reykjavíkur, sem lauk í síđustu viku. Hann hlaut 7 ˝ vinning af níu mögulegum og var sigur hans aldrei í hćttu. Jón Viktor hefur lítiđ teflt undanfarin ár en auki hann taflmennsku sína hlýtur hann fyrr eđa síđar ađ banka á dyr hjá landsliđinu. Lenka Ptacnikova varđ í 2. sćti međ 6 ˝ v. og Sćvar Bjarnason varđ í 3. sćti međ 6 vinninga. Sćvar hefur veriđ manna duglegastur viđ ađ taka ţátt í opinberum mótum hér á landi.


Ţar sem enginn efstu manna er félagi í TR hlýtur Dađi HTR 2012 R1 17 (Medium)Ómarsson nafnbótina Skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur en hann varđ í 5. sćti, hlaut 4 ˝ vinning af níu mögulegum.

Í b-riđli sigruđu Dagur Ragnarsson og Jón Trausti Harđarason međ 6 ˝ v. af átta mögulegum en félagi ţeirra úr Rímaskóla, Oliver Jóhannesson, kom nćstur međ 6 v. Í c-riđli vann Dawid Kolka međ 7 v. af 9 mögulegum en Hilmir Freyr Heimisson og Bjarnsteinn Ţórsson komu nćstir međ 6 ˝ v.

Dawid KolkaJón Viktor hóf mótiđ af miklum krafti og lagđi ţar grunninn ađ sigri sínum. Hann mćtti Dađa Ómarssyni í 2. umferđ en Dađi, sem er feikilega vel ađ sér í byrjunum, gáđi ekki ađ sér á mikilvćgu augnabliki og Jón Viktor náđi ađ spila út óvćntum leik sem lagđi stöđu Dađa í rúst í einu vetfangi:

Dađi Ómarsson - Jón Viktor Gunnarsson

Frönsk vörn

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. e5 Rfd7 5. f4 c5 6. Rf3 Rc6 7. Be3 Be7 8. Dd2 O-O 9. dxc5

Ţetta afbrigđi sem kennt er viđ Wilhelm Steinitz nýtur mikilla vinsćlda um ţessar mundir.

9. ... Bxc5 10. O-O-O Da5 11. Bxc5 Rxc5 12. Kb1 Bd7 13. h4 Hfd8 14. Be2 Hac8 15. h5 Be8 16. h6?

Dađi vildi stytta sér leiđ ađ settu marki en leikurinn er afar ónákvćmur. Hann varđ ađ skorđa d-peđiđ og leika 16. Rd4 eđa 16. Rb5 strax.

16. ... d4! 17. Rb5

17. ... d3!

Hvítur er bjargarlaus ţví 18. Dxa5 er einfaldlega svarađ međ 18. ... Rxa5 og vinnur mann.

18. cxd3 Dxb5 19. D4 Da4 20. Hxg7 Re4 21. De1 Rb4 22. a3 Rc3+!

Laglegur lokahnykkur, 23. bxc3 er svarađ međ 23. ... Db3+ og mát í nćsta leik.

Friđrik tefldi á minningarmóti um Bent Larsen

Friđrik Ólafsson varđ í 6. - 17. sćti á minningarmótinu um Bent Larsen sem lauk í Álaborg í Danmörku um síđustu helgi. Nokkrir ađrir öflugir skákmenn af kynslóđ Larsens tóku ţátt auk Friđriks, t.d. Wolfgang Uhlmann. Friđrik varđ í 6. - 17. sćti af 61 keppanda, hlaut 4 ˝ vinning af sjö mögulegum, vann tvćr skákir og gerđi fimm jafntefli. Sigurvegari varđ Jens Kristiansen. Taflmennska Friđriks í sigurskákunum tveimur var ţróttmikil en hann var fullmikill diplómat er hann mćtti minni spámönnunu0m. Markmiđ hans var vitaskuld ađ heiđra minningu Larsens en ţeir Friđrik háđu marga hildi á meira en 50 ára tímabili. Larsen steig sín fyrstu skref í skákinni í Álaborg og Danir minnast hans ávallt međ mikilli virđingu og hlýju.


Jóhanna efst á Íslandsmóti kvenna

Eftir ţrjár umferđir á Íslandsmóti kvenna hefur Jóhanna Björg Jóhannsdóttir náđ forystu međ fullu húsi vinninga. Tinna Kristín Finnbogadóttir kemur nćst međ 2 ˝ vinning og í 3. - 5. sćti eru ţćr Lenka Ptacnikova, Elsa María Kristínardóttir og Nancy Davíđsdóttir međ 2 vinninga. Keppendur eru 12 og tefla sjö umferđir eftir svissneska kerfinu.

-------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 28. október 2012.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.8.): 5
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 230
  • Frá upphafi: 8779604

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 162
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband