Leita í fréttum mbl.is

Elsa María og Jóhanna Björg efstar á Íslandsmótinu

IMG 2592Elsa María Kristínardóttir og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir eru efstar og jafnar með 2 vinninga eftir tvær umferðir á Íslandsmóti kvenna í skák. Í annarri umferð, sem fram fór á mánudagskvöld, bar Elsa sigurorð af Hallgerði Helgu Þorsteinsdóttur og Jóhanna Björg sigraði Hrund Hauksdóttur.

Stigahæsti keppandi mótsins, Lenka Ptacnikova stórmeistari, komst ekkert áleiðis gegn Tinnu Kristínu Finnbogadóttur og lauk skák þeirra með jafntefli. Þær Lenka og Tinna eru í 3.-4. sæti með 1½ vinning.

IMG 2594Það stefnir allt í hörkuspennandi Íslandsmót, en alls eru tefldar sjö umferðir á mótinu. Elsa María er ríkjandi Íslandsmeistari, en Lenka hefur margsinnis unnið titilinn og teflir á efsta borði í landsliði Íslands. Landsliðskonurnar Tinna, Hallgerður og Jóhanna munu örugglega blanda sér í slaginn um titilinn og yngri stúlkurnar eru margar hverjar til alls líklegar.

Úrslit í 2. umferð:

 Tinna Kristín Finnbogadóttir - Lenka Ptacnikova ½ - ½

Hallgerður Helga Þorsteindóttir - Elsa María Kristínardóttir 0-1

Hrund Hauksdóttir - Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 0-1

Nansý Davíðsdóttir - Ásta Sóley Júlíusdóttir 1-0

Hildur B. Jóhannsdóttir - Veronika Steinunn Magnúsdóttir 0-1

Svandís Rós Ríkharðsdóttir - Donika Kolica 0-1

Í 3. umferð mætast:

Jóhanna Björg Jóhannsdóttir - Elsa María Kristínardóttir

Lenka Ptacnikova - Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir

Veronika Steinunn Magnúsdóttir - Tinna Kristín Finnbogadóttir

Donika Kolica - Nansý Davíðsdóttir

Svandís Rós Ríkharðsdóttir - Hrund Hauksdóttir

Ásta Sóley Júlíusdóttir - Hildur B. Jóhannsdóttir

Myndaalbúm úr 2. umferð (HJ)

Skákir 2. umferðar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 168
  • Frá upphafi: 8778603

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 98
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband