Leita í fréttum mbl.is

Gallerý Skák: Atgangur í öskjunni

2012 Gallerý 18 10 14.jpgŢröng var á ţingi í Gallerý Skák í gćrkvöldi ţegar 2. umferđ í mótaröđinni um Patagóníusteininn fór fram. Ekki voru allir ţó komnir til ađ skora stig í ţeirri keppni heldur fyrst og fremst til ađ tefla sér til ánćgju og hugarhćgđar, til ađ létta á skákástríđupersónuleikastreituhugröskun sinni.  Ađ venju var ţar glatt á hjalla, menn hlógu jafnvel  ađ óförum sínum, vegna ţess ađ hlátur gerir mönnum gott  - međan ađrir brostu ţeim mun gleiđar og báru höfuđiđ hćrra eftir ţví sem betur gekk.

Tefldar voru 10 mínútna atskákir, tímamörk sem henta vel til ađ byggja upp góđar stöđur, sem 2012 Gallerý 18 10 13.jpgiđulega fara ţó forgörđum ţrátt fyrir góđa viđleitni, út um gluggann,  ţegar fer ađ sneiđast um tímann, sem oft reynist helst til stuttur í annan endann.  Hlýst ţá oft af mikiđ at, sem ţessar skákir draga nafn sitt af.  Keppnisreglur er stífar, snertir menn fćrđir, reitađir menn fastir og kóngurinn drepinn miskunnarlaust ef hann er ekki fćrđur úr skák.  Enga miskunn ađ finna hjá Guđfinni, stađarhaldara sem stýrir mótinu styrkri hendi - međ annarri.   

Segja má ađ kynslóđirnar hafi mćst ţví keppendur voru á aldrinum 9 ára til áttrćđs. Gamlir fuskar og ungir vaxtarsprotar í bland.  Ekkert kynslóđabil í skákinni.  Fulltrúar ćskunnar krydda mótin međ ţátttöku sinni, sýna ţeim eldri oft í báđa heimana um leiđ ţeir afla sér dýrmćtrar keppnisreynslu.

Hinn magnađi aldursforseti Gunnar Kr. Gunnarsson, sigurvegari tveggja síđustu ára,  sneri nú aftur til leiks og vann mótiđ af öryggi en ţó naumlega međ 9 vinningum af 11 mögulegum, nćstur kom hiđ unga skákséní Vignir Vatnar Stefánsson, ađeins 9 ára, međ 8.5 vinning en hann varđ einnig í 2. sćti fyrir  hálfum mánuđi. Frábćr frammistađa hjá svo ungum sveini, sem er á leiđ á heimsmeistaramót ungmenna í nćsta mánuđi.  Í ţriđja til fjórđa sćti komu svo hinir öldnu höfđingjar Ţórarinn Sigţórsson, (Tóti tönn) og Kristinn Johnson (fyrrv. sjarmör), báđir međ 8 vinninga en sá fyrrnefndi örlítiđ hćrri á stigum. Ţeir hafa greinilega engu gleymt sem sýnir ađ lengi lifur í gömlum glćđum og skákin býr í huganum.

Fjöriđ heldur áfram ađ viku liđinni ţegar ţegar menn mćta vígreifir til tafls ađ nýju. Ţá verđur engu eirt ef ađ líkum lćtur.  Nánari úrslit má sjá á međf. mótstöflu og klippimyndir af vettvangi fylgja međ til gamans.

 

2012 Gallerý 18 10 12.jpg

 

Meira á : www. galleryskak.net og  nú einnig á http://www.facebook.com/#!/groups/102908303202204/

Myndaalbúm (ESE)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 142
  • Frá upphafi: 8778676

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 80
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband