11.10.2012 | 14:00
Gallerý skák: Vignir Vatnar lék á als oddi

Eins og áður hefur komið fram í pistlum þessum fellst mikil geðrækt í því að tefla sér til ánægju og hugarhægðar. Alvarleg "skákdella" fellur á fræðimáli geðlækna undir svokallaða "áráttupersónuleikastreyturöskun" sem og hægt er að halda niðri með því "að sjást og kljást" við verðuga andstæðinga við manntaflið annað slagið. Með því er hægt að komast hjá ýmsum eftirköstum eins og "skákkvíðahliðrunarstreyturöskun", sem annars getur orðið mönnum þung í skauti og gert fólki gramt í geði. Því er skákiðkun af hinu góða ekki aðeins fyrir viðkomandi heldur líka fyrir vini þeirra og vandamenn.
Sl. fimmtudagskvöld lék hinn ungi og upprennandi skáksnillingur Vignir Vatnar Stefánsson, nýorðinn 9 ára, á als oddi í Gallerýinu og lék gamalreynda gamlingjana grátt sem og aðra þátttakendur. Varð hin rísandi vonarstjarna í 2 sæti með 8 vinninga af 11 mögulegum. Sigurvegari var hinn snjalli og eitilharði reynslubolti Ingimar Halldórsson, með 8.5 v. en hann lætur sjaldan deigan síga og gefur ekkert eftir þegar hann sest að tafli á annað borð -hvort heldur er í Riddaranum, hjá Æsum eða KR -og er jafnan erfiður við að eiga og hann því sigursæll mjög. Það vakti athygli "að enginn má sköpum renna", þeir sem oftast eru fyrstir verða stundum að bíta í það súra epli að verða síðastir, eins og sjá má á meðf. mótstöflu.
Það fer vel á því að tefla sem víðast á Alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum sem að þessu sinni er helgaður geðheilsu barna og unglinga. Aðaldagskráin hefst með "skemmtigeðgöngu" frá Skólavörðuholti kl. 16.30 en síðan verður hátíð í Gamla bíó kl. 17.30 og stóra Alþjóðlega geðheilbrigðisskákmótið hefst svo í Faxafeninu kl. 20.
Í Gallerýinu verður hins vegar sest að tafli kl. 18 og tefldar 11 umferðir með 10 mín. umhugsunartíma. Lagt í púkk fyrir kaffi og matföngum. Næg bílastæði.
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:06 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.7.): 22
- Sl. sólarhring: 23
- Sl. viku: 146
- Frá upphafi: 8779006
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 118
- Gestir í dag: 18
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.