Leita í fréttum mbl.is

Gallerý skák: Vignir Vatnar lék á als oddi

Patagóníusteinninn og GG.jpgKAPPTEFLIÐ UM PATAGÓNINUSTEININN III - 6 kvölda mótaröð,  þar sem 4 bestu mót hvers keppenda telja til  GP stiga og vinnings,  hefst  í Gallerý Skák í  kvöld kl. 11. október, á geðheilbrigðisdaginn. Sigurvegari fyrri móta er hinn aldni senn áttræði meistari Gunnar Kr. Gunnarsson, sem enn tefldir eins og herforingi. 

Eins og áður hefur komið fram í pistlum þessum fellst mikil geðrækt í því að tefla sér til ánægju og hugarhægðar.  Alvarleg "skákdella"  fellur á fræðimáli geðlækna undir svokallaða "áráttupersónuleikastreyturöskun"  sem og hægt er að halda niðri með því "að sjást og kljást" við  verðuga andstæðinga við manntaflið annað slagið.   Með því er hægt að komast hjá ýmsum eftirköstum eins og "skákkvíðahliðrunarstreyturöskun", sem annars getur orðið mönnum þung í skauti og gert fólki gramt í geði.  Því er skákiðkun af hinu góða ekki aðeins fyrir viðkomandi heldur líka fyrir vini þeirra og vandamenn. 2012 gallery 4.jpg

Sl. fimmtudagskvöld lék hinn ungi og upprennandi skáksnillingur Vignir Vatnar Stefánsson, nýorðinn 9 ára,  á als oddi í Gallerýinu og lék gamalreynda gamlingjana grátt sem og aðra þátttakendur.  Varð hin rísandi vonarstjarna í 2 sæti með 8 vinninga af 11 mögulegum.  Sigurvegari var hinn snjalli og eitilharði reynslubolti Ingimar Halldórsson, með 8.5 v. en hann lætur sjaldan deigan síga og gefur ekkert eftir þegar hann sest að tafli á annað borð  -hvort heldur er í Riddaranum, hjá Æsum eða KR -og er jafnan erfiður við að eiga og hann því sigursæll mjög.  Það vakti athygli "að enginn má sköpum renna", þeir sem oftast eru fyrstir verða stundum að bíta í það súra epli að verða síðastir, eins og sjá má á meðf. mótstöflu.   

 

GS úrslit .jpg

Það fer vel á því að tefla sem víðast  á Alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum sem að þessu sinni er helgaður geðheilsu barna og unglinga.  Aðaldagskráin hefst með "skemmtigeðgöngu" frá Skólavörðuholti kl. 16.30 en síðan verður hátíð í Gamla bíó kl. 17.30 og  stóra Alþjóðlega geðheilbrigðisskákmótið hefst svo í Faxafeninu kl. 20.

Í Gallerýinu verður hins vegar sest að tafli kl. 18 og tefldar 11 umferðir með 10 mín. umhugsunartíma. Lagt í púkk fyrir kaffi og matföngum. Næg bílastæði.  

www.galleryskak.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.7.): 22
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 146
  • Frá upphafi: 8779006

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 118
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband